Skynsamleg ákvörðun að selja ekki orku til álvera 12. nóvember 2007 15:56 Geir H. Haarde sagði ákvörðun Landsvirkjunar að fara ekki í viðræður um orkusölu til fyrirhugaðra álvera á suðvesturhorninu skynsamlega en að hún myndi ekki hafa áhrif á uppbyggingu á Bakka við Húsavík eða uppbyggingu sem önnur orkufyrirtæki hygðust ráðast í. Þetta kom fram í máli hans í umræðu um störf þingsins við upphaf fundar á Alþingi í dag. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, kvaddi sér hljóðs og sagði ráðherra í ríkisstjórninni misvísandi um það hvaða fælist í ákvörðun Landsvirkjunar að taka upp viðræður um raforkusölu til netþjónabúa og kísilhreinsifyrirtækja. Benti hann á að Geir H. Haarde hefði sagt í Ríkisútvarpinu í morgun að engin stóriðjuáform væru útilokuð og að ákvörðun Landsvirkjunar væri fyrst og fremst viðskiptalegs eðlis. Þetta væri annað en iðnaðarráðherrann og bloggarinn Össur Skarphéðinsson hefði sagt. Hann hefði lýst þessu sem svo að verið væri að hverfa frá hinni blindu stóriðju Framsóknar. Spurði Steingrímur hvort yfirlýsingar iðnaðarráðherra giltu eða hvort óbreytt stefna væri frá fyrri ríkisstjórn. Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði ákvörðun stjórnar Landsvirkjunar skipta miklu máli. Hér væri verið að marka stefnu varðandi nýtingu þeirrar orku sem ætlunin væri afla á næstu árum. Verið væri að auka verðmæti orkunnar. Fjölmörg fyrirtæki hefðu áhuga á að kaupa orkuna sem væri ný staða í 40 ára sögu Landsvirkjunar. Þetta þýddi að óbreyttu að ekki yrði reist álver í Þorlákshöfn eða á suðvesturhorninu. Sagði hann ákvörðunina skynsamlega en að hún myndi ekki hafa áhrif á áætlarnir um álversuppbyggingu á Bakka við Húsavík, sem nokkur ár væru í, og heldur ekki þá uppbyggingu sem önnur orkufyrirtæki hygðust ráðast í. Fagnaði hann ákvörðun Landsvirkjunar og sagði hana skjóta fleiri stoðum undir atvinnulífið. Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokkins, sagði álið hafa verið mikið mál fyrir nokkrum árum. Það hefði haft áhrif á viðskiptalífið því útlit væri fyrir að á þessu kjörtímabili yrðu gjaldeyristekjur af sölu þess meiri en af sölu sjávarfangs. Framsóknarflokkurinn vildi ekki reka blinda stóriðjustefnu og benti Guðni á að nú væru ný tækifæri til að selja orkuna dýrar. Landsvirkun hefði tekið viðskiptalega ákvörðun í þessu máli og spurði Guðni hvort ríkisstjórnin hefði vitað af henni. Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra kvaddi sér einnig hljóðs og sagði ákvörðun Landsvirkjunar marka ákveðin tímamót. Fimmtán aðilar hefðu keppst um að kaupa orku af Landsvirkjun og stjórn fyrirtækisins hefði tekið mjög skynsamlega ákvörðun með því að selja orkuna til annarra aðila en álverksmiðja. Þetta þýddi að það yrði uppbygging í nýjum greinum, hátæknigreinum, og fleiri stoðum yrði skotið undir atvinnulíf landsins. Steingrímur sagði að væri hér um stefnubreytingu en ekki sjónhverfingu að ræða væri það fagnaðarefni. Ríkisstjórnarflokkarnir töluðu hvor í sína áttina í málinu. Spurði hann út frá orðum forsætisráðherra í Útvarpinu í morgun hvort veruleikinn væri ekki sá að þetta breytti ekki áformum um álver á Bakka, álver í Helguvík og breytingar hjá Alcan í Straumsvík. Þetta væri ekki grundvallarbreyting hjá ríkisstjórninni. Kolbrún Halldórsdóttir, þingkona Vinstri - grænna, sagði djúpan ágreining vera í ríkisstjórninni í atvinnumálum og orkumálum. Spurði hún hvort ríkisstjórnin ætlaði að feta veg sjálfbærrar þróurnar eða svíkjast undan merkjum Norðurlandaþjóðanna sem hefðu ákveðið að stefna í þá átt. Spurði hún enn fremur hver væri munurinn á því sem Össur Skarphéðinsson hefði kallað blinda stóriðjustefnu Framsóknar og stefnu Samfylkingarinnar um fjölbreyttan orkufrekan iðnað. Sagði hún Samfylkinguna vera sama stóriðjuflokkinn og hann hefði alltaf verið. Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Geir H. Haarde sagði ákvörðun Landsvirkjunar að fara ekki í viðræður um orkusölu til fyrirhugaðra álvera á suðvesturhorninu skynsamlega en að hún myndi ekki hafa áhrif á uppbyggingu á Bakka við Húsavík eða uppbyggingu sem önnur orkufyrirtæki hygðust ráðast í. Þetta kom fram í máli hans í umræðu um störf þingsins við upphaf fundar á Alþingi í dag. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, kvaddi sér hljóðs og sagði ráðherra í ríkisstjórninni misvísandi um það hvaða fælist í ákvörðun Landsvirkjunar að taka upp viðræður um raforkusölu til netþjónabúa og kísilhreinsifyrirtækja. Benti hann á að Geir H. Haarde hefði sagt í Ríkisútvarpinu í morgun að engin stóriðjuáform væru útilokuð og að ákvörðun Landsvirkjunar væri fyrst og fremst viðskiptalegs eðlis. Þetta væri annað en iðnaðarráðherrann og bloggarinn Össur Skarphéðinsson hefði sagt. Hann hefði lýst þessu sem svo að verið væri að hverfa frá hinni blindu stóriðju Framsóknar. Spurði Steingrímur hvort yfirlýsingar iðnaðarráðherra giltu eða hvort óbreytt stefna væri frá fyrri ríkisstjórn. Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði ákvörðun stjórnar Landsvirkjunar skipta miklu máli. Hér væri verið að marka stefnu varðandi nýtingu þeirrar orku sem ætlunin væri afla á næstu árum. Verið væri að auka verðmæti orkunnar. Fjölmörg fyrirtæki hefðu áhuga á að kaupa orkuna sem væri ný staða í 40 ára sögu Landsvirkjunar. Þetta þýddi að óbreyttu að ekki yrði reist álver í Þorlákshöfn eða á suðvesturhorninu. Sagði hann ákvörðunina skynsamlega en að hún myndi ekki hafa áhrif á áætlarnir um álversuppbyggingu á Bakka við Húsavík, sem nokkur ár væru í, og heldur ekki þá uppbyggingu sem önnur orkufyrirtæki hygðust ráðast í. Fagnaði hann ákvörðun Landsvirkjunar og sagði hana skjóta fleiri stoðum undir atvinnulífið. Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokkins, sagði álið hafa verið mikið mál fyrir nokkrum árum. Það hefði haft áhrif á viðskiptalífið því útlit væri fyrir að á þessu kjörtímabili yrðu gjaldeyristekjur af sölu þess meiri en af sölu sjávarfangs. Framsóknarflokkurinn vildi ekki reka blinda stóriðjustefnu og benti Guðni á að nú væru ný tækifæri til að selja orkuna dýrar. Landsvirkun hefði tekið viðskiptalega ákvörðun í þessu máli og spurði Guðni hvort ríkisstjórnin hefði vitað af henni. Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra kvaddi sér einnig hljóðs og sagði ákvörðun Landsvirkjunar marka ákveðin tímamót. Fimmtán aðilar hefðu keppst um að kaupa orku af Landsvirkjun og stjórn fyrirtækisins hefði tekið mjög skynsamlega ákvörðun með því að selja orkuna til annarra aðila en álverksmiðja. Þetta þýddi að það yrði uppbygging í nýjum greinum, hátæknigreinum, og fleiri stoðum yrði skotið undir atvinnulíf landsins. Steingrímur sagði að væri hér um stefnubreytingu en ekki sjónhverfingu að ræða væri það fagnaðarefni. Ríkisstjórnarflokkarnir töluðu hvor í sína áttina í málinu. Spurði hann út frá orðum forsætisráðherra í Útvarpinu í morgun hvort veruleikinn væri ekki sá að þetta breytti ekki áformum um álver á Bakka, álver í Helguvík og breytingar hjá Alcan í Straumsvík. Þetta væri ekki grundvallarbreyting hjá ríkisstjórninni. Kolbrún Halldórsdóttir, þingkona Vinstri - grænna, sagði djúpan ágreining vera í ríkisstjórninni í atvinnumálum og orkumálum. Spurði hún hvort ríkisstjórnin ætlaði að feta veg sjálfbærrar þróurnar eða svíkjast undan merkjum Norðurlandaþjóðanna sem hefðu ákveðið að stefna í þá átt. Spurði hún enn fremur hver væri munurinn á því sem Össur Skarphéðinsson hefði kallað blinda stóriðjustefnu Framsóknar og stefnu Samfylkingarinnar um fjölbreyttan orkufrekan iðnað. Sagði hún Samfylkinguna vera sama stóriðjuflokkinn og hann hefði alltaf verið.
Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira