Innlent

Enn hræringar á eldsneytismarkaði

SHA skrifar

Eldsneytisverð hækkaði hjá flestum bensínstöðvum landsins undanfarinn sólarhring en svo virðist sem hækkanirnar ætli að ganga tilbaka. Olís reið á vaðið í gærkvöldi og hækkaði um tvær krónur og fylgdu hin olíufélögin í kjölfarið.

Samkvæmt upplýsingum frá olíufélögunum er það gengisþróun sem leiðir til hækkuninnar en krónan hefur veikst gagnvart dollara sjö daga í röð.

Krónan hefur hins vegar styrkst nokkuð eftir því sem liðið hefur á daginn og hefur Skeljungur dregið hækkunina tilbaka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×