Innlent

Óánægja með teikninguna

Eva María lagði á það ríka áherslu að byggingin skyggði ekki á sól. Hún segir gafl hússins, sem blasa mun við vegfarendum upp Bankastræti, vera mjög umdeildan.
Eva María lagði á það ríka áherslu að byggingin skyggði ekki á sól. Hún segir gafl hússins, sem blasa mun við vegfarendum upp Bankastræti, vera mjög umdeildan.
„Byggingafulltrúi fer rangt með þegar hann segir að valið fólk hafi legið yfir málinu. Rýnihópurinn lýsti alltaf mikilli óánægju með teikningarnar og þær voru samþykktar á fundi sem ætti ekki að teljast lögformlegur,“ segir Þórður Magnússon, varaformaður Torfusamtakanna.

Magnúsar Sædal Svavarsson, byggingafulltrúi Reykjavíkurborgar, sagði í Fréttablaðinu fyrir skömmu að valið fólk hefði samþykkt teikninguna fyrir Laugaveg 4 til 6. Eva María Jónsdóttir dagskrárgerðarkona á sæti í rýnihópnum. Hún segist ekki hafa verið boðuð á fundinn þegar teikningarnar voru samþykktar.

„Ásgeir Bolli Kristinsson, fulltrúi kaupmanna, var erlendis og Pétur H. Ármannsson sat hjá. Þá sátu eftir embættismenn borgarinnar, sem eftir því sem ég best veit eru arkitektar, og einn arkitekt frá Listaháskólanum. Breiddin sem hópurinn á að endurspegla var því horfin.“Eva María segir málið hafa þvælst lengi um í kerfinu og mönnum hafi því legið á að ljúka því.

„Ég er sannfærð um að enginn sem kom að máli er ánægður með þessa teikningu, en borgin þorir ekki að draga til baka til þau byggingarleyfi sem þegar hafa verið gefin út af ótta við að eigendurnir fari í mál og krefjist skaðabóta.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×