Innlent

Eldur í bíl við Laugarvatn

Myndin tengist fréttinni ekki.
Myndin tengist fréttinni ekki. MYND/Hari

Ökumaður náði í gærkvöldi að nema staðar og koma sér út úr bíl sínum ómeiddur, eftir að eldur gaus upp við vélina og eldtungur stóðu undan vélarhlífinni.

Hann var þá staddur austan við Laugarvatn og hringdi á slökkvilið. Þegar það kom á vettvang var bíllinn mikið brunninn, og sennilega ónýtur, en greiðlega gekk að slökkva eldinn.

Eldsupptök eru ókunn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×