Fleiri fréttir

Hugarafl eykur sjálfstraust

Hugarafl hefur aukið sjálfstraustið og hjálpað okkur að komast aftur út samfélagið, segir maður sem átt hefur við þunglyndi að stríða í tæpa tvo áratugi og ekki verið á vinnumarkaði í fimm ár.

Óttast fjölgun hælisleitenda í Danmörku

Danski Rauði krossinn vonar að þingkosningarnar í Danmörku leiði til nýs þingmeirihluta sem vilji bæta aðstæður hælisleitenda sem synjað hefur verið um dvalarleyfi í Danmörku. Forsætisráðherrann óttast að rýmri reglur fjölgi hælisleitendum í landinu.

Vildi láta ræna dönskum ríkisborgurum

Lögreglan í Danmörku handtók í dag þrítugan karlmann fyrir að hvetja múslima til að ræna dönskum ríkisborgurum til útlanda. Átti að nota dönsku gíslana til að þrýsta á dönsk stjórnvöld til að láta lausa tvo múslima sem handteknir voru í tengslum við hryðjuverkastarfsemi.

Telja sig hafa fundið mikilvægar vísbendingar í máli Madeleine McCann

Lögreglan í Portúgal telur sig hafa undir höndum mikilvægar vísbendingar sem gætu varpað ljósi á hvarf Madeleine McCann. Um er að ræða hár sem fannst í bakpoka sem skilinn var eftir skammt frá flugvellinum Í Faro. Í bakpokanum fundust einnig hlutir sem gætu tengst Madeleine.

Öryggismál á ítölskum knattspyrnuvöllum í ólestri

Öryggismál á knattspyrnuvöllum á Ítalíu eru víða í ólestri að sögn Geirs Þorsteinssonar, formanns Knattspyrnusambands Íslands. Geir segir óljóst hvaða afleiðingar skotárásin í dag kemur til með að hafa.

Lætur endurskoða skotvopnalög í Finnlandi

Skotvopnalög í Finnlandi verða endurskoðuð meðal annars til að koma í veg fyrir of mikla útbreiðslu skotvopna. Þetta kom fram í máli Matti Vanhanen, forsætisráðherra Finnlands, á blaðamannafundi í Helsinki í dag. Hann segist vera undrandi á því hversu auðvelt það sé að fá skotvopnaleyfi.

Segir Bandaríkjamenn vilja hindra aftöku fylgismanna Saddams

Nuri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, sakaði Bandaríkjaher í dag um að reyna að hindra að fyrrum meðlimir í ríkisstjórn Saddam Hussein verði teknir af lífi. Mennirnir voru allir dæmdir til dauða í september og áttu aftökurnar að fara fram í síðasta mánuði.

Framsókn: Vilja standa vörð um Íbúðalánasjóð

Standa verður vörð um Íbúðalánasjóð og tryggja almenningi eðlilegt aðgengi að fjármagni til kaupa á eigin húsnæði á kjörum sem hægt er að lifa við. Þetta kemur fram ályktun miðstjórnar Framsóknarflokksins. Ályktunin var samþykkt á miðstjórnarfundi flokksins á Akureyri í gær.

Segir ákvörðun Landsvirkjunar ekki hafa áhrif á álver í Helguvík

Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ segir ákvörðun Landsvirkjunar að selja ekki orku til álvera á suðvesturhorni landsins ekki hafa áhrif á byggingu álvers í Helguvík. Samningar við Orkuveituna og Hitaveitu Suðurnesja ættu að tryggja næga orku.

Jólabasar Hringsins í dag

Hægt verður að festa kaup á hannyrðum og jólakökum á jólabasar Hringsins sem haldinn verður á Grand Hótel í dag. Þar gefst fólki einnig tækifæri til að kaupa jólakort til að styðja starf Hringsins.

Fæðingu fagnað

Starfsmenn í dýragarðinum í San Diego í Kaliforníu í Bandaríkjunum hafa haft ástæðu til að gleðjast undanfarið. Fyrir tveimur vikum fæddist þar karlkyns bonobo api en sú tegund apa er í bráðri útrýmingarhættu.

YouTube myndband vekur óhug í Finnlandi

Lögreglan í Finnlandi hefur í haldi sextán ára dreng sem setti myndband sem hann kallaði Maaninka fjöldamorð inn á vefsíðu YouTube. Drengurinn býr í bænum Maaninka í austurhluta Finnlands.

Ölvunarakstur á Suðurnesjum

Lögreglan á Suðurnesjum kærði einn mann í nótt fyrir meinta ölvun við akstur samkvæmt frétt lögreglunnar.

Víða hálka á vegum

Á Suðurlandi eru víða hálkublettir í uppsveitum. Á Vesturlandi er hálka á Holtavörðuheiði, en hálkublettir á ýmsum vegum. Á Vestfjörðum eru hálka og hálkublettir. Á Norðurlandi vestra er hálka á Öxnadalsheiði, annars víða hálka og hálkublettir.

Vatnsleki í Fellahverfi í Breiðholti

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út að fjölbýlishúsi í Fellahverfi í Breiðholti um klukkan hálf fjögur í nótt. Þar hafði húsráðandi óskað eftir aðstoð vegna vatnsleka.

Ölvaður ökumaður í árekstri

Árekstur varð á gatnamótum Ránargötu og Ægisgötu um klukkan eitt í nótt. Engan sakaði en ökumaður annars bílsins, karlmaður á þrítugsaldri, reyndist ölvaður. Bílarnir skemmdust talsvert að sögn lögreglu. Maðurinn gisti fangaklefa lögreglunnar.

Mótmæla misskiptingu í samfélaginu

Ríkisstjórnin þarf að útrýma fátækt á Íslandi og tryggja jafnræði í samfélaginu. Þetta kemur fram í ályktun opins fundar Vinstrihreyfingarinnar græns framboð sem haldinn var í Vestmannaeyjum á fimmtudaginn.

Þúsundir mótmæla í Venezúela

Þúsundir manna komu saman í miðborg Caracas, höfuðborg Venezúela, í dag til að mótmæla stjórnarskrárbreytingum Húgó Chavez, forseta landsins.

Verkfall á Broadway

Nánast öllum sýningum á Broadway í New York var aflýst í dag eftir að þúsundir starfsmanna leikhúsa hófu boðað verkfall. Óttast er að verkfallið kunni að standa í margar vikur.

Útafakstur og bílvelta í Öxnadal

Bílvelta varð í Öxnadal við Miðland um klukkan hálf fjögur í dag. Stúlkan, sem keyrði bílinn, var flutt á slysadeild en meiðsl hennar eru ekki talin alvarleg. Bíllinn var fluttur í burtu með kranabíl.

Líkir loftlagsbreytingum við neyðarástand

Ban Ki-moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, hvatti þjóðir heims í dag til að taka höndum saman í baráttunni gegn loftlagsbreytingum. Lýsti hann ástandinu sem mjög alvarlegu.

Styrkurinn liggur meðal annars í kvenorkunni

Utanríkisráðherra segir nýtingu kvenorkunnar einn af þremur styrkleikum íslendinga á alþjóðavettvangi. Hann vill að jafnréttismál skipi stærri sess í utanríkismálum þjóðarinnar.

Eitt stærsta netþjónabú heims í Keflavík

Eitt af tuttugu stærstu gagnaverum heims verður starfrækt á Keflavíkurflugvelli ef samningar um orku takast. Forsenda þess að slíkt ver geti starfað hér á landi er að nýr sæstrengur verði lagður frá landinu.

Sakaður um að hafa lekið upplýsingum til andstæðingsins

Einn lykilmanna danska jafnaðarmannaflokksins er sakaður um að hafa lekið upplýsingum til höfuðandstæðingsins, stjórnarflokksins Venstre, fyrir þingkosningarnar í Danmörku árið 2005. Sighvatur Jónsson fylgist með kosningabaráttunni í Danmörku.

Guðni Ágústsson: Daufgerð ríkisstjórn

Ríkisstjórnin er daufgerð og ræður illa við efnahagsmálin, segir formaður Framsóknarflokksins. Hann segir þjóðarbúskapinn í ólgusjó og kallar eftir þjóðarsátt.

Útafakstur á Biskupstungnabraut

Kona var flutt á slysadeild eftir að bíll sem hún var farþegi í var ekið útaf veginum á Biskupstungnabraut við Rimamóa um klukkan hálft tvö í dag. Talið er að ökumaður hafi misst stjórn á bílnum vegna hálku en bíllinn hafnaði ofan í áveituskurði. Konan er ekki alvarlega slösuð.

Sjá næstu 50 fréttir