Innlent

Skipstjóri Hólmatinds: Framtíð skipsins óljós

SHA skrifar
Hólmatindur í sjónum við bryggjuna í Walvis Bay.
Hólmatindur í sjónum við bryggjuna í Walvis Bay.

Eins og var greint frá í hádegisfréttum Stöðvar 2 og Bylgjunnar og hér á Vísi í dag sökk hinn fornfrægi íslenski togari Hólmatindur við bryggju í Namibíu. Hólmatindur var á leið í slipp í Walvis Bay þegar hann sökk. Engan sakaði í óhappinu en skipverjar misstu talsvert af eignum sínum.

„Það er ósköp lítið vitað hvað gerðist. Tryggingarfélagið mun síðan meta það hvort farið verður í viðgerð eða togarinn afskrifaður," sagði Brynjólfur Jón Garðarsson, skipstjóri Hólmatinds, er Vísir hringdi til hans í Namibíu í dag.

Skipið er í eigu namibískrar útgerðar og hefur verið í landinu frá árinu 2001. Brynjólfur segir að skipið hafi fiskað vel í Namibíu en eins og áður segir er enn óljóst hvað verður um skipið.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×