Erlent

Kanómaður áfrýjar dómi vegna fjársvika

John Darwin.
John Darwin.

Breskur karlamaður sem dæmdur var í rúmlega sex ára fangelsi fyrir að setja dauða sinn á svið og svíkja þannig út tryggingarfé hefur ákveðið að áfrýja dómnum. Frá þessu greina breskir miðlar í dag.

John Darwin komst í heimsfréttirnar seint á síðasta ári þegar hann kom fram í dagsljósið eftir að hafa verið saknað í fimm ár. Hafði hann þá verið talinn af eftir að kanó sem hann átti fannst við ströndina nærri Hartlepool. Kona hans fékk líftryggingu hans greidda í kjölfarið.

Lögregla hætti hins vegar aldrei að rannsaka mál hans og í ljós kom að hjónin höfðu dvalið saman í Panama þar sem þau hugðust lifa í vellystingum pratkuglega. Kona Darwins, Anne, var einnig dæmd í rúmlega sex ára fangelsi fyrir fjársvik og peningaþvætti en hún hafði áður áfrýjað dómnum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×