Innlent

Tuttugu skoðaðir vegna gruns um fíkniefnamisferli

MYND/Páll Bergmann

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu fann í gær bæði fíkniefni og fjármuni sem talið er að fengnir hafi verið með fíkniefnasölu við húsleitir í nokkrum íbúðum í miðborginni í gærkvöld.

Fram kemur í tilkynningu lögreglunnar að um hafi verið að ræða hass, amfetamín, marijúana, e-töflur og kannabisplöntur. Höfð voru afskipti af nálægt tuttugu manns í þessum málum en í híbýlum sjö þeirra, eða á þeim sjálfum, fundust fíkniefni.

Lögreglan er í átaki gegn sölu og dreifingu fíkniefna og voru aðgerðirnar liður í því. Sem fyrr minnir lögreglan á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×