Fleiri fréttir Golfvöllurinn á Strönd skemmdur Miklar skemmdir voru unnar á golfvellinum á Strönd sem er mitt á milli Hellu og Hvolsvallar í síðustu viku. Meðal annars var golfbílum ekið og spólað á grasinu. 21.7.2008 20:01 Brotist inn Listamiðstöðina á Vallarheiði Brotist var inn í Listamiðstöðina við Víkingsstræti á Vallarheiði og fékk lögreglan á Suðurnesjum tilkynningu um innbrotið í dag. Fjögur fyrirtæki eru í þessu húsi. Í dagbók lögreglunnar á Suðurnesjum segir að ekki sé vitað hver eða hverjir hafi verið þarna að verki og málið sé í rannsókn. 21.7.2008 19:16 Vestmannaeyingar vilja aukið forræði yfir Surtsey Vestmannaeyingar vilja fá aukið forræði yfir Surtsey, enda sé hún óumdeilanlega hluti af Vestmannaeyjaklasanum. 21.7.2008 18:54 Mótmælum Saving Iceland á Grundartanga lokið Mótmælum Saving Iceland samtakanna á Grundartanga lauk laust eftir klukkan fimm og eru mótmælendur farnir þaðan. Lögreglan í Borgarnesi segir að allt hafi farið að mestu leyti friðsamlega fram. 21.7.2008 18:08 Fimm létust í umferðinni í Danmörku í dag Mæðgin létust í umferðarslysi í Haslund, suðaustur af Randers, i dag. Faðirinn og kornabarn eru í lífshættu. Móðirin sem er um þrítugt og fimm ára gamalt barn týndu lífi í dag í alvarlegu umferðarslysi við Hammelvej við Haslund, nærri Randers. 21.7.2008 17:59 Þorgerður starfandi forsætisráðherra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra verður starfandi forsætisráðherra í fjarveru Geirs H. Haarde. Geir verður erlendis í sumarleyfi frá 21. til 31. júlí. 21.7.2008 17:18 Mótmæli biðu Sarkozy á Írlandi Hundruðir manna mótmæltu við komu Frakklandsforseta, Nicolas Sarkozy, til Írlands í dag vegna ummæla hans um að Írar þyrftu að kjósa aftur um Lissabon-sáttmálann. Mótmælendur kölluðu „Nei þýðir nei!" þegar Sarkozy mætti að hitta forsætisráðherra Írlands, Brian Cowen. 21.7.2008 16:44 Drengurinn ekki í lífshættu Drengurinn sem lenti umferðarslysi á bílastæðinu við Bónus á Akureyri er nýkominn úr rannsókn og er í aðgerð vegna beinbrots, að sögn læknis á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Enn sem komið er, er ekkert sem bendir til þess að drengurinn sé í lífshættu. 21.7.2008 15:56 Tífalt fleiri á skrá hjá Vinnumiðlun ungs fólks í vor Þrjú hundruð manns voru á skrá hjá Vinnumiðlun ungs fólks á vegum Reykjavíkurborgar um mánaðarmótin maí, júní en á sama tíma í fyrra voru þar aðeins 30 manns. Vinnumiðlunin fékk aukafjárveitingu frá Reykjavíkurborg til þess að útvega fleirum vinnu. Var öllum þeim sem fædd eru 1990-1991 útvegað atvinnu en ekki var hægt að útvega öllum þeim sem eldri voru vinnu. 21.7.2008 15:54 Mótmælendur teppa enn umferð við álver Umferð til og frá álveri Norðuráls/Century og járnblendiverksmiðju Elkem í Hvalfirði er enn lokuð eftir að rúmlega 20 liðsmenn Saving Iceland hreyfingarinnar mynduðu þar mennskan vegartálma. 21.7.2008 15:43 Mugabe og Tsvangirai búnir að skrifa undir Robert Mugabe, forseti Simbabve og Morgan Tsvangirai leiðtogi stjórnarandstöðuflokksins, MDC hafa skrifað undir samkomulag um framhald viðræðna þeirra um hvernig megi vinna bug á þeirri stjórnmála-og efnahagskreppu sem er í Simbabve um þessar mundir. 21.7.2008 15:18 Vopnaður maður handtekinn við heimili Monu Sahlin Geðsjúkur maður vopnaður hnífi og hamri var handtekinn í gær fyrir utan heimili Monu Sahlin, formanns sænska Sósíaldemókrataflokksins, í bænum Nacka fyrir utan Stokkhólm. 21.7.2008 15:10 Saving Iceland gagnrýna starfsemi REI í Yemen Umhverfisverndarsamtökin Saving Iceland kasta fram þeirri spurningu í fréttatilkynningu hvort samkomulag Reykjavík Energy Invest við yfirvöld í Yemen um tilraunaboranir á Lesi-fjalli komi blásnauðum almenningi landsins til góða eða verði eingöngu vatn á myllu stjórnvalda 21.7.2008 15:05 Saving Iceland mótmæla í Hvalfirði Rétt í þessu lokuðu 20 manns frá Saving Iceland hreyfingunni, umferð til og frá álveri Norðuráls/Century og járnblendiverksmiðju Elkem í Hvalfirði. Fólkið hefur læst sig saman í gegnum rör og þannig skapað mennskan vegartálma. 21.7.2008 14:42 Ungur drengur varð fyrir bíl á Akureyri Alvarlegt umferðarslys varð á bílastæðinu við Bónus á Akureyri rétt eftir klukkan eitt í dag. 21.7.2008 14:33 Enn óvissa með áfangaheimili Stella Víðisdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, segir að beðið sé eftir að málefni fyrirhugaðs áfangaheimilis í Hólavaði skýrist og því sé enn óvissa um hvort og hvenær starfsemi þess hefjist. 21.7.2008 14:07 Forsætisráðuneytið óþarflega veikt Árna Páli Árnasyni þingmanni Samfylkingar líst vel á að forsætisráðherra hafi ráðið sér ráðgjafa í efnahagsmálum. Árni telur að þannig megi styrkja almenna efnahagsráðgjöf hjá forsætisráðuneytinu. Geir Haarde forsætisráðherra réð á föstudaginn Tryggva Þór Herbertsson sem ráðgafa í efnahagsmálum til 6 mánaða. 21.7.2008 13:50 Ráðist gegn rúðum á Akranesi Mikið hefur verið um að rúður hafi verið brotnar að undanförnuá Akranesi. Lögregla hefur fengið 6 slík mál inn á sitt borð á undanförnum tveimur vikum. 21.7.2008 13:28 Ákvörðun um verjendur Jóns Ólafssonar tekin á miðvikudag Fyrirtaka í máli Ríkislögreglustjóra gegn Jóni Ólafssyni athafnamanni verður í Héraðsdómi Reykjavíkur á miðvikudaginn. 21.7.2008 13:28 Ráðist á netkerfi Símans Árás var gerð á Internetkerfi Símans í morgun. Að sögn Péturs Óskarssonar, talsmanns Símans, er talið að árásin hafi verið gerð erlendis frá. Truflunin stóð stutt yfir. 21.7.2008 13:11 Skemmdarvargar ráðast að Vodafone - myndband Öryggismyndavél við skiltagerðina Ferró á Langholtsvegi náði í síðustu viku myndum af skemmdarvörgum sem rifu niður skilti á húsinu. Piltur og stúlka virðast koma út úr strætisvagni og ganga rakleiðis að skiltinu, sem er úr nýrri herferð Vodafone, og hefjast handa við að rífa það niður. Hrannar Pétursson upplýsingafulltrúi Vodafone segist eiga bágt með að trúa að þarna séu samkeppnisaðilarnir að verki. 21.7.2008 13:07 Vilja að Alþingi komi saman á næstu dögum Vinstri grænir fara fram á að Alþingi komi saman eftir verslunarmannahelgi til að fjalla um stöðu og horfur í efnahags- og atvinnumálum og hvað vænlegast er að gera til að verja þjóðarbúið frekari áföllum. 21.7.2008 13:05 Heldur áfram að lána sjálfri sér Hillary Clinton, fyrrverandi frambjóðandi í forvali Demókrataflokksins í Bandaríkjunum, heldur áfram að lána kosningabaráttu sinni fé. Nú seinast jafnvirði 80 milljóna íslenskra króna. 21.7.2008 13:00 Metaðsókn í skiptinemadvöl á Íslandi Metaðsókn er í skiptinemadvöl á Íslandi í ár á vegum alþjóðlegu skiptinemasamtakanna AFS. Þeim bráðvantar fjölskyldur fyrir hina nýju skiptinema og frömdu sjálfboðaliðar á vegum samtakanna gjörning á Austurvelli á laugardaginn til þess að vekja athygli á þörfinni. 21.7.2008 12:22 Líklegt að stríðandi stjórnmálaleiðtogar í Zimbabwe fundi saman Búist er við að stjórnmálaleiðtogar í Zimbabwe undirriti í dag samkomulag um framhald viðræðna um hvernig megi endurreisa lýðræðið í landinu þar sem efnahags- og stjórnmálalíf er nú í kalda koli. 21.7.2008 12:03 Ekki vitað um skemmdir á Garpi „Hann fór þarna upp á sker og var farinn að halla mjög mikið, þetta leit því frekar illa út á tímabili,“ segir Ásgeir Valdimarsson framkvæmdarstjóri Sægarps ehf sem er eigandi Garps SH, 12 tonna stálbáts frá Grundarfirði. Í gærkvöldi strandaði báturinn á Flikruskeri rétt suðvestur af Reykhólum. Þrír menn voru um borð en þá sakaði ekki. 21.7.2008 11:02 Boðsundsveitin fer ekki yfir Ermarsund Boðsundsveit landsliðsins í sjósundi syndir ekki yfir Ermarsundið. Boðsundsveitin stefndi að því að synda yfir Ermarsundið um helgina en komst ekki af stað vegna þess hve veður var slæmt og sjólag vont. 21.7.2008 10:27 Færri fara til útlanda í frí Farþegafjöldi Úrvals Útsýnar hefur dregist saman um 8 prósent á milli ára en Þorsteinn Guðjónsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, bendir á að seinasta ár hafi verið metár hvað farþegafjölda varðar. Sala á haustferðum er hafinn og hefur sala á ferðum yfir hátíðirnar verið góð. Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni fyrr í morgun. 21.7.2008 10:01 Sarkozy ræðir ESB í Írlandi Franski forsetinn Nicolas Sarkozy er að hefja opinbera heimsókn til Írlands til að ræða þá aðstöðu sem komið hefur upp eftir að Írar höfnuðu Lissabon-sáttmálanum. Sarkozy mun hitta forsætisráðherra landsins, Brian Cowen í heimsókn sinni en Sarkozy mun ekki verða lengur í Írlandi en 6 tíma. 21.7.2008 09:33 Börðust við stórbruna í Kaupmannahöfn í alla nótt Slökkvilið Kaupmannahafnar hefur barist í alla nótt við mikinn eldsvoða í vöruflutningamiðstöð í Mileparken í Herlev. 21.7.2008 07:37 Bátur með þremur strandaði í Breiðafirði Þrír sjómenn um borð í skelfiskbátnum Garpi SH, komust í hann krappann þegar báturinn strandaði á skeri í Breiðafirði, suðvestur af Reykhólum, á tíunda tímanum í gærkvöldi. 21.7.2008 07:34 Aung San Suu Kyi að losna úr stofufangelsi Háttsettur embættismaður innan herforningjastjórnarinnar í Búrma hefur gefið í skyn að leiðtoga stjórnarandstöðunnar Aung San Suu Kyi verði sleppt úr stofufangelsi innan næstu sex mánaða. 21.7.2008 07:31 Fundu Picasso verk sem stolið var í sumar Lögreglan í Brasilíu hefur fundið eitt af Picasso verkunum sem stolið var af safni í borginni Sao Paulo fyrr í sumar. 21.7.2008 07:28 Ölvaður og dópaður ökumaður í vandræðum í Kömbunum Ölvaður ökumaður, sem er líka grunaður um að hafa verið undir áhrifum fíkniefna, ók bíl sínum utan í vegrið á öfugum vegarhelmingi, þegar hann var á leið niður Kamba á Suðurlandsvegi á níunda tímanum í gærkvöldi. 21.7.2008 07:27 Chavez í innkaupaferð til Moskvu Hinn litríki forseti Venesúela Hugo Chavez heldur til Moskvu í dag. Chavez er í innkaupaferð og efst á lista hans eru skriðdrekar, loftvarnakerfi og fleiri vopn. 21.7.2008 07:25 B-52 sprengjuvél hrapaði í Kyrrahafið Bandrísk sprengjuflugvél af gerðinni B-52 hrapaði í Kyrrahafið í gær. Tveimur af sex manna áhöfn vélarinnar hefur verið bjargað en leit stendur enn að hinum fjórum. 21.7.2008 07:22 Barak Obama kominn til Bagdad Barak Obama forsetaframbjóðandi Demókrata í Bandaríkjunum er kominn til Bagdad í Írak. 21.7.2008 07:20 Borgaryfirvöld heimila að stórt hótel rísi í Kvosinni Umtalsvert niðurrif og tvöföldun á byggingarmagni er meðal breytinga á deiliskipulagi Kvosarinnar sem borgarráð samþykkti á fundi sínum fyrir helgi. Er gert ráð fyrir byggingu rúmlega 7.300 fermetra hótels og bankaútibús í nýbyggingu á sameinaðri lóð Lækjargötu 12 og Vonarstrætis 4 og 4b. 21.7.2008 07:00 Vill fá hvolp með lifrarbólgu bættan Kamela Rún Sigurðardóttir segir undarlegt að hún þurfi næsta árið að greiða raðgreiðslur af hvolpi sem drapst fimm dögum eftir að hún fékk hann í hendur. Neytendasamtökin vilja fá að kanna réttindi hennar gagnvart seljanda. 21.7.2008 00:01 Obama í Kúveit Barack Obama er á faraldsfæti þessa daganna. Eftir stutt stopp í Ísrael og Afganistan kom hann til Kúveit í dag. Við komuna til landsins hitti Obama emírinn, Sheikh Sabah al-Ahmad al-Sabah. Obama flýgur áleiðis til Írak í fyrramálið. 20.7.2008 22:00 Verða að birta upplýsingar um hitaeiningar Yfirvöld í New York krefjast þess að stóru veitingahúsakeðjurnar í borginni gefi upp hversu margar hitaeiningar eru í hverjum rétti. Ef upplýsingar um hitaeingar eru ekki á áberandi stað á matseðli, er hægt að sekta veitingahúsin eða jafnvel svifta þau rekstrarleyfi. 20.7.2008 21:00 Vodafonehjólin tekin úr umferð Vodafone hjólin sem dreift hafði verið til sveitarfélaga á landsbyggðinni hafa verið tekin úr umferð. Upplýsingafulltrúi Vodafone segir hjólin ekki hafa staðist þær gæðakröfur sem gerðar voru til þeirra 20.7.2008 20:00 Valgerður hefur áhyggur af tengslum Tryggva Valgerður Sverrisdóttir lýsir yfir áhyggjum af ráðningu Tryggva Þórs Herbertssonar sem sérstaks efnahagsráðgjafa forsætisráðherra. Það eru fyrst og fremst tengslin við Sjálfstæðisflokkinn og afstaða hans gegn Evrópusambandinu sem veldur henni áhyggjum. 20.7.2008 19:00 Eldur í íbúðarhúsi í Stokkseyrarhrepp Slökkvilið Brunavarna Árnessýslu var kallað út laus eftir klukkan 14:00 eftir að tilkynning barst til Neyðarlínunnar um að eldur væri laus í íbúðarhúsinu að Holti sem er í Stokkseyrarhrepp. 20.7.2008 17:54 Framkvæmdastjóri hjá Norðuráli ánægður með vinnubrögð lögreglu Ágúst Hafberg, framkvæmdastjóri samskipta hjá Norðuráli, segir að lögregla hafi tekið skynsamlega á málum í gær þegar aðgerðasinnar stöðvuðu vinnu á athafnasvæði Norðuráls í Helguvík. 20.7.2008 17:43 Sjá næstu 50 fréttir
Golfvöllurinn á Strönd skemmdur Miklar skemmdir voru unnar á golfvellinum á Strönd sem er mitt á milli Hellu og Hvolsvallar í síðustu viku. Meðal annars var golfbílum ekið og spólað á grasinu. 21.7.2008 20:01
Brotist inn Listamiðstöðina á Vallarheiði Brotist var inn í Listamiðstöðina við Víkingsstræti á Vallarheiði og fékk lögreglan á Suðurnesjum tilkynningu um innbrotið í dag. Fjögur fyrirtæki eru í þessu húsi. Í dagbók lögreglunnar á Suðurnesjum segir að ekki sé vitað hver eða hverjir hafi verið þarna að verki og málið sé í rannsókn. 21.7.2008 19:16
Vestmannaeyingar vilja aukið forræði yfir Surtsey Vestmannaeyingar vilja fá aukið forræði yfir Surtsey, enda sé hún óumdeilanlega hluti af Vestmannaeyjaklasanum. 21.7.2008 18:54
Mótmælum Saving Iceland á Grundartanga lokið Mótmælum Saving Iceland samtakanna á Grundartanga lauk laust eftir klukkan fimm og eru mótmælendur farnir þaðan. Lögreglan í Borgarnesi segir að allt hafi farið að mestu leyti friðsamlega fram. 21.7.2008 18:08
Fimm létust í umferðinni í Danmörku í dag Mæðgin létust í umferðarslysi í Haslund, suðaustur af Randers, i dag. Faðirinn og kornabarn eru í lífshættu. Móðirin sem er um þrítugt og fimm ára gamalt barn týndu lífi í dag í alvarlegu umferðarslysi við Hammelvej við Haslund, nærri Randers. 21.7.2008 17:59
Þorgerður starfandi forsætisráðherra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra verður starfandi forsætisráðherra í fjarveru Geirs H. Haarde. Geir verður erlendis í sumarleyfi frá 21. til 31. júlí. 21.7.2008 17:18
Mótmæli biðu Sarkozy á Írlandi Hundruðir manna mótmæltu við komu Frakklandsforseta, Nicolas Sarkozy, til Írlands í dag vegna ummæla hans um að Írar þyrftu að kjósa aftur um Lissabon-sáttmálann. Mótmælendur kölluðu „Nei þýðir nei!" þegar Sarkozy mætti að hitta forsætisráðherra Írlands, Brian Cowen. 21.7.2008 16:44
Drengurinn ekki í lífshættu Drengurinn sem lenti umferðarslysi á bílastæðinu við Bónus á Akureyri er nýkominn úr rannsókn og er í aðgerð vegna beinbrots, að sögn læknis á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Enn sem komið er, er ekkert sem bendir til þess að drengurinn sé í lífshættu. 21.7.2008 15:56
Tífalt fleiri á skrá hjá Vinnumiðlun ungs fólks í vor Þrjú hundruð manns voru á skrá hjá Vinnumiðlun ungs fólks á vegum Reykjavíkurborgar um mánaðarmótin maí, júní en á sama tíma í fyrra voru þar aðeins 30 manns. Vinnumiðlunin fékk aukafjárveitingu frá Reykjavíkurborg til þess að útvega fleirum vinnu. Var öllum þeim sem fædd eru 1990-1991 útvegað atvinnu en ekki var hægt að útvega öllum þeim sem eldri voru vinnu. 21.7.2008 15:54
Mótmælendur teppa enn umferð við álver Umferð til og frá álveri Norðuráls/Century og járnblendiverksmiðju Elkem í Hvalfirði er enn lokuð eftir að rúmlega 20 liðsmenn Saving Iceland hreyfingarinnar mynduðu þar mennskan vegartálma. 21.7.2008 15:43
Mugabe og Tsvangirai búnir að skrifa undir Robert Mugabe, forseti Simbabve og Morgan Tsvangirai leiðtogi stjórnarandstöðuflokksins, MDC hafa skrifað undir samkomulag um framhald viðræðna þeirra um hvernig megi vinna bug á þeirri stjórnmála-og efnahagskreppu sem er í Simbabve um þessar mundir. 21.7.2008 15:18
Vopnaður maður handtekinn við heimili Monu Sahlin Geðsjúkur maður vopnaður hnífi og hamri var handtekinn í gær fyrir utan heimili Monu Sahlin, formanns sænska Sósíaldemókrataflokksins, í bænum Nacka fyrir utan Stokkhólm. 21.7.2008 15:10
Saving Iceland gagnrýna starfsemi REI í Yemen Umhverfisverndarsamtökin Saving Iceland kasta fram þeirri spurningu í fréttatilkynningu hvort samkomulag Reykjavík Energy Invest við yfirvöld í Yemen um tilraunaboranir á Lesi-fjalli komi blásnauðum almenningi landsins til góða eða verði eingöngu vatn á myllu stjórnvalda 21.7.2008 15:05
Saving Iceland mótmæla í Hvalfirði Rétt í þessu lokuðu 20 manns frá Saving Iceland hreyfingunni, umferð til og frá álveri Norðuráls/Century og járnblendiverksmiðju Elkem í Hvalfirði. Fólkið hefur læst sig saman í gegnum rör og þannig skapað mennskan vegartálma. 21.7.2008 14:42
Ungur drengur varð fyrir bíl á Akureyri Alvarlegt umferðarslys varð á bílastæðinu við Bónus á Akureyri rétt eftir klukkan eitt í dag. 21.7.2008 14:33
Enn óvissa með áfangaheimili Stella Víðisdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, segir að beðið sé eftir að málefni fyrirhugaðs áfangaheimilis í Hólavaði skýrist og því sé enn óvissa um hvort og hvenær starfsemi þess hefjist. 21.7.2008 14:07
Forsætisráðuneytið óþarflega veikt Árna Páli Árnasyni þingmanni Samfylkingar líst vel á að forsætisráðherra hafi ráðið sér ráðgjafa í efnahagsmálum. Árni telur að þannig megi styrkja almenna efnahagsráðgjöf hjá forsætisráðuneytinu. Geir Haarde forsætisráðherra réð á föstudaginn Tryggva Þór Herbertsson sem ráðgafa í efnahagsmálum til 6 mánaða. 21.7.2008 13:50
Ráðist gegn rúðum á Akranesi Mikið hefur verið um að rúður hafi verið brotnar að undanförnuá Akranesi. Lögregla hefur fengið 6 slík mál inn á sitt borð á undanförnum tveimur vikum. 21.7.2008 13:28
Ákvörðun um verjendur Jóns Ólafssonar tekin á miðvikudag Fyrirtaka í máli Ríkislögreglustjóra gegn Jóni Ólafssyni athafnamanni verður í Héraðsdómi Reykjavíkur á miðvikudaginn. 21.7.2008 13:28
Ráðist á netkerfi Símans Árás var gerð á Internetkerfi Símans í morgun. Að sögn Péturs Óskarssonar, talsmanns Símans, er talið að árásin hafi verið gerð erlendis frá. Truflunin stóð stutt yfir. 21.7.2008 13:11
Skemmdarvargar ráðast að Vodafone - myndband Öryggismyndavél við skiltagerðina Ferró á Langholtsvegi náði í síðustu viku myndum af skemmdarvörgum sem rifu niður skilti á húsinu. Piltur og stúlka virðast koma út úr strætisvagni og ganga rakleiðis að skiltinu, sem er úr nýrri herferð Vodafone, og hefjast handa við að rífa það niður. Hrannar Pétursson upplýsingafulltrúi Vodafone segist eiga bágt með að trúa að þarna séu samkeppnisaðilarnir að verki. 21.7.2008 13:07
Vilja að Alþingi komi saman á næstu dögum Vinstri grænir fara fram á að Alþingi komi saman eftir verslunarmannahelgi til að fjalla um stöðu og horfur í efnahags- og atvinnumálum og hvað vænlegast er að gera til að verja þjóðarbúið frekari áföllum. 21.7.2008 13:05
Heldur áfram að lána sjálfri sér Hillary Clinton, fyrrverandi frambjóðandi í forvali Demókrataflokksins í Bandaríkjunum, heldur áfram að lána kosningabaráttu sinni fé. Nú seinast jafnvirði 80 milljóna íslenskra króna. 21.7.2008 13:00
Metaðsókn í skiptinemadvöl á Íslandi Metaðsókn er í skiptinemadvöl á Íslandi í ár á vegum alþjóðlegu skiptinemasamtakanna AFS. Þeim bráðvantar fjölskyldur fyrir hina nýju skiptinema og frömdu sjálfboðaliðar á vegum samtakanna gjörning á Austurvelli á laugardaginn til þess að vekja athygli á þörfinni. 21.7.2008 12:22
Líklegt að stríðandi stjórnmálaleiðtogar í Zimbabwe fundi saman Búist er við að stjórnmálaleiðtogar í Zimbabwe undirriti í dag samkomulag um framhald viðræðna um hvernig megi endurreisa lýðræðið í landinu þar sem efnahags- og stjórnmálalíf er nú í kalda koli. 21.7.2008 12:03
Ekki vitað um skemmdir á Garpi „Hann fór þarna upp á sker og var farinn að halla mjög mikið, þetta leit því frekar illa út á tímabili,“ segir Ásgeir Valdimarsson framkvæmdarstjóri Sægarps ehf sem er eigandi Garps SH, 12 tonna stálbáts frá Grundarfirði. Í gærkvöldi strandaði báturinn á Flikruskeri rétt suðvestur af Reykhólum. Þrír menn voru um borð en þá sakaði ekki. 21.7.2008 11:02
Boðsundsveitin fer ekki yfir Ermarsund Boðsundsveit landsliðsins í sjósundi syndir ekki yfir Ermarsundið. Boðsundsveitin stefndi að því að synda yfir Ermarsundið um helgina en komst ekki af stað vegna þess hve veður var slæmt og sjólag vont. 21.7.2008 10:27
Færri fara til útlanda í frí Farþegafjöldi Úrvals Útsýnar hefur dregist saman um 8 prósent á milli ára en Þorsteinn Guðjónsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, bendir á að seinasta ár hafi verið metár hvað farþegafjölda varðar. Sala á haustferðum er hafinn og hefur sala á ferðum yfir hátíðirnar verið góð. Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni fyrr í morgun. 21.7.2008 10:01
Sarkozy ræðir ESB í Írlandi Franski forsetinn Nicolas Sarkozy er að hefja opinbera heimsókn til Írlands til að ræða þá aðstöðu sem komið hefur upp eftir að Írar höfnuðu Lissabon-sáttmálanum. Sarkozy mun hitta forsætisráðherra landsins, Brian Cowen í heimsókn sinni en Sarkozy mun ekki verða lengur í Írlandi en 6 tíma. 21.7.2008 09:33
Börðust við stórbruna í Kaupmannahöfn í alla nótt Slökkvilið Kaupmannahafnar hefur barist í alla nótt við mikinn eldsvoða í vöruflutningamiðstöð í Mileparken í Herlev. 21.7.2008 07:37
Bátur með þremur strandaði í Breiðafirði Þrír sjómenn um borð í skelfiskbátnum Garpi SH, komust í hann krappann þegar báturinn strandaði á skeri í Breiðafirði, suðvestur af Reykhólum, á tíunda tímanum í gærkvöldi. 21.7.2008 07:34
Aung San Suu Kyi að losna úr stofufangelsi Háttsettur embættismaður innan herforningjastjórnarinnar í Búrma hefur gefið í skyn að leiðtoga stjórnarandstöðunnar Aung San Suu Kyi verði sleppt úr stofufangelsi innan næstu sex mánaða. 21.7.2008 07:31
Fundu Picasso verk sem stolið var í sumar Lögreglan í Brasilíu hefur fundið eitt af Picasso verkunum sem stolið var af safni í borginni Sao Paulo fyrr í sumar. 21.7.2008 07:28
Ölvaður og dópaður ökumaður í vandræðum í Kömbunum Ölvaður ökumaður, sem er líka grunaður um að hafa verið undir áhrifum fíkniefna, ók bíl sínum utan í vegrið á öfugum vegarhelmingi, þegar hann var á leið niður Kamba á Suðurlandsvegi á níunda tímanum í gærkvöldi. 21.7.2008 07:27
Chavez í innkaupaferð til Moskvu Hinn litríki forseti Venesúela Hugo Chavez heldur til Moskvu í dag. Chavez er í innkaupaferð og efst á lista hans eru skriðdrekar, loftvarnakerfi og fleiri vopn. 21.7.2008 07:25
B-52 sprengjuvél hrapaði í Kyrrahafið Bandrísk sprengjuflugvél af gerðinni B-52 hrapaði í Kyrrahafið í gær. Tveimur af sex manna áhöfn vélarinnar hefur verið bjargað en leit stendur enn að hinum fjórum. 21.7.2008 07:22
Barak Obama kominn til Bagdad Barak Obama forsetaframbjóðandi Demókrata í Bandaríkjunum er kominn til Bagdad í Írak. 21.7.2008 07:20
Borgaryfirvöld heimila að stórt hótel rísi í Kvosinni Umtalsvert niðurrif og tvöföldun á byggingarmagni er meðal breytinga á deiliskipulagi Kvosarinnar sem borgarráð samþykkti á fundi sínum fyrir helgi. Er gert ráð fyrir byggingu rúmlega 7.300 fermetra hótels og bankaútibús í nýbyggingu á sameinaðri lóð Lækjargötu 12 og Vonarstrætis 4 og 4b. 21.7.2008 07:00
Vill fá hvolp með lifrarbólgu bættan Kamela Rún Sigurðardóttir segir undarlegt að hún þurfi næsta árið að greiða raðgreiðslur af hvolpi sem drapst fimm dögum eftir að hún fékk hann í hendur. Neytendasamtökin vilja fá að kanna réttindi hennar gagnvart seljanda. 21.7.2008 00:01
Obama í Kúveit Barack Obama er á faraldsfæti þessa daganna. Eftir stutt stopp í Ísrael og Afganistan kom hann til Kúveit í dag. Við komuna til landsins hitti Obama emírinn, Sheikh Sabah al-Ahmad al-Sabah. Obama flýgur áleiðis til Írak í fyrramálið. 20.7.2008 22:00
Verða að birta upplýsingar um hitaeiningar Yfirvöld í New York krefjast þess að stóru veitingahúsakeðjurnar í borginni gefi upp hversu margar hitaeiningar eru í hverjum rétti. Ef upplýsingar um hitaeingar eru ekki á áberandi stað á matseðli, er hægt að sekta veitingahúsin eða jafnvel svifta þau rekstrarleyfi. 20.7.2008 21:00
Vodafonehjólin tekin úr umferð Vodafone hjólin sem dreift hafði verið til sveitarfélaga á landsbyggðinni hafa verið tekin úr umferð. Upplýsingafulltrúi Vodafone segir hjólin ekki hafa staðist þær gæðakröfur sem gerðar voru til þeirra 20.7.2008 20:00
Valgerður hefur áhyggur af tengslum Tryggva Valgerður Sverrisdóttir lýsir yfir áhyggjum af ráðningu Tryggva Þórs Herbertssonar sem sérstaks efnahagsráðgjafa forsætisráðherra. Það eru fyrst og fremst tengslin við Sjálfstæðisflokkinn og afstaða hans gegn Evrópusambandinu sem veldur henni áhyggjum. 20.7.2008 19:00
Eldur í íbúðarhúsi í Stokkseyrarhrepp Slökkvilið Brunavarna Árnessýslu var kallað út laus eftir klukkan 14:00 eftir að tilkynning barst til Neyðarlínunnar um að eldur væri laus í íbúðarhúsinu að Holti sem er í Stokkseyrarhrepp. 20.7.2008 17:54
Framkvæmdastjóri hjá Norðuráli ánægður með vinnubrögð lögreglu Ágúst Hafberg, framkvæmdastjóri samskipta hjá Norðuráli, segir að lögregla hafi tekið skynsamlega á málum í gær þegar aðgerðasinnar stöðvuðu vinnu á athafnasvæði Norðuráls í Helguvík. 20.7.2008 17:43