Fleiri fréttir

Skynsamleg ákvörðun að selja ekki orku til álvera

Geir H. Haarde sagði ákvörðun Landsvirkjunar að fara ekki í viðræður um orkusölu til fyrirhugaðra álvera á suðvesturhorninu skynsamlega en að hún myndi ekki hafa áhrif á uppbyggingu á Bakka við Húsavík eða uppbyggingu sem önnur orkufyrirtæki hygðust ráðast í. Þetta kom fram í máli hans í umræðu um störf þingsins við upphaf fundar á Alþingi í dag.

Lá við stórslysi um borð í Norrænu

Litlu mátti muna að stórslys yrði þegar ferjan Norröna varð vélarvana í gær í miklu óveðri á hafsvæðinu á milli Noregs og Hjaltlands.

Miður sín eftir að gölluð rannsókn leiddi til sýknu lögreglumanna

Sýkna í skaðabótamáli konu sem hlaut 85% örorku á árshátíð embættis sýslumannsins á Selfossi í apríl 2003 má rekja til lögreglurannsóknar sem braut í bága við reglur um meðferð opinberra mála og stjórnsýslulög. Verjandi konunnar segir hana miður sín.

Bolað út vegna brúðkaups aldarinnar

Listamenn sem fyrirhuguðu opnun sýningar á verkum sínum í Grafíksafninu næsta laugardag eru afar ósáttir við að þurfa að fresta sýningunni um viku vegna brúðkaups Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Ingibjargar Pálmadóttur. Opnun sýningarinnar var fyrirhuguð 17. nóvember í Grafíksafninu sem er í húsi Listasafns Reykjavíkur

Lögregla hefur fengið ábendingar vegna heimsíðu rasista

Lögreglu hefur borist töluvert af ábendingum er varða heimasíðuna skapari.com eftir að Vísir fjallaði um hana í síðustu viku. Á síðunni er að finna áróður fyrir kynþáttahyggju og nafngreindum einstaklingum hótað ofbeldi.

Drógu sér fé sem átti að fara í meðlagsskuldir

Tveir menn hafa í Héraðsdómi Reykjavíkur verið dæmdir í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi fyrir fjárdrátt með því að hafa á árunum 2005 og 2006 dregið félagi sem þeir voru í forsvari fyrir hátt í 800 þúsund krónur af launum tveggja starfsmanna.

Ögmundur Jónasson: Óvíst að RÚV samningur standist lög

„Það er óvíst að samningur Björgólfs Guðmundssonar við RÚV standist lög um tekjustofna Ríkisútvarpsins ohf.," segir Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri - grænna. Eins og greint hefur verið frá mun Björgólfur styrkja RÚV um allt að 150 milljónir á næstu þremur árum.

Haldið og pyntuð í níu daga

Nítján ára gamalli danskri stúlku var haldið fanginni í skúr við suðurhöfnina í Kaupmannahöfn í níu daga, þar sem hún var brennd, barin og misþyrmt á margvíslegan hátt.

Skógarbjörn stal bíl í New Jersey

Lögreglan í New Jersey í Bandaríkjunum segist fullviss um að svartur skógarbjörn hafi stolið smárútu og farið í bíltúr. Dave Dehard lögreglumaður fann rútuna utanvegar við Vernon samkvæmt heimildum Court TV. Farþegarúðan hafði verið brotin og dyrnar skemmdar.

Kengúra á flótta frá lögreglu

Lögreglumenn og dýraverndaryfirvöld í Melbourne í Ástralíu höfðu nóg fyrir stafni í morgun þegar handsama þurfti kengúru á flótta.

Ekki talið að eldurinn í London tengist hryðjuverkum

Skotland Yard segir að ekkert bendi til þess að eldurinn í Austur-London tengist hryðjuverkum. Talsmaður lögreglu í Bretlandi sagði að iðnaðarsvæði í Stratford stæði í ljósum logum. Yfirvöld segja að eldurinn logi í strætisvagnageymslu við Waterden Road á svæði á fyrirhuguðum vettvangi Ólympíuþorpsins árið 2012.

Segir Þyrluþjónustuna ekki uppfylla öryggisreglur

Þyrluþjónustan uppfyllir ekki öryggisreglur Reykjavíkurflugvallar segir upplýsingafulltrúi Flugmálastjórnar Íslands. Þrátt fyrir það sé Þyrluþjónustunni ekki bannað að nota völlinn heldur verði hún að lenda þyrlum sínum á viðurkenndum lendingarsvæðum.

Mikill eldur í Austur-London

Mikinn reyk leggur nú frá svæði í grennd við Commercial Road í austurhluta London eftir því sem fréttastofa Sky greinir frá. Vitni greina frá því að sprengingar hafi heyrst, en ekkert er enn staðfest um hvað olli henni.

Þjóðskrá hyggst svara Guðmundi Bjarnasyni

„Guðmundi Bjarnasyni verður svarað fyrir vikulok," segir Skúli Guðmundsson, forstjóri Þjóðskrár. Guðmundur, sem er öryrki, segir að Þjóðskrá hafi einhliða tekið ákvörðun um að skrá lögheimili hans í Kína.

Loka einni deild daglega vegna manneklu

Daglega þarf að loka einni deild á leikskólanum Fífusölum í Kópavogi vegna manneklu. Leikskólastjórinn segir að ef ekkert verði að gert eigi ástandið eftir að versna því uppsagnir taki gildi á næstu mánuðum.

Skotinn til bana með loftriffli

Sautján ára piltur lést í Bretlandi í gær eftir að hafa fengið í sig skot úr loftriffli. Tveir piltar, sextán og átján ára hafa verið handteknir og loftriffillinn gerður upptækur.

Sprengjum varpað á barnaþorp

Sprengjum var varpað á SOS-barnaþorp í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu á laugardag. 15 Íslendingar eru stuðningsaðilar barna í þorpinu. Eitt barn og SOS-móðir slösuðust lítillega í árásinni en öryggisvörður í þorpinu er alvarlega særður og er hann nú á sjúkrahúsi Rauða krossins.

Ráðherra fyrirskipar hlé á fótbolta á Ítalíu

Íþróttamálaráðherra Ítalíu hefur fyrirskipað hlé á fótboltaleikjum vegna óeirðanna um helgina, þar sem meðal annars áhangandi ítalska liðsins Lazio fékk fyrir byssukúlu lögreglumanns.

Mál Dala-Rafns á hendur olíufélögunum aftur í héraðsdómi

Fyrirtaka verður í dag í máli útgerðarfélagsins Dala-Rafns í Vestmannaeyjum á hendur stóru olíufélögunum þremur vegna tjóns sem útgerðarfélagið telur sig hafa orðið fyrir vegna samráðs félaganna á tíunda áratug síðustu aldar.

Undirrituðu samstarfssamning um menntun kennara

Kennaraháskóli Íslands og 76 grunn- og leikskólar hafa undirritað samstarfssaming um menntun kennara. Fulltrúar samstarfsskólanna skrifuðu undir samninginn þann 8. nóvember síðastliðinn og tóku við skjali til staðfestingar á samstarfinu.

Fagna samstarfi Björgólfs og RÚV

Félag leikskálda og handritshöfunda fagnar eindregið nýgerðum samningi Ríkisútvarpsins og Björgólfs Guðmundasonar um að tvöfalda framlaga til kaupa á leiknu íslensku sjónvarpsefni. Þetta kemur fram í ályktun frá félaginu.

Tveir óku út af á Suðurnesjum

Ökumenn tveggja bíla sluppu með minni háttar meiðsl þegar bílar þeirra höfnuðu utan vegar á tveimur stöðum á Suðurnesjum í nótt.

Lögmæti kosninga í Pakistan kannað

Búist er við því að hæstiréttur Pakistans felli um það dóm fyrir næstu helgi hvort löglega hafi verið staðið að forsetakosningunum í landinu í síðasta mánuði. Vafi leikur á því hvort Perviz Musharraf hafi mátt bjóða sig fram á meðan hann var einnig yfirmaður hersins.

Eldur í bíl við Laugarvatn

Ökumaður náði í gærkvöldi að nema staðar og koma sér út úr bíl sínum ómeiddur, eftir að eldur gaus upp við vélina og eldtungur stóðu undan vélarhlífinni.

Krókódílar á ferðinni í Víetnam

Mörg hundruð krókódílar ganga nú lausir í Víetnam í kjölfar flóða í landinu. Krókódílarnir voru innilokaðir í búrum á ræktunarbúgarði þegar flæddi yfir búrin með þeim afleiðingum að leiðin til frelsis var greið.

Khmeraleiðtogi dreginn fyrir rétt

Fyrrverandi utanríkisráðherra Kambódíu og einn helsti leiðtogi Rauðu Khmerana var handtekinn á heimili sínu í morgun. Lögregla handtók Leng Sary í dögun en talið er að hann verði látinn svara til saka fyrir hörmungarnar sem Khmerarnir leiddu yfir íbúa Kambódíu á áttunda áratugnum.

Leiguverð á þorskkvóta aldrei verið hærra

Verð á varanlegum þorskkvóta er komið upp í fjögur þúsund krónur kílóið og hefur aldrei verið nándar nærri svo hátt. Það hefur tvöfaldast á skömmum tíma og sjá hagsmunaaðillar í sjávarútvegi ekki fram á að það muni lækka á næstunni.

Þjófum sleppt úr haldi

Þrír karlar og ein kona voru látin laus í gærkvöldi að loknum yfirheyrslum vegna innbrots. Fólkið lét greipar sópa um geymslur í fjölbýlishúsi í austur borginni á föstudagog stal þar ýmsum persónulegum munum.

Bretar deila um hryðjuverkavarðhald

Bretar geta haldið mönnum í gæsluvarðhaldi í 28 átta daga án ákæru séu þeir grunaðir um aðild að hryðjuverkum. Nú stendur til að lengja þessa heimild enn frekar en í skýrslu sem mannréttindasamtök hafa látið gera kemur í ljós að ekkert lýðræðisríki getur haldið mönnum lengur í varðhaldi en Bretland.

Búist við fólkinu til byggða um hádegi

Björgunarsveitarmenn úr Árnessýslu eru nú að aðstoða ellefu manna hóp á fjórum eða fimm jeppum, sem lentu í vandræðum í Kerlingafjöllum í gærkvöldi. Fólkið hafði komist þar í skála og lét vita þaðan að bílarnir væru fastir eða bilaðir, en síðan rofnaði sambandið. Var því ákveðið upp úr miðnætti að senda tvær björgunarsveit á vettvang til að aðstoða fólkið án þess þó að hætta væri talin á ferðum.

Fær lögheimili ekki flutt aftur til Íslands

Úrskurðarnefnd almannatrygginga úrskurðaði í síðustu viku að Guðmundur Bjarnason þyrfti ekki að endurgreiða Tryggingastofnun rúmar þrjár milljónir króna sem hann hafði fengið í bætur. Tryggingastofnun hafði krafist þess að hann endurgreiddi bætur þrjú ár aftur í tímann, eða frá því að Þjóðskrá færði lögheimili hans til Kína.

Sprenging í fíkniefnaakstri á Selfossi

Ný lög er varða akstur undir áhrifum fíkniefna tóku gildi 1. júní 2006. Þar segir að hver sá sem neytt hafi fíkniefna, eða annarra ávanabindandi efna, sé ófær um að aka bifreið.

Óánægja með teikninguna

„Byggingafulltrúi fer rangt með þegar hann segir að valið fólk hafi legið yfir málinu. Rýnihópurinn lýsti alltaf mikilli óánægju með teikningarnar og þær voru samþykktar á fundi sem ætti ekki að teljast lögformlegur,“ segir Þórður Magnússon, varaformaður Torfusamtakanna.

Körfubolti án landamæra í Breiðholti

„Við höfum verið að gera átak í að ná til krakka af erlendum uppruna, enda hafa margir þeirra sýnt sig vera frábærir í körfubolta,“ segir Þorgeir Einarsson, varaformaður körfuknattleiksdeildar ÍR.

Jafnrétti er auðlind

Jafnrétti „Fullveldi og sjálfstæði kvenna hefur reynst torsóttara en fullveldi og sjálfstæði þjóðarinnar,“ sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra við lok Kynjafræðiþings Rannsóknarstofu í kvenna- og kynjafræðum síðustu helgi.

Komu í veg fyrir tvö sprengjutilræði

Lögreglan á Spáni kom í dag í veg fyrir tvö sprengjutilræði aðskilnaðarsamtaka baska, ETA, í bænum Getxo skammt frá borginni Bilbao í norðurhluta Spánar. Sprengjunum var komið fyrir við dómshús í bænum.

Sjá næstu 50 fréttir