Fleiri fréttir

ETA sprengir á Spáni

Sprengja sprakk í bænum Laredo á Norður-Spáni í morgun. Fjölmiðlar þar í landi segja að ETA, aðskilnaðarsamtök Baska séu á bakvið tilræðið.

Á batavegi eftir bílveltu

Einn þeirra sem lenti í bílveltu í Blágskógabyggð, skammt frá Geysi, í nótt er enn á Slysadeild Landspítala Háskólasjúkrahúss.

Kínverjar leggja bílaflotanum

Kínverjar hafa fyrirskipað að helmingi bílaflotans í Peking verði lagt fram að Ólympíuleikunum sem hefjast eftir mánuð. Talið er að um þrjár milljónir bíla séu í borginni og mengun er mikil.

Obama hittir Karzai

Barack Obama, forsetaframbjóðandi demókrata, hitti Hamid Karzai forseta Afganistan á öðrum degi heimsóknar sinnar til landsins í dag.

Bílvelta í Bláskógabyggð

Bifreið valt við bæinn Múla í Bláskógabyggð skammt frá Geysi klukkan fjögur í nótt. Þrjú ungmenni undir tvítugu voru í bílnum og voru þau öll flutt töluvert slösuð til aðhlynningar á Landspítalanum í Fossvogi.

Lögregla telur að hvítabirnirnir á Ströndum séu missýn

Þyrla Landhelgisgæslunnar og björgunarskipið Gunnar Friðriksson frá Ísafirði voru kölluð út eftir að hópur ferðamanna taldi sig hafa séð tvo ísbirni á ferð skammt frá Hvannadalsvatni, milli Hornvíkur og Hælavíkur á ströndum, um klukkan níu í gærkvöldi.

Farandsali handtekinn

Lögreglan á Vestfjörðum handtók síðast liðið þriðjudagskvöld farandsölumann á Ísafirði sem hafði verið á ferð í byggðarlögum á norðanverðum Vestfjörðum og líklega víðar um land.

Leita ísbjarna á Vestfjörðum

Þyrla Landhelgisgæslunnar og lögreglan á Vestfjörðum leita nú ísbjarna á Hornströndum. Ferðafólk taldi sig hafa séð tvo ísbirni í Skálakambi nálægt Hælavík fyrr í kvöld.

Óskýr svör Írana

Stjórnvöld í Íran gáfu óskýr svör um framhald kjarnorkuáætlunar sinnar á fundi í Genf í dag. Þrýst er á Írana að hætta auðgun úrans en Íranar segja það ekki koma til greina.

Geirsgata og Mýrargata sameinaðar í einn stokk

Geirsgata og Mýrargata verða sameinaðar í einn stokk sem fer niður frá Sjávarúvegshúsinu á Sæbraut og kemur upp í Ánanaustum. Með þessu á að draga úr bílaumferð ofanjarðar.

Færri aka í gegnum Hvalfjarðargöngin

Færri aka í gegnum Hvalfjarðargöngin en á sama tíma í fyrra. Ástæðuna má rekja til hækkandi bensínverðs og samdráttar í efnahagslífinu.

Kajakræðari lenti í hrakningum

Skipverjar á ferðamannabátnum Víkingi björguðu kajakræðara sem lenti í hrakningum skammt frá Faxasundi við Heimaey seinni partinn í dag.

Brandenburgardeila Obama leyst

Bandaríski forsetaframbjóðandinn Barack Obama flytur ræðu við Sigursúluna þegar hann kemur til Berlín í næstu viku, ekki við Brandenburgarhliðið.

Einn handtekinn í Helguvík

Einn aðgerðarsinni var handtekinn um það leyti sem aðgerðum var að ljúka í Helguvík í dag.

Veltu á Kili

Tveir erlendir ferðalangar sluppu með skrekkinn þegar bíll þeirra valt á Kjalvegi um klukkan tvö í dag. Bílveltan varð við Bláfellsháls á Kili.

Tímamótafundur í Genf

Tímamótafundur verður um kjarnorkuáætlun Írans í Genf í dag. Bjartsýni hefur ríkt fyrir fundinn og svo virðist sem stjórnvöld í Bandríkjunum hafi slakað á þeim kröfum sem þau hafa sett fram varðandi kjarnorkuáætlunina.

Hætta aðgerðum klukkan 15

Að sögn Snorra Páls Jónssonar, talsmanns aðgerðarsinna sem stöðvuðu vinnu í Helguvík í morgun, er áætlað að láta af aðgerðum klukkan 15 í dag.

Brown í Írak

Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, kom óvænt til Írak í morgun og ræddi við Nuri al-Maliki forsætisráðherra um stöðu mála í landinu.

Verktakar flýja mótmælendur

Lögreglumaður sem stýrir aðgerðum lögreglu í Helguvík, þar sem 40 manns á vegum Saving Iceland stöðvuðu vinnu í morgun, segir að reynt verði að ræða við mótmælendur og fá þá til þess að yfirgefa svæðið með friðsömum hætti.

40 manns stöðva vinnu í Helguvík

Rétt fyrir klukkan 10 í morgun stöðvuðu um 40 einstaklingar frá meira en tíu löndum, vinnu á fyrirhugaðri álverslóð Norðuráls/Century Aluminum í Helguvík.

Ók út af undir áhrifum lyfja

Karlmaður á miðjum aldri slapp ómeiddur þegar hann ók bíl sínum út af Vaðnesvegi rétt fyrir miðnætti. Lögreglan á Selfossi var kölluð á staðinn en maðurinn er grunaður um að hafa ekið bæði undir áhrifum áfengis og lyfja. Hann sakaði ekki og var fluttur í fangageymslur á Selfossi til að sofa úr sér. Þar bíður hann yfirheyrslu. Lögreglan á Selfossi tók tvo til viðbótar í nótt sem grunaðir eru um ölvunarakstur.

Tómar fangageymslur

Enginn gisti fangageymslur lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu í nótt. Þetta þykja mikil tíðindi enda eru ár og dagar síðan fangageymslur voru tómar á laugardagsmorgni.

Sprengjuefni stolið í Frakklandi

Franskir sérsveitarmenn leita nú að 28 kílóum af sprengiefnum sem hurfu úr öryggisgeymslu við Corbas, nærri borginni Lyon. Breska Ríkisútvarpið, BBC, hefur eftir frönsku lögreglunni að um sé að ræða Semtex, öflugt plastsprengiefni, sem erfitt er að greina.

Bílvelta við Kúagerði

Bíll valt við Kúagerði á Reykjanesbraut nú undir kvöld. Lögreglan segir að ökumaður hennar hafi verið að reyna framúrakstur þegar óhappið varð. Hann hlaut minniháttar meiðsl. Bíllinn er ekki mikið skemmdur.

Töluverð umferð frá höfuðborginni

Töluverð umferð er nú frá höfuðborginni, bæði á Vesturlandsvegi í umdæmi lögreglunnar í Borgarfirði og á Suðurlandsvegi í umdæmi lögreglunnar á Selfossi. Lögreglan segir þó að umferðin sé ekki óeðlilega mikil miðað við árstíma og að engin óhöpp hafi orðið.

Von á veðurblíðu alla helgina

„Það eru einstaklega góðar veðurhorfur þar sem búast má við björtu veðri um nær allt land megnið af helginni," segir Sigurður Þ. Ragnarsson, veðurfræðingur á Stöð 2.

Slasaðist við fall af hesti

Karlmaður slasaðist þegar að hann féll af hestbaki við Kolbeinsstaðahrepp nú á níunda tímanum í kvöld og þurfti hann aðstoð sjúkraflutninga. Að sögn lögreglunnar í Borgarfirði er ekki talið að maðurinn hafi slasast illa, en grunur leikur á að hann hafi fótbrotnað.

Hægt að grennast með hugsuninni einni saman

Samkvæmt nýjustu rannsóknum gæti hugi manns skipt grundvallarmáli í megrun. Þannig gæti verið mögulegt að „hugsa" sig grannan með því að einbeita sér að nýlegri máltíð frekar en hlaupa út í búð eftir súkkulaðistykki.

Alvarlega brotið á aðstandendum fatlaðra

Sveinn Magnússon, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, segir alvarlega brotið á aðstandendum fatlaðra. Hann segir nýlegan úrskurð Evrópudómsstólsins gefa samtökunum aukinn kraft.

Skipstjóri Hólmatinds: Framtíð skipsins óljós

Eins og var greint frá í hádegisfréttum Stöðvar 2 og Bylgjunnar og hér á Vísi í dag sökk hinn fornfrægi íslenski togari Hólmatindur við bryggju í Namibíu. Hólmatindur var á leið í slipp í Walvis Bay þegar hann sökk. Engan sakaði í óhappinu en skipverjar misstu talsvert af eignum sínum.

Sjá næstu 50 fréttir