Fær lögheimili ekki flutt aftur til Íslands Þórunn Elísabet Bogadóttir skrifar 12. nóvember 2007 06:30 Guðmundur ásamt konu sinni, Lai Thai Nguyen. Úrskurðarnefnd almannatrygginga úrskurðaði í síðustu viku að Guðmundur Bjarnason þyrfti ekki að endurgreiða Tryggingastofnun rúmar þrjár milljónir króna sem hann hafði fengið í bætur. Tryggingastofnun hafði krafist þess að hann endurgreiddi bætur þrjú ár aftur í tímann, eða frá því að Þjóðskrá færði lögheimili hans til Kína. Þegar Guðmundur var krafinn um endurgreiðsluna voru bótagreiðslur til hans einnig stöðvaðar og hefur hann því ekki fengið greiddan örorkulífeyri frá því í febrúar. Tryggingastofnun getur ekki greitt honum bæturnar vegna þess að hann er skráður með lögheimili í Kína. Þangað var lögheimili hans flutt í nóvember á síðasta ári, en Þjóðskrá taldi hann ekki hafa búið á Íslandi frá því 11. janúar 2004. Ástæða þess að lögheimili Guðmundar var breytt er sú að hann hefur ferðast mikið til Kína undanfarin ár. Hann segist þó alltaf hafa gætt þess að vera ekki fjarri heimili sínu lengur en leyfilegt sé. „Ég hef ekki aðeins verið án bóta, heldur á ég ekki rétt á félagslegri þjónustu og er ekki sjúkratryggður hér á landi,“ segir Guðmundur. Hann þarf oft að leita til læknis vegna heilsufars sína auk þess sem hann þarfnast lyfja. Bæði lyf og læknisþjónustu verður hann nú að greiða úr eigin vasa. „Við höfum óskað eftir endurupptöku málsins hjá Þjóðskránni og höfum verið að bíða eftir þeim,“ segir Lára V. Júlíusdóttir, lögmaður Guðmundar. Hún segir mál hans hafa verið fast hjá Þjóðskrá í langan tíma. „Ég hef einnig óskað eftir því að fá að skrá mig aftur inn í landið en fékk neitun við því. Ég hef sent bréf og óskað eftir skriflegum rökstuðningi en því var ekki svarað. Lögfræðingur minn og lögfræðingur Öryrkjabandalagsins hafa líka sent bréf, og nú síðast sendi umboðsmaður Alþingis fyrirspurn til Þjóðskrár, en engu hefur verið svarað,“ segir Guðmundur. „Það er viss áfangasigur að þessi skuld við Tryggingastofnun hafi verið felld niður, en ég er samt í slæmum málum peningalega séð,“ segir Guðmundur. Hann segist vera orðinn langþreyttur á biðinni eftir úrlausn, þó hann reyni að trúa því að málið taki bráðum enda. Ekki náðist í Skúla Guðmundsson, skrifstofustjóra Þjóðskrár, vegna málsins. Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Fleiri fréttir Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Sjá meira
Úrskurðarnefnd almannatrygginga úrskurðaði í síðustu viku að Guðmundur Bjarnason þyrfti ekki að endurgreiða Tryggingastofnun rúmar þrjár milljónir króna sem hann hafði fengið í bætur. Tryggingastofnun hafði krafist þess að hann endurgreiddi bætur þrjú ár aftur í tímann, eða frá því að Þjóðskrá færði lögheimili hans til Kína. Þegar Guðmundur var krafinn um endurgreiðsluna voru bótagreiðslur til hans einnig stöðvaðar og hefur hann því ekki fengið greiddan örorkulífeyri frá því í febrúar. Tryggingastofnun getur ekki greitt honum bæturnar vegna þess að hann er skráður með lögheimili í Kína. Þangað var lögheimili hans flutt í nóvember á síðasta ári, en Þjóðskrá taldi hann ekki hafa búið á Íslandi frá því 11. janúar 2004. Ástæða þess að lögheimili Guðmundar var breytt er sú að hann hefur ferðast mikið til Kína undanfarin ár. Hann segist þó alltaf hafa gætt þess að vera ekki fjarri heimili sínu lengur en leyfilegt sé. „Ég hef ekki aðeins verið án bóta, heldur á ég ekki rétt á félagslegri þjónustu og er ekki sjúkratryggður hér á landi,“ segir Guðmundur. Hann þarf oft að leita til læknis vegna heilsufars sína auk þess sem hann þarfnast lyfja. Bæði lyf og læknisþjónustu verður hann nú að greiða úr eigin vasa. „Við höfum óskað eftir endurupptöku málsins hjá Þjóðskránni og höfum verið að bíða eftir þeim,“ segir Lára V. Júlíusdóttir, lögmaður Guðmundar. Hún segir mál hans hafa verið fast hjá Þjóðskrá í langan tíma. „Ég hef einnig óskað eftir því að fá að skrá mig aftur inn í landið en fékk neitun við því. Ég hef sent bréf og óskað eftir skriflegum rökstuðningi en því var ekki svarað. Lögfræðingur minn og lögfræðingur Öryrkjabandalagsins hafa líka sent bréf, og nú síðast sendi umboðsmaður Alþingis fyrirspurn til Þjóðskrár, en engu hefur verið svarað,“ segir Guðmundur. „Það er viss áfangasigur að þessi skuld við Tryggingastofnun hafi verið felld niður, en ég er samt í slæmum málum peningalega séð,“ segir Guðmundur. Hann segist vera orðinn langþreyttur á biðinni eftir úrlausn, þó hann reyni að trúa því að málið taki bráðum enda. Ekki náðist í Skúla Guðmundsson, skrifstofustjóra Þjóðskrár, vegna málsins.
Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Fleiri fréttir Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Sjá meira