Innlent

Hefur ekki skoðun á mannabreytingum Ólafs

Hanna Birna Kristjánsdóttir
Hanna Birna Kristjánsdóttir

Hanna Birna Kristjánsdóttir formaður skipulagsráðs segist ekki hafa skoðun á mannaskiptum F-lista í ráðinu. Þær séu alfarið á ábyrgð Ólafs F. Magnússonar borgarstjóra sem taki ákvörðanir þess efnis fyrir hönd síns fólks.

Ólafur hyggst skipta Ólöfu Guðnýju Valdimarsdóttur, fyrrverandi aðstoðarmanns Ólafs, út á næsta borgarráðsfundi og kjósa Magnús Skúlason arkitekt í hennar stað.

Einn fundur verður haldinn í skipulagsráði áður en til þess kemur og er Ólöfu frjálst að sækja hann. Geri hún það ekki mun varamaður hennar, Ásta Þorleifsdóttir sækja fundinn í hennar stað.

Fulltrúar í skipulagsráði fengu boð um að mæta á fund á morgun en það fundarboð var sent út fyrir mistök. Næsti fundur í ráðinu verður haldinn þann 6. ágúst en næsti fundur í borgarráði er 7. ágúst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×