Innlent

Mótmælendur teppa enn umferð við álver

Frá fyrri mótmælum Saving Iceland.
Frá fyrri mótmælum Saving Iceland.

Umferð til og frá álveri Norðuráls/Century og járnblendiverksmiðju Elkem í Hvalfirði er enn lokuð eftir að rúmlega 20 liðsmenn Saving Iceland hreyfingarinnar mynduðu þar mennskan vegartálma.

Lögreglan í Borgarnesi er með málið á sinni könnu og er á staðnum. Von er á fleiri lögreglumönnum þaðan og vildi lögreglan lítið segja til með næstu skref.




Tengdar fréttir

Saving Iceland mótmæla í Hvalfirði

Rétt í þessu lokuðu 20 manns frá Saving Iceland hreyfingunni, umferð til og frá álveri Norðuráls/Century og járnblendiverksmiðju Elkem í Hvalfirði. Fólkið hefur læst sig saman í gegnum rör og þannig skapað mennskan vegartálma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×