Sprenging í fíkniefnaakstri á Selfossi 12. nóvember 2007 05:00 Það sem af er árinu hafa 79 ökumenn verið handteknir í umdæmi lögreglunnar á Selfossi grunaðir um að aka undir áhrifum fíkniefna. fréttablaðið/valli Ný lög er varða akstur undir áhrifum fíkniefna tóku gildi 1. júní 2006. Þar segir að hver sá sem neytt hafi fíkniefna, eða annarra ávanabindandi efna, sé ófær um að aka bifreið. Á því tímabili hefur lögreglan á Selfossi handtekið 111 ökumenn í umdæminu grunaða um fíkniefnaakstur. 32 ökumenn voru gripnir í fyrra og það sem af er þessu ári eru þeir orðnir 79 talsins, eða næstum átta ökumenn á mánuði sé miðað við fyrstu tíu mánuði ársins. Á þessu ári hafa 54 þeirra verið ákærðir en hinir bíða ákæru. Að sögn Þorgríms Óla Sigurðssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Selfossi, hafa flestir ökumannanna neytt amfetamíns og kannabisefna og auk þess hefur lögregla handtekið ökumenn sem sest hafa undir stýri á bíl eftir að hafa neytt kókaíns eða alsælu. Hann segir lögreglu leita í bíl viðkomandi sé hann grunaður um fíkniefnaakstur en óverulegt magn fíkniefna hafi fundist hingað til. Þorgrímur segir ökumennina koma hvaðanæva að. „Þetta er bæði fólk héðan af svæðinu og í kring, en margir ökumannanna hafa verið að koma frá borginni skiljanlega,“ segir Þorgrímur. „Við tökum líka oft sama fólkið oftar en einu sinni.“ Öll fíkniefnaakstursmál sem koma inn á borð lögreglu eru tekin til ákærumeðferðar óháð magni sem finnst í blóði hins grunaða, ólíkt því sem gerist í ölvunaraksturstilfellum en þar ræður magn í blóði hvort ákært er eður ei. Viðurlög við fíkniefnaakstri eru svipting ökuréttinda og sekt, sem fer eftir magninu sem finnst í blóði ákærða, sem og sakarkostnaður. Í því felst meðal annars að vinna blóðsýni vegna fíkniefna og getur slík rannsókn kostað frá 150 þúsund krónum og upp í 180 þúsund. Til samanburðar er kostnaðurinn við áfengispróf sjö þúsund krónur. Dómar sem fallið hafa að undanförnu í Héraðsdómi Austurlands varða ökuleyfissviptingu allt frá þremur mánuðum upp í ár, og sektargreiðslum frá hundrað þúsund krónum upp í á þriðja hundrað þúsund króna. Til samanburðar má geta þess að á síðasta ári hafði lögreglan á Selfossi afskipti af 121 ökumanni vegna ölvunaraksturs, en í ár þegar tæpir tveir mánuðir eru eftir af árinu, eru þeir orðnir 127 svo að þar virðist tilfellum fjölga einnig, óverulega þó. Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Ný lög er varða akstur undir áhrifum fíkniefna tóku gildi 1. júní 2006. Þar segir að hver sá sem neytt hafi fíkniefna, eða annarra ávanabindandi efna, sé ófær um að aka bifreið. Á því tímabili hefur lögreglan á Selfossi handtekið 111 ökumenn í umdæminu grunaða um fíkniefnaakstur. 32 ökumenn voru gripnir í fyrra og það sem af er þessu ári eru þeir orðnir 79 talsins, eða næstum átta ökumenn á mánuði sé miðað við fyrstu tíu mánuði ársins. Á þessu ári hafa 54 þeirra verið ákærðir en hinir bíða ákæru. Að sögn Þorgríms Óla Sigurðssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Selfossi, hafa flestir ökumannanna neytt amfetamíns og kannabisefna og auk þess hefur lögregla handtekið ökumenn sem sest hafa undir stýri á bíl eftir að hafa neytt kókaíns eða alsælu. Hann segir lögreglu leita í bíl viðkomandi sé hann grunaður um fíkniefnaakstur en óverulegt magn fíkniefna hafi fundist hingað til. Þorgrímur segir ökumennina koma hvaðanæva að. „Þetta er bæði fólk héðan af svæðinu og í kring, en margir ökumannanna hafa verið að koma frá borginni skiljanlega,“ segir Þorgrímur. „Við tökum líka oft sama fólkið oftar en einu sinni.“ Öll fíkniefnaakstursmál sem koma inn á borð lögreglu eru tekin til ákærumeðferðar óháð magni sem finnst í blóði hins grunaða, ólíkt því sem gerist í ölvunaraksturstilfellum en þar ræður magn í blóði hvort ákært er eður ei. Viðurlög við fíkniefnaakstri eru svipting ökuréttinda og sekt, sem fer eftir magninu sem finnst í blóði ákærða, sem og sakarkostnaður. Í því felst meðal annars að vinna blóðsýni vegna fíkniefna og getur slík rannsókn kostað frá 150 þúsund krónum og upp í 180 þúsund. Til samanburðar er kostnaðurinn við áfengispróf sjö þúsund krónur. Dómar sem fallið hafa að undanförnu í Héraðsdómi Austurlands varða ökuleyfissviptingu allt frá þremur mánuðum upp í ár, og sektargreiðslum frá hundrað þúsund krónum upp í á þriðja hundrað þúsund króna. Til samanburðar má geta þess að á síðasta ári hafði lögreglan á Selfossi afskipti af 121 ökumanni vegna ölvunaraksturs, en í ár þegar tæpir tveir mánuðir eru eftir af árinu, eru þeir orðnir 127 svo að þar virðist tilfellum fjölga einnig, óverulega þó.
Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira