Fleiri fréttir

Meirihluti heyrnarlausra í láglaunastörfum

Sum fyrirtæki taka ekki í mál að ráða heyrnarlausa til starfa og önnur krefjast þess að Félag heyrnarlausra gangist í ábyrgð fyrir þá sem þeir ráða. Þetta segir atvinnuráðgjafi félagsins.

Gerræðisleg vinnubrögð borgarstjóra

Ákvörðun Ólafs F. Magnússonar, borgarstjóra, að víkja varaformanni skipulagsráðs úr ráðinu ber vott um hótanir og gerræðisleg vinnubrögð að mati oddvita minnihlutans. Oddviti Vinstri-grænna segir borgarstjórann einangraðan.

Vilji til að afnema verðtryggingu

Gísli Tryggvason, talsmaður Neytenda, segist finna fyrir miklum stuðningi frá almenningi eftir að hann hóf máls á því að afnema verðtryggingu hér á landi. Hagfræðingur segir hins vegar að ekkert kalli á afnám verðtryggingar.

Búið að veiða 26 hrefnur

Búið er að veiða tuttugu og sex hrefnur af fjörutíu á þessu hrefnuveiðitímabili. Báturinn Halldór Sigurðsson frá Ísafirði veiddi sína fyrstu hrefnu í blíðskaparveðri í Ísafjarðardjúpi í gær og slóst fréttastofa með í för.

Doha-viðræður út um þúfur

Viðræður Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar um afnám niðurgreiðslna og tolla á landbúnaðarvörur fóru út um þúfur í dag. Samningamenn telja að mörg ár geti liðið áður en þráðurinn verður tekinn upp aftur.

Ölvaður á reiðhjóli

Karl um fertugt var handtekinn í miðborginni í nótt en sá reyndi að stjórna reiðhjóli með misjöfnum árangri. Þegar lögreglan fékk tilkynninguna um reiðhjólamanninn var hann sagður neðarlega á Laugavegi en með upplýsingunum fylgdi að aksturslag mannsins væri ansi skrykkjótt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni.

Sjö sakfelldir fyrir stríðsglæpi

Sjö Bosníu-Serbar hafa verið sakfelldir fyrir þjóðarmorð og dæmdir í fangelsi fyrir aðild sína að fjöldamorðunum á múslímum í Srebrenica í Bosníu sumarið 1995.

Heppinn Skagamaður vann launahækkun

Þótt lánið leiki ekki við Skagamenn í fótboltanum þetta sumarið datt þó einn heimamaður í lukkupottinn á dögunum þegar hann hlaut hæsta vinning Launamiðans, sem er einn skafmiða Happaþrennu Happdrættis Háskóla Íslands.

Sautján kenndir við stýrið um helgina

Sautján ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Fjórir voru stöðvaðir á föstudag, sjö á laugardag og sex á sunnudag. Þrettán voru teknir í Reykjavík og fjórir í Hafnarfirði.

Vitni vantar að umferðarslysi á Suðurlandsvegi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu auglýsir eftir vitnum að umferðarslysi sem varð á Suðurlandsvegi við aðrein af Bíldshöfða á mánudag fyrir viku klukkan 18:05. Þar lentu saman Toyota Yaris og Nissan-bifreið sem ekið var í gangstæðar áttir.

Eldur í Skeifunni 11

Slökkviliðið var kallað að Skeifunni 11 fyrir stundu þar sem er eldur í þaki. Þar er meðal annars rekin verslunin Sólargluggatjöld og fatahreinsunin Fönn. Samkvæmt upplýsingum Vísis var um minniháttar eld að ræða.

Hefur ekki skoðun á mannabreytingum Ólafs

Hanna Birna Kristjánsdóttir formaður skipulagsráðs segist ekki hafa skoðun á mannaskiptum F-lista í ráðinu. Þær séu alfarið á ábyrgð Ólafs F. Magnússonar borgarstjóra sem taki ákvörðanir þess efnis fyrir hönd síns fólks.

Enn hræringar á eldsneytismarkaði

Eldsneytisverð hækkaði hjá flestum bensínstöðvum landsins undanfarinn sólarhring en svo virðist sem hækkanirnar ætli að ganga tilbaka. Olís reið á vaðið í gærkvöldi og hækkaði um tvær krónur og fylgdu hin olíufélögin í kjölfarið.

Kynnisferðir bjóðast til að borga fyrir varúðarskilti í Reynisfjöru

„Þegar þessi umræða fór sem hæst síðastliðinn föstudag þá hringdi ég í sveitastjórann í Vík og bauð honum að Kynnisferðir myndu kosta gerð og uppsetningu á upplýsinga- og varúðarskilti í Reynisfjöru," segir Þórarinn Þór markaðsstjóri fyrirtækisins. Tveir ferðamenn voru hætt komnir við Dyrhólaey í síðustu viku eftir að alda skall á þeim, og spannst mikil umræða í kjölfarið um þörf á skilti til að vara ferðamenn við hættu á svæðinu.

Meðlimir Saving Iceland ákærðir

Lögreglustjórinn í Árnessýslu hefur gefið út ákæru á hendur sjö manns sem handteknir voru á vinnusvæðum á Skarðsmýrarfjalli í gær. Þar höfðu sjömenningarnir, ásamt félögum sínum, uppi mótmæli með því að slá út jarðbornum Tý og hlekkja sig við hann og með því að hindra vinnu vélskóflu við ámokstur á vörubifreiðar.

Mænuskaddaðir saka yfirvöld um mannfyrirlitningu

Samtök mænuskaddaðra mótmæla harðlega þeirri mannfyrirlitningu sem þeir segja að lýsi sér í útboði Heilsugæslunnar þar sem auglýst er eftir rekstraraðila til þess að veita tímabundið 12 mikið fötluðum einstaklingum búsettum í Reykjavík, þjónustu við persónulega umhirðu.

Fórnarlamb handrukkara í Heiðmörk: Var hent úr út bíl á ferð

"Þetta voru bara bílaviðskipti sem gengu í gegn fyrir hálfu ári og ég hélt að væru búin," segir fórnarlamb Heiðmerkurhandrukkaranna svokölluðu sem sóttu hann á heimili sitt upp úr miðnætti á laugardagskvöld og lömdu hann síðan sundur og saman með þeim afleiðingum að hann þarfnaðist aðhlynningar á sjúkrahúsi.

Spá gjaldþroti þúsunda fyrirtækja

Fjárhagsupplýsingastofan Creditinfo spáir því að yfir þúsund fyrirtæki muni lenda í erfiðleikum eða gjaldþroti á næstu tólf mánuðum. Innan við fimm hundruð fyrirtæki urðu gjaldþrota í fyrra.

Árni Johnsen krefst 5 milljóna króna miskabóta af Agnesi Bragadóttur

Árni Johnsen mun krefjast fimm milljóna króna í miskabætur frá Agnesi Bragadóttur vegna ummæla sem höfð voru um hann í útvarpsþættinum „Í bítið á Bylgjunni" þann 9 júlí síðastliðinn. Árni mun jafnframt krefjast þess að ummælin verði dæmd dauð og ómerk.

Ólöf Guðný rekin úr skipulagsráði

Ólöf Guðný Valdimarsdóttir mun að öllum líkindum víkja úr skipulagsráði Reykjavíkurborgar. Hún sagði við Vísi í morgun að Ólafur F. Magnússon borgarstjóri hafi haft samband við hana í gær og hann hafi tilkynnt henni að hann myndi tilnefna nýjan fulltrúa hennar á næsta fundi borgarráðs. Borgarráð muni svo kjósa um málið.

Dregur úr umferð í Hvalfjarðargöngum

Þrátt fyrir umferðarmet ársins hafi verið slegið í Hvalfjarðargöngum um síðustu helgi þegar tíu þúsund og fimm hundruð bílar fóru um göngin á föstudag, virðist hafa dregið úr umferðinni frá síðasta ári.

Karadzic áfrýjaði ekki framsalinu

Radovan Karadzic fyrrum forseti Serbíu skilaði ekki inn áfrýjun á framsali sínu til stríðsglæpadómstólsins í Haag áður en fresturinn til að gera slíkt rann út síðdegis í gær.

Bush samþykkir dauðadóm yfir hermanni

Bush bandaríkjaforseti hefur samþykkt dauðadóm yfir hermanni sem dæmdur var fyrir morð og nauðgun. Er þetta í fyrsta sinn í rúma hálfa öld að Bandaríkjaforseti samþykkir dauðadóm yfir hermanni.

Saving Iceland fólkið enn í haldi lögreglu

Yfirheyrslur yfir sjö félögum úr Saving Iceland, sem trufluðu jarðborun á Skarðsmýrarfjalli á Hellisheiði í gær, stóðu fram undir miðnætti og er fólkið enn í vörslu lögreglunnar.

Mannfall vegna flóða í Úkraínu

Undanfarið hefur rignt gríðarlega mikið í austanverðri Evrópu og er talið að minnsta kosti 22 hafi farist í Úkraínu vegna flóða.

Obama sækir í sig veðrið

Barack Obama forsetaframbjóðandi demókrata sækir í sig veðrið í skoðanakönnunum í Bandaríkjunum. Hann hefur níu prósenta forskot yfir keppinaut sinn John McCain frambjóðanda Repbublikana.

Mikil loftmengun í Peking

Gríðarleg loftmengun er í Peking sem sérfræðingar segja að geti haft áhrif á árangur keppenda á Olympíuleikunum sem hefjast 8. ágúst.

Þingmaður vill að Brown víki

Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands og leiðtogi Verkamannaflokksins, hefur mistekist og hann á að segja af sér, að mati Gordon Prantice þingmanns Verkamannaflokksins. Prentice er annar þingmaður flokksins sem opinberlega hefur farið fram á afsögn Browns.

Tollar á erlendum landbúnaðarvörum lækka hugsanlega

Innflutningur á erlendum landbúnaðarvörum eykst og tollar lækka ef skrifað verður undir samninga í Doha viðræðunum í Genf í Sviss. Þetta ætti að skila sér í lægra verði á kjöt- og mjólkurvörum hér á landi.

Lögreglan handtók sjö meðlimi Saving Iceland

Lögreglan handtók sjö félaga í Saving Iceland sem stóðu fyrir mótmælum á Hengilssvæðinu í morgun. Samtökin stöðvuðu vinnu við eina af helstu jarðhitaborholum á svæðinu. Hinir handteknu eru frá Bretlandi, Bandaríkjunum, Belgíu, Danmörku, Hollandi og Svíþjóð.

Munu líklega áfrýja Kastljósdómi

Dögg Pálsdóttir lögfræðingur Birnis Orra Péturssonar og Luciu Celeste Molina Sierra segir að allar líkur séu á því að dómi Héraðsdóms Reykjavíkur verði áfrýjað.

Sjá næstu 50 fréttir