Innlent

Vitni vantar að umferðarslysi á Suðurlandsvegi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu auglýsir eftir vitnum að umferðarslysi sem varð á Suðurlandsvegi við aðrein af Bíldshöfða á mánudag fyrir viku klukkan 18:05. Þar lentu saman Toyota Yaris og Nissan-bifreið sem ekið var í gangstæðar áttir.

 

Niður aðreinina af Bílshöfða var hins vegar ekið annarri Toyota Yaris-bifreið og ók ökumaður hennar í veg fyrir hina Toyotuna sem ekið var í átt að Rauðavatni. Skorað er á ökumann þeirrar bifreiðar að gefa sig fram við lögreglu eða ef einhverjir hafa vitnesku um þá bifreið að hafa samband í síma 444-1100, við rannsóknardeild umferðardeildar.

 

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×