Erlent

Grunuð um aðild að tólf morðum í Mexíkó

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Kúbverskt par var handtekið á strönd í Cancun í Mexíkó í gær, grunað um aðild að tólf morðum í síðustu viku. Þá fann lögregla tólf hálshöggvin lík utan við mexíkósku borgina Merida.

Áður hafði lögregla handtekið þrjá menn sem grunaðir eru um að tengjast morðunum en þeir eru allir taldir tilheyra hópi leigumorðingja sem starfar fyrir mexíkóskan fíkniefnasmyglhring. Í húsi sem kúbverska parið dvaldi í fann lögregla hríðskotariffil, skotfæri og handsprengju.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×