Miður sín eftir að gölluð rannsókn leiddi til sýknu lögreglumanna Andri Ólafsson skrifar 12. nóvember 2007 15:30 Selfoss. Konan var á árshátíð sýslumannsembættisins á Selfossin þegar hún hlaut 85% varanlega örorku. Sýkna í skaðabótamáli konu sem hlaut 85% örorku á árshátíð embættis sýslumannsins á Selfossi í apríl 2003 má rekja til lögreglurannsóknar sem braut í bága við reglur um meðferð opinberra mála og stjórnsýslulög. Verjandi konunnar segir hana miður sín. Forsagan Dómur féll í málinu á fimmtudaginn í síðustu viku. Tveir lögreglumenn voru þá sýknaðir af 17 milljóna króna skaðabótakröfu konunnar en hún er nánast óvinnufær eftir slysið. Ótrúlegur seinagangur hefur verið á málinu en lögregla tók ekki skýrslu af konunni sem slasaðist fyrr en í september á þessu ári, fjórum árum eftir að hún hlaut varanlega örorku. Þá hafði Ríkissaksóknari sagt að rannsókn málsins bryti í bága stjornsýslulög og reglur um meðferð opinberra mála. Í málinu voru tveir lögreglumenn sýknaðir í Héraðsdómi Suðurlands af því að hafa orðið valdir að varanlegri örorku konunnar. Lögreglumennirnir voru að eigin sögn í "bumbuslag" fyrir utan hótel þar sem Sýslumannsembættið á Selfossi hélt árshátíð sína. Að sögn konunnar rakst annar þeirra í hana með þeim afleiðingum að hún féll í jörðina með fyrrgreindum afleiðingum. Lögreglumennirnir báru að þeir hefðu ekki rekist í konuna og sögðust enga ábyrgð bera á slysinu. Verulegir vankantar Í gögnum sem Vísir hefur undir höndum sést að verulegir vankantar voru á lögreglurannsókn á þætti lögreglumannana í málinu. Það skal tekið fram að til að byrja með stóð konan í þeirri trú að engin ástæða væri að rannsaka málið þar sem lögreglumennirnir tveir komu á hennar fund skömmu eftir slysið, báðust afsökunar á framferði sínu og færðu henni blómvönd. Þá beittu þeir sér fyrir því að konan fékk 400 þúsund króna styrk úr sjóðum félags lögreglumanna. Konan taldi því að þeir mundu ekki reyna að þræta fyrir það að þeir bæru ábyrgð á slysinu með "bumbuslag" sínum. Það breyttist hins vegar þegar annar lögreglumannana fór skyndilega fram á að málið yrði rannsakað af lögreglunni Selfossi, þar sem hann sjálfur starfar. Embættið lýsti sig vanhæft og var lögreglunni á Hvolsvelli fengin rannsókn málsins. Lögreglan á Hvolsvelli hóf þá rannsókn á málinu. Konan sjálf var á engum tímapunkti þessarar rannsóknar látin vita að mál sem varðaði hana svo sterkt væri til meðferðar hjá lögreglu. Til að bæta gráu ofan á svart tók lögreglan svo aðeins skýrslur af vitnum sem lögreglumaðurinn, sem sjálfur var til rannsóknar, tilgreindi. Ekki var leitast eftir því að gefa konunni tækifæri á að tilgreina vitni sem gætu styrkt frásögn hennar, né var henni sjálfri gefið tækifæri á að gefa skýrslu um atburðina sem leiddu til varanlegrar örorku hennar. Það skal svo tekið fram að ekki var tekin skýrsla af lögreglumanninum sjálfum fyrr en hann hafði séð framburð þeirra vitna sem hann sjálfur hafði tilgreint. Niðurstöðum þessarar rannsóknar var svo haldið leyndum fyrir konunni þar til Vátryggingafélag lögreglumannsins tilkynnti henni að það myndi ekki greiða skaðabætur vegna þess tjóns sem konan hafði hlotið. Ríkissaksóknari skipti um skoðun eftir afskipti umboðsmanns Þegar konunni varð ljóst að heil lögreglurannsókn hefði farið fram um hennar mál, án hennar vitneskju, sendi hún bréf til Ríkissaksóknara og krafðist skýringa. Í svari þaðan kom fram sú skoðun Ríkissaksóknara að ekkert væri athugavert við rannsóknina og að hún væri í samræmi við lög og reglur. Konan sætti sig ekki við þetta og sendi erindi til Umboðsmanns Alþingis. Hann sendi Ríkissaksóknara sjálfur erindi og spurðist fyrir um málið. Þá kom skyndilega annað hljóð í kútinn hjá Ríkissaksóknara. Algjör breyting varð á afstöðu hans til málsins og í svarbréfi til umboðsmanns Alþings er tekið undir þau sjónarmið konunnar að rannsókn lögreglu hafi brotið í bága við reglur um meðferð opinberra mála og stjórnsýslulög. Þá fór ríkissaksóknari fram á það að málið yrði rannsakað upp á nýtt. Það var gert og í september og október á þessu ári, fjórum árum eftir að slysið varð. Þá fyrst var tekin lögregluskýrsla af konunni og þeim vitnum sem hún gat tilgreint. Þar sem langur tími var liðinn gátu þau vitni ekki gefið jafn skýra mynd af atburðum og ef það hefði verið gert skömmu eftir umræddan atburð. Því fór það svo að aðeins stóðu eftir orð konunnar gegn orðum lögreglumannana tveggja. Þeir báru af sér allar sakir og voru því sýknaðir. Dóminn í heild sinni má lesa hér Konan er miður sín Geir Gestson er verjandi konunnar. Hann segir að svo virðist sem lögreglan hafi litið á lögreglurannsóknina sem einhvers konar prívatmál eins lögreglumanns og hans tryggingafélags. "Að mínu mati verða menn að geta treyst því að lögregluyfirvöld séu hlutlaus og horfi bæði til sjónarmiða meints tjónvalds og tjónþola við rannsókn mála, sérstaklega þegar meintir tjónvaldar eru lögreglumenn," segir Geir. Hann segir umbjóðenda sinn miður sín vegna málsins og það sé alvarlega íhugað að áfrýja dómi héraðsdóms. Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Fleiri fréttir Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Sjá meira
Sýkna í skaðabótamáli konu sem hlaut 85% örorku á árshátíð embættis sýslumannsins á Selfossi í apríl 2003 má rekja til lögreglurannsóknar sem braut í bága við reglur um meðferð opinberra mála og stjórnsýslulög. Verjandi konunnar segir hana miður sín. Forsagan Dómur féll í málinu á fimmtudaginn í síðustu viku. Tveir lögreglumenn voru þá sýknaðir af 17 milljóna króna skaðabótakröfu konunnar en hún er nánast óvinnufær eftir slysið. Ótrúlegur seinagangur hefur verið á málinu en lögregla tók ekki skýrslu af konunni sem slasaðist fyrr en í september á þessu ári, fjórum árum eftir að hún hlaut varanlega örorku. Þá hafði Ríkissaksóknari sagt að rannsókn málsins bryti í bága stjornsýslulög og reglur um meðferð opinberra mála. Í málinu voru tveir lögreglumenn sýknaðir í Héraðsdómi Suðurlands af því að hafa orðið valdir að varanlegri örorku konunnar. Lögreglumennirnir voru að eigin sögn í "bumbuslag" fyrir utan hótel þar sem Sýslumannsembættið á Selfossi hélt árshátíð sína. Að sögn konunnar rakst annar þeirra í hana með þeim afleiðingum að hún féll í jörðina með fyrrgreindum afleiðingum. Lögreglumennirnir báru að þeir hefðu ekki rekist í konuna og sögðust enga ábyrgð bera á slysinu. Verulegir vankantar Í gögnum sem Vísir hefur undir höndum sést að verulegir vankantar voru á lögreglurannsókn á þætti lögreglumannana í málinu. Það skal tekið fram að til að byrja með stóð konan í þeirri trú að engin ástæða væri að rannsaka málið þar sem lögreglumennirnir tveir komu á hennar fund skömmu eftir slysið, báðust afsökunar á framferði sínu og færðu henni blómvönd. Þá beittu þeir sér fyrir því að konan fékk 400 þúsund króna styrk úr sjóðum félags lögreglumanna. Konan taldi því að þeir mundu ekki reyna að þræta fyrir það að þeir bæru ábyrgð á slysinu með "bumbuslag" sínum. Það breyttist hins vegar þegar annar lögreglumannana fór skyndilega fram á að málið yrði rannsakað af lögreglunni Selfossi, þar sem hann sjálfur starfar. Embættið lýsti sig vanhæft og var lögreglunni á Hvolsvelli fengin rannsókn málsins. Lögreglan á Hvolsvelli hóf þá rannsókn á málinu. Konan sjálf var á engum tímapunkti þessarar rannsóknar látin vita að mál sem varðaði hana svo sterkt væri til meðferðar hjá lögreglu. Til að bæta gráu ofan á svart tók lögreglan svo aðeins skýrslur af vitnum sem lögreglumaðurinn, sem sjálfur var til rannsóknar, tilgreindi. Ekki var leitast eftir því að gefa konunni tækifæri á að tilgreina vitni sem gætu styrkt frásögn hennar, né var henni sjálfri gefið tækifæri á að gefa skýrslu um atburðina sem leiddu til varanlegrar örorku hennar. Það skal svo tekið fram að ekki var tekin skýrsla af lögreglumanninum sjálfum fyrr en hann hafði séð framburð þeirra vitna sem hann sjálfur hafði tilgreint. Niðurstöðum þessarar rannsóknar var svo haldið leyndum fyrir konunni þar til Vátryggingafélag lögreglumannsins tilkynnti henni að það myndi ekki greiða skaðabætur vegna þess tjóns sem konan hafði hlotið. Ríkissaksóknari skipti um skoðun eftir afskipti umboðsmanns Þegar konunni varð ljóst að heil lögreglurannsókn hefði farið fram um hennar mál, án hennar vitneskju, sendi hún bréf til Ríkissaksóknara og krafðist skýringa. Í svari þaðan kom fram sú skoðun Ríkissaksóknara að ekkert væri athugavert við rannsóknina og að hún væri í samræmi við lög og reglur. Konan sætti sig ekki við þetta og sendi erindi til Umboðsmanns Alþingis. Hann sendi Ríkissaksóknara sjálfur erindi og spurðist fyrir um málið. Þá kom skyndilega annað hljóð í kútinn hjá Ríkissaksóknara. Algjör breyting varð á afstöðu hans til málsins og í svarbréfi til umboðsmanns Alþings er tekið undir þau sjónarmið konunnar að rannsókn lögreglu hafi brotið í bága við reglur um meðferð opinberra mála og stjórnsýslulög. Þá fór ríkissaksóknari fram á það að málið yrði rannsakað upp á nýtt. Það var gert og í september og október á þessu ári, fjórum árum eftir að slysið varð. Þá fyrst var tekin lögregluskýrsla af konunni og þeim vitnum sem hún gat tilgreint. Þar sem langur tími var liðinn gátu þau vitni ekki gefið jafn skýra mynd af atburðum og ef það hefði verið gert skömmu eftir umræddan atburð. Því fór það svo að aðeins stóðu eftir orð konunnar gegn orðum lögreglumannana tveggja. Þeir báru af sér allar sakir og voru því sýknaðir. Dóminn í heild sinni má lesa hér Konan er miður sín Geir Gestson er verjandi konunnar. Hann segir að svo virðist sem lögreglan hafi litið á lögreglurannsóknina sem einhvers konar prívatmál eins lögreglumanns og hans tryggingafélags. "Að mínu mati verða menn að geta treyst því að lögregluyfirvöld séu hlutlaus og horfi bæði til sjónarmiða meints tjónvalds og tjónþola við rannsókn mála, sérstaklega þegar meintir tjónvaldar eru lögreglumenn," segir Geir. Hann segir umbjóðenda sinn miður sín vegna málsins og það sé alvarlega íhugað að áfrýja dómi héraðsdóms.
Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Fleiri fréttir Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Sjá meira