Innlent

Níu börn hafa fæðst í verkfallinu

Mynd/ Stöð 2.
Mynd/ Stöð 2.

Níu börn hafa fæðst á fæðingardeild Landspítalans við Hringbraut það sem af er sólarhringnum, að sögn starfsfólks þar. Síðast kom barn þar í heiminn um hálf-sex leytið í kvöld. Allar fæðingar hafa gengið vel þrátt fyrir verkfall sem hófst á miðnætti.

Sáttafundi samninganefnda fjármálaráðuneytisins og Ljósmæðrafélags Íslands var slitið í dag án niðurstöðu. Guðlaug Einarsdóttir, formaður Ljósmæðrafélagsins, sagði í samtali við fjölmiðla að það væri stál í stál.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×