Innlent

Alvarlega brotið á aðstandendum fatlaðra

Magnús Már Guðmundsson skrifar
Sveinn Magnússon, framkvæmdastjóri Geðhjálpar.
Sveinn Magnússon, framkvæmdastjóri Geðhjálpar.

Sveinn Magnússon, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, segir alvarlega brotið á aðstandendum fatlaðra. Hann segir nýlegan úrskurð Evrópudómsstólsins gefa samtökunum aukinn kraft.

Evrópudómstóllinn hefur kveðið upp þann úrskurð að samkvæmt vinnulöggjöf ESB er vinnuveitindum bannað að mismuna foreldrum fatlaðra.

,,Aðferðafræði stjórnvalda er að humma fram af sér lögbrot og þegar við höfum svona prófmál er erfiðara að hunsa slík mál," segir Sveinn.

Af þeim málum sem koma inn á borð Geðhjálpar snúa ekki færri að aðstandendum heldur en skjólstæðingum. ,,Það er mjög alvarlega brotið á aðstandendum í víðu samhengi. Þegar það tengist á einhvern hátt geðinu er það oftar en ekki tekið jafn alvarlega eins og önnur veikindi," segir Sveinn.






Tengdar fréttir

Bannað að mismuna aðstandendum fatlaðra

Evrópudómstóllinn hefur kveðið upp þann úrskurð að samkvæmt vinnulöggjöf Evrópusambandsins er vinnuveitindum bannað að mismuna foreldrum fatlaðra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×