Fleiri fréttir Dýr valda deilum í Húnavatnshreppi Héraðsdómur Norðurlands vestra hefur dæmt karlmann á fimmtugsaldri í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ráðist á karl og konu um sextugt vegna deilna þeirra um dauð lömb og hunda. 25.6.2007 14:47 Dauða seli rekur á land í Danmörku Fjöldi selkópa hefur rekið á land við Anholt eyju í Danmörku. 41 kópur hefur fundist á svæðinu. Ekki er vitað með vissu hvaða veira það er sem er að drepa selina. Skógar- og náttúrustofnun í Danmörku er að rannsaka málið. 25.6.2007 14:23 Hálfs árs fangelsi fyrir vörslu hass Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt karlmann í hálfs árs fangelsi fyrir að hafa í sinni vörslu nærri sjö hundruð grömm af hassi. Lögreglan fann efnin við leit í bifreið mannsins í Hörgárbyggð í febrúar síðastliðnum en efnin hafði hann flutt með sér frá Reykjavík. 25.6.2007 14:23 Vilja að Bandaríkin framselji 13 leyniþjónustumenn Saksóknarar í Þýskalandi hafa óskað eftir því við Bandaríkin að 13 leyniþjónustumenn C.I.A verði framseldir til Þýskalands. Saksóknarnir halda því fram að leyniþjónustumennirnir hafi átt þát í að ræna þýskum ríkisborgara árið 2003. 25.6.2007 13:59 Al-Zawhari lýsir stuðningi við Hamas Ayman al-Zawhari, einn leiðtoga Al Qaeda og hægri hönd Osama Bin-Laden, ávarpaði múslima um allan heim á upptöku sem gengur um á netinu. Al-Zawhari lýsti yfir stuðningi við Hamas og óskaði eftir því að múslimar um allan heim myndu styðja Hamas með vopnum, peningum og ásrásum á bandaríkjamenn og Ísrael. 25.6.2007 13:42 Kynna aðalskipulagstillögur vegna Urriðafossvirkjunar Náttúruverndarsamtök Íslands skora á Flóamenn að styðja við hreppsnefnd Flóahrepps í því að standa við nýja skipulagstillögu þar sem ekki er gert ráð fyrir Urriðafossvirkjun í neðri hluta Þjórsár. Skipulagstillögur með og án virkjunarinnar verða kynntar á íbúafundi í Flóanum í kvöld. 25.6.2007 13:41 Heilbrigðisyfirvöld í Kína setja reglur um líffæraígræðslu Heilbrigðisyfirvöld í Peking hafa veitt 13 sjúkrahúsum leyfi til að stunda líffæraígræðslur. Þetta er gert til að koma í veg fyrir ólögleg viðskipti líffæra. Reglugerð sem bannar viðskipti með líffæri í Kína tók gildi 1. maí síðastliðinn. 25.6.2007 13:13 Rækjuvinnslu hætt hjá Miðfelli á Ísafirði Rækjuvinnslu fyrirtækisins Miðfells á Ísafirði hefur verið hætt ótímabundið frá og með deginum í dag. Þetta kemur fram á vef Bæjarins besta. Þar er vitnað í tilkynningu frá Elíasi Oddssyni, framkvæmdastjóra Miðfells, sem segir að ekki hafi verið teknar ákvarðanir um uppsagnir starfsfólks að svo stöddu, en tugir manna vinna hjá fyrirtækinu. 25.6.2007 13:12 Fundu eftirlýstan stríðsglæpamann með gagnabanka Interpol Yfirvöld í Frakklandi handtóku fyrir skemmstu karlmann frá Rúanda, Issac Kamali, sem eftirlýstur hefur verið fyrir þjóðarmorð og glæpi gegn mannkyni. 25.6.2007 13:00 Enn í öndunarvél eftir líkamsárás Karlmanni á fertugsaldri er enn haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild eftir átök á heimili hans í Bökkunum í Breiðholti aðfaranótt sunnudags. 25.6.2007 12:45 Léleg laxveiði vegna þurrka Léleg laxveiði hefur verið í flestum ám á Vesturlandi og reyndar víða um land upp á síðkastið, enda óvenju lítið vatn í ánum vegna langvarandi þurrka. 25.6.2007 12:30 Funda með sjávarútvegsráðherra um ástand þorskstofnsins Fulltrúar Starfsgreinasambands Íslands ætla að funda með Einari K. Guðfinnssyni sjávarútvegsráðherra í dag um ástands þorskstofnsins og tillögur Hafrannsóknarstofnunar. 25.6.2007 12:23 Sex þúsund bílar um Sandskeið á fjórum tímum Rúmlega sex þúsund bílar fóru um Sandskeið á Suðurlandsvegi milli klukkan fjögur og átta í gær, sem er 17 prósent meiri umferð en síðdegis á sama sunnudegi fyrir ári. 25.6.2007 12:15 Starfsgreinasambandið fundar með sjávarútvegsráðherra Fulltrúar Starfsgreinasambands Íslands ætla að funda með Einari K. Guðfinnssyni sjávarútvegsráðherra í dag um ástands þorskstofnsins og tillögur Hafrannsóknarstofnunar. Fari svo að dregið verði verulega úr þorskkvóta næsta fiskveiðiárið hefur það mikil áhrif á félagsmenn sambandsins sem meðal annars starfa í fiskvinnslu. 25.6.2007 12:13 Flugvél hrapar í Kambódíu Farþegaflugvél í Kambódíu hrapaði í dag. Að minnsta kosti 20 farþegar voru í fluvélinni og eru þeir taldnir látnir. 13 farþeganna voru frá S-Kóreu. Flugvélin, sem var að gerðinni AN-24, tilheyrði litlu flugfélagi sem heitir PMT Air. 25.6.2007 12:10 Þurrkar ógna afréttum á Suðurlandi Langvarandi þurrkatíð ógnar afréttum sunnanlands og Landgræðslan hefur verulegar áhyggjur af svæðum víða um land. Mikið mold- og sandfok var um helgina og barst það yfir byggðir Árnessýslu einkum af svæðum sunnan Langjökuls. 25.6.2007 12:01 Shalit segist þurfa læknisaðstoð Gilad Shalit, hermaðurinn sem Hamas rændi fyrir ári síðan, sagði á hljóðupptöku sem að spiluð var í dag að hann þyrfti á læknihjálp að halda. Þá hvatti hann til þess að Ísraelar gæfu palestínskum föngum frelsi svo að hann kæmist undir læknishendur sem fyrst. 25.6.2007 11:59 Lést í vinnuslysi í Fljótsdalsstöð Portúgalskur starfsmaður fyrirtækisins VA-Tech lést í morgun af völdum áverka sem hann fékk við nokkurra metra fall niður á steingólf í stöðvarhúsi Kárahnjúkavirkjunar í Fljótsdal. Slysið átti sér stað um hálfníu í morgun þegar verið var að hífa stykki milli hæða í stöðvarhúsinu. 25.6.2007 11:55 Charles Taylor mætti ekki fyrir stríðsglæpadómstól Fyrrverandi forseti Líberíu, Charles Taylor, mætti ekki fyrir stríðsglæpadómstól í Haag í dag. Hann segir ástæðuna vera að hann vantar fjármagn til að ráða hæft lögræðingateymi. Réttarhöldunum hefur verið seinkað þar til í næstu viku. 25.6.2007 11:39 Umfangsmiklar hvalatalningar að hefjast Umfangsmestu hvalatalningar sögunnar hefjast í dag á Norður-Atlantshafi á vegum Hafrannsóknastofnunarinnar og erlendra samstarfsaðila. Eftir því sem fram kemur á vef Hafró stendur leiðangurinn yfir í einn mánuð nær yfir 1600 þúsund fermílna svæði. 25.6.2007 11:21 Blökkumönnum fækkar í bandaríska hernum Fjöldi blökkumanna sem skráir sig í bandaríska herinn hefur minnkað um þriðjung síðan stríðin í Írak og Afghanistan hófust. Samkvæmt gögnum sem að fjármálablað í Bandaríkjunum hefur sankað að sér kemur í ljós að fækkunin á við um allar fjórar herþjónustur landsins. Fækkunin er jafnvel enn dramatískari ef að varaliðið og þjóðvarðliðið er talið með. 25.6.2007 11:18 Hamas lofar hljóðupptöku af týnda hermanninum Talsmaður vopnaðs arms Hamas sagði í morgun að samtökin myndu gefa frá sér hljóðupptöku með ísraelska hermanninum sem vígamenn tóku í gíslingu fyrir ári síðan. Lítið sem ekkert hefur frést af hermanninum, sem heitir Gilad Shalit, síðan honum var rænt. 25.6.2007 11:11 Rannsaka fiskveiðibrot færeysks báts á Kötlugrunni Lögreglan á Selfossi rannsakar nú hvort áhöfn á færeyskum fiskibáti hafi gerst brotleg við íslenska fiskveiðilöggjöf um helgina. Landhelgisgæslan vísaði bátnum til hafnar í Þorlákshöfn á laugardag og er skipstjórinn grunaður um að hafa veitt ólöglega á lokuðu svæði á Kötlugrunni. 25.6.2007 10:57 Fundust heil á húfi skammt frá skálanum við Emstrur Miðaldra hjón úr Kópavogi, sem farið var að leita að á hálendinu sunnanverðu í morgun, fundust á ellefta tímanum heil á húfi. 25.6.2007 10:49 Vinnuslys í stöðvarhúsi Fljótsdal Maður að störfum í stöðvarhúsi Kárahnjúkavirkjunar í Fjótsdal er talinn hafa slasast alvarlega þegar hann féll niður nokkra metra í stöðvarhúsinu á níunda tímanum í morgun. 25.6.2007 10:45 Íranar í samkeppni við BBC og CNN Íranar ætla sér að setja á fót fréttastöð til þess að keppast við BBC og CNN. Markmið hennar verður að hjálpa umheiminum að komast undan ægishjálmi vestrænna fjölmiðla. Stöðin mun heita PressTV og fer í loftið þann 2. júlí næstkomandi. Þetta kemur fram á íranska fréttavefnum FARS. 25.6.2007 10:37 Biskupakirkjan kýs gegn hjónabandi samkynhneigðra Biskupakirkjan í Kanada hefur kosið gegn því að samkynhneigðir fái að gifta sig innan kirkjunnar. Hjónaband samkynhneigðra er þó löglegt í Kanada. Þeir sem voru á móti sögðu að kirkjan ætti ekki að aðhyllast samkynhneigð. 25.6.2007 10:32 Missti bílaleigubíl út í árfarveg í Ísafirði Bílaleigubíll skemmdist mikið þegar erlendur ferðamaður misst hann út af veginum og niður í árfarveg við Laugaból í Ísafirði í gær. Eftir því sem fram kemur í dagbók lögreglunnar á Vestfjörðum slasaðist ökumaðurinn lítið. 25.6.2007 10:19 Lífstíðarfangelsi fyrir njósnir Egypskur kjarneðlisfræðingur hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir njósnir. Maðurinn, Mohamed Sayed Saber Ali, var dæmdur fyrir að afhenda Ísraelum skjöl sem hann rændi úr egypskri kjarnorkustöð þar sem hann vann. Hann fékk rúmar milljón krónur fyrir vikið. Ali neitaði sakargiftum. 25.6.2007 10:11 Rúmlega 200 fá ríkisborgararétt frá Alþingi á fimm árum Rúmlega 200 manns af þeim 3675 sem fengu íslenskt ríkisfang á árabilinu 2002-2006 fengu það í gegnum Alþingi samkvæmt tölum sem birtar eru í vefriti dómsmálaráðuneytisins. 25.6.2007 09:51 Johnston með sprengjubelti um sig miðjan Ismail Haniya, leiðtogi Hamas, segir að mannræningjarnir sem halda breska blaðamanninum Alan Johnston hafi gert nýtt myndband þar sem Johnston sést íklæddur belti sem er hlaðið sprengiefnum. Myndbandið hefur enn ekki verið gert opinbert. 24.6.2007 20:27 Varnarmálaráðherra Spánar segir árásina hafa verið skipulagða Fimm friðargæsluliðar biðu bana í dag þegar sprengja sprakk við bíl þeirra í suðurhluta Líbanons í dag. Þrír hinna látnu voru frá Kólombíu en tveir frá Spáni. Þrír spánverjar slösuðust í sprengingunni. Enginn hefur lýst ábyrgð árásarinnar á hendur sér en varnarmálaráðherra Spánar segir að um skipulagða árás hafi verið að ræða. 24.6.2007 20:14 Að rofa til á Vesturlandsvegi en mjög þung umferð á Suðurlandsvegi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að aðeins sé að rofa til í umferðinni á leið til borgarinnar, sérstaklega á Vesturlandsvegi. Enn er þó mjög þung umferð á Suðurlandsvegi og gengur hún hægt. 24.6.2007 19:57 Ók á ljósastaur við Straumsvík Umferðarslysið sem átti sér stað við álverið í Straumsvík varð með þeim hætti að ökumaður ók bíl sínum á ljósastaur. Fyrstu fregnir hermdu að um árekstur tveggja bíla hefði verið að ræða en það reyndist ekki á rökum reist. Farþegi í bílnum slasaðist á höfði og voru hann og ökumaðurinn fluttir á slysadeild til aðhlynningar. 24.6.2007 19:45 Skógardagurinn mikli í Hallormsstaðarskógi Fjölmennt var í Hallormsstaðarskógi í gær þegar Skógardagurinn mikli var haldinn hátíðlegur. 24.6.2007 19:25 Bláa lónið grænt Bláa lónið stendur ekki lengur undir nafni þar sem það hefur skipt um lit og er orðið fagurgrænt. Gott veður undanfarið er ástæða litaskiptanna. 24.6.2007 19:15 Kríuvarp í hættu - sílastofn víða lélegur Hætta virðist á því að kríuvarp misfarist víða á suð-vesturhorninu þriðja árið í röð. Það hefur orðið brestur í sílastofninum en fræðimemenn hafa ekki haldbærar skýringar á því af hverju þetta gerist. Síli ásamt loðnu eru kjöræti í vistkerfinu, bæði fugla og fiska. 24.6.2007 18:53 Miðdalsheiði áratugi að jafna sig eftir sinubruna Búast má við að það taki svæðið sem brann á Miðdalsheiði á Hengilsvæðinu í gær áratugi að jafna sig. Hátt í áttatíu manns börðust við sinueldana fram á nótt. 24.6.2007 18:46 Lík í matargeymslum Heilbrigðiseftirlit borgarinnar hefur fengið kvartanir yfir því að lík séu geymd í matarkælum flutningafyrirtækis á meðan beðið er flutninga. Ekki verður séð að slík líkgeymsla innan um matvæli stangist á við reglugerðir eða lög. 24.6.2007 18:45 Árekstur við Straumsvík Árekstur varð á Reykjanesbraut við álverið í Straumsvík fyrir stundu. Litlar upplýsingar liggja fyrir sem stendur en vaktstjóri hjá lögreglunni segir að einn sé slasaður. 24.6.2007 18:36 Gríðarleg umferð - göngunum lokað Hvalfjarðargöngum hefur verið lokað tímabundið vegna mikillar umferðar. Gríðarlegar raðir hafa myndast á leið til borgarinnar og er nánast bíll við bíl á Suðurlandsvegi frá Þrengslaafleggjara. Sömu sögu er að segja af Vesturlandsvegi og hefur verið gripið til þess ráðs að loka Hvalfjarðargöngum tímabundið til þess að losa um stífluna. 24.6.2007 18:28 Sex Litháar í haldi lögreglu grunaðir um árás á samlanda sinn Litháískur karlmaður á fertugsaldri liggur á gjörgæsludeild eftir átök á heimili hans í Bökkunum í Breiðholti í nótt. Hann höfuðkúpubrotnaði þegar hann var sleginn með barefli. Sex litháískir karlmenn eru í haldi lögreglunnar vegna málsins. 24.6.2007 18:03 Mótorhjól og fjórhjól rákust saman Mótorhjól og fjórhjól rákust saman norðan við Flúðir um eftirmiðdaginn. Ökumaður fjórhljólsins slasaðist en áverkar voru minniháttar. Þá varð mjög harður árekstur um fimmleytið á Biskupstungnabraut þegar jeppi og fólksbifreið skullu saman. Ökumaður fólksbílsins var fluttur á sjúkrahús. Bílarnir eru báðir mjög illa farnir og þurfti dráttarbíl til þess að koma þeim af slysstað. 24.6.2007 17:43 Ráðherrar ánægðir með árangur í baráttu við sjóræningja Aðalefni fundar sjávarútvegsráðherra Norður – Atlantshafsins sem haldinn var á Grænlandi var að ræða aðgerðir gegn ólöglegum og óábyrgum fiskveiðum. Á fundinum lýstu ráðherrarnir sérstakri ánægju með þann árangur sem náðst hefur í baráttunni gegn ólöglegum fiskveiðum í Norður-Atlantshafi síðustu misseri. 24.6.2007 17:13 Brown lofar breytingum á Bretlandi Gordon Brown tók við embætti leiðtoga Verkamannaflokksins á fundi í Manchester í dag. Hann lofar breytingum í Bretlandi, bættu heilbrigðiskerfi og ætlar að berjast gegn fátækt. Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra var á fundinum og sagði spennuna hafa verið gífurlega áður en tilkynnt var að Harriet Harmann dómsmálaráðherra yrði næsti varaformaður. 24.6.2007 16:56 Sjá næstu 50 fréttir
Dýr valda deilum í Húnavatnshreppi Héraðsdómur Norðurlands vestra hefur dæmt karlmann á fimmtugsaldri í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ráðist á karl og konu um sextugt vegna deilna þeirra um dauð lömb og hunda. 25.6.2007 14:47
Dauða seli rekur á land í Danmörku Fjöldi selkópa hefur rekið á land við Anholt eyju í Danmörku. 41 kópur hefur fundist á svæðinu. Ekki er vitað með vissu hvaða veira það er sem er að drepa selina. Skógar- og náttúrustofnun í Danmörku er að rannsaka málið. 25.6.2007 14:23
Hálfs árs fangelsi fyrir vörslu hass Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt karlmann í hálfs árs fangelsi fyrir að hafa í sinni vörslu nærri sjö hundruð grömm af hassi. Lögreglan fann efnin við leit í bifreið mannsins í Hörgárbyggð í febrúar síðastliðnum en efnin hafði hann flutt með sér frá Reykjavík. 25.6.2007 14:23
Vilja að Bandaríkin framselji 13 leyniþjónustumenn Saksóknarar í Þýskalandi hafa óskað eftir því við Bandaríkin að 13 leyniþjónustumenn C.I.A verði framseldir til Þýskalands. Saksóknarnir halda því fram að leyniþjónustumennirnir hafi átt þát í að ræna þýskum ríkisborgara árið 2003. 25.6.2007 13:59
Al-Zawhari lýsir stuðningi við Hamas Ayman al-Zawhari, einn leiðtoga Al Qaeda og hægri hönd Osama Bin-Laden, ávarpaði múslima um allan heim á upptöku sem gengur um á netinu. Al-Zawhari lýsti yfir stuðningi við Hamas og óskaði eftir því að múslimar um allan heim myndu styðja Hamas með vopnum, peningum og ásrásum á bandaríkjamenn og Ísrael. 25.6.2007 13:42
Kynna aðalskipulagstillögur vegna Urriðafossvirkjunar Náttúruverndarsamtök Íslands skora á Flóamenn að styðja við hreppsnefnd Flóahrepps í því að standa við nýja skipulagstillögu þar sem ekki er gert ráð fyrir Urriðafossvirkjun í neðri hluta Þjórsár. Skipulagstillögur með og án virkjunarinnar verða kynntar á íbúafundi í Flóanum í kvöld. 25.6.2007 13:41
Heilbrigðisyfirvöld í Kína setja reglur um líffæraígræðslu Heilbrigðisyfirvöld í Peking hafa veitt 13 sjúkrahúsum leyfi til að stunda líffæraígræðslur. Þetta er gert til að koma í veg fyrir ólögleg viðskipti líffæra. Reglugerð sem bannar viðskipti með líffæri í Kína tók gildi 1. maí síðastliðinn. 25.6.2007 13:13
Rækjuvinnslu hætt hjá Miðfelli á Ísafirði Rækjuvinnslu fyrirtækisins Miðfells á Ísafirði hefur verið hætt ótímabundið frá og með deginum í dag. Þetta kemur fram á vef Bæjarins besta. Þar er vitnað í tilkynningu frá Elíasi Oddssyni, framkvæmdastjóra Miðfells, sem segir að ekki hafi verið teknar ákvarðanir um uppsagnir starfsfólks að svo stöddu, en tugir manna vinna hjá fyrirtækinu. 25.6.2007 13:12
Fundu eftirlýstan stríðsglæpamann með gagnabanka Interpol Yfirvöld í Frakklandi handtóku fyrir skemmstu karlmann frá Rúanda, Issac Kamali, sem eftirlýstur hefur verið fyrir þjóðarmorð og glæpi gegn mannkyni. 25.6.2007 13:00
Enn í öndunarvél eftir líkamsárás Karlmanni á fertugsaldri er enn haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild eftir átök á heimili hans í Bökkunum í Breiðholti aðfaranótt sunnudags. 25.6.2007 12:45
Léleg laxveiði vegna þurrka Léleg laxveiði hefur verið í flestum ám á Vesturlandi og reyndar víða um land upp á síðkastið, enda óvenju lítið vatn í ánum vegna langvarandi þurrka. 25.6.2007 12:30
Funda með sjávarútvegsráðherra um ástand þorskstofnsins Fulltrúar Starfsgreinasambands Íslands ætla að funda með Einari K. Guðfinnssyni sjávarútvegsráðherra í dag um ástands þorskstofnsins og tillögur Hafrannsóknarstofnunar. 25.6.2007 12:23
Sex þúsund bílar um Sandskeið á fjórum tímum Rúmlega sex þúsund bílar fóru um Sandskeið á Suðurlandsvegi milli klukkan fjögur og átta í gær, sem er 17 prósent meiri umferð en síðdegis á sama sunnudegi fyrir ári. 25.6.2007 12:15
Starfsgreinasambandið fundar með sjávarútvegsráðherra Fulltrúar Starfsgreinasambands Íslands ætla að funda með Einari K. Guðfinnssyni sjávarútvegsráðherra í dag um ástands þorskstofnsins og tillögur Hafrannsóknarstofnunar. Fari svo að dregið verði verulega úr þorskkvóta næsta fiskveiðiárið hefur það mikil áhrif á félagsmenn sambandsins sem meðal annars starfa í fiskvinnslu. 25.6.2007 12:13
Flugvél hrapar í Kambódíu Farþegaflugvél í Kambódíu hrapaði í dag. Að minnsta kosti 20 farþegar voru í fluvélinni og eru þeir taldnir látnir. 13 farþeganna voru frá S-Kóreu. Flugvélin, sem var að gerðinni AN-24, tilheyrði litlu flugfélagi sem heitir PMT Air. 25.6.2007 12:10
Þurrkar ógna afréttum á Suðurlandi Langvarandi þurrkatíð ógnar afréttum sunnanlands og Landgræðslan hefur verulegar áhyggjur af svæðum víða um land. Mikið mold- og sandfok var um helgina og barst það yfir byggðir Árnessýslu einkum af svæðum sunnan Langjökuls. 25.6.2007 12:01
Shalit segist þurfa læknisaðstoð Gilad Shalit, hermaðurinn sem Hamas rændi fyrir ári síðan, sagði á hljóðupptöku sem að spiluð var í dag að hann þyrfti á læknihjálp að halda. Þá hvatti hann til þess að Ísraelar gæfu palestínskum föngum frelsi svo að hann kæmist undir læknishendur sem fyrst. 25.6.2007 11:59
Lést í vinnuslysi í Fljótsdalsstöð Portúgalskur starfsmaður fyrirtækisins VA-Tech lést í morgun af völdum áverka sem hann fékk við nokkurra metra fall niður á steingólf í stöðvarhúsi Kárahnjúkavirkjunar í Fljótsdal. Slysið átti sér stað um hálfníu í morgun þegar verið var að hífa stykki milli hæða í stöðvarhúsinu. 25.6.2007 11:55
Charles Taylor mætti ekki fyrir stríðsglæpadómstól Fyrrverandi forseti Líberíu, Charles Taylor, mætti ekki fyrir stríðsglæpadómstól í Haag í dag. Hann segir ástæðuna vera að hann vantar fjármagn til að ráða hæft lögræðingateymi. Réttarhöldunum hefur verið seinkað þar til í næstu viku. 25.6.2007 11:39
Umfangsmiklar hvalatalningar að hefjast Umfangsmestu hvalatalningar sögunnar hefjast í dag á Norður-Atlantshafi á vegum Hafrannsóknastofnunarinnar og erlendra samstarfsaðila. Eftir því sem fram kemur á vef Hafró stendur leiðangurinn yfir í einn mánuð nær yfir 1600 þúsund fermílna svæði. 25.6.2007 11:21
Blökkumönnum fækkar í bandaríska hernum Fjöldi blökkumanna sem skráir sig í bandaríska herinn hefur minnkað um þriðjung síðan stríðin í Írak og Afghanistan hófust. Samkvæmt gögnum sem að fjármálablað í Bandaríkjunum hefur sankað að sér kemur í ljós að fækkunin á við um allar fjórar herþjónustur landsins. Fækkunin er jafnvel enn dramatískari ef að varaliðið og þjóðvarðliðið er talið með. 25.6.2007 11:18
Hamas lofar hljóðupptöku af týnda hermanninum Talsmaður vopnaðs arms Hamas sagði í morgun að samtökin myndu gefa frá sér hljóðupptöku með ísraelska hermanninum sem vígamenn tóku í gíslingu fyrir ári síðan. Lítið sem ekkert hefur frést af hermanninum, sem heitir Gilad Shalit, síðan honum var rænt. 25.6.2007 11:11
Rannsaka fiskveiðibrot færeysks báts á Kötlugrunni Lögreglan á Selfossi rannsakar nú hvort áhöfn á færeyskum fiskibáti hafi gerst brotleg við íslenska fiskveiðilöggjöf um helgina. Landhelgisgæslan vísaði bátnum til hafnar í Þorlákshöfn á laugardag og er skipstjórinn grunaður um að hafa veitt ólöglega á lokuðu svæði á Kötlugrunni. 25.6.2007 10:57
Fundust heil á húfi skammt frá skálanum við Emstrur Miðaldra hjón úr Kópavogi, sem farið var að leita að á hálendinu sunnanverðu í morgun, fundust á ellefta tímanum heil á húfi. 25.6.2007 10:49
Vinnuslys í stöðvarhúsi Fljótsdal Maður að störfum í stöðvarhúsi Kárahnjúkavirkjunar í Fjótsdal er talinn hafa slasast alvarlega þegar hann féll niður nokkra metra í stöðvarhúsinu á níunda tímanum í morgun. 25.6.2007 10:45
Íranar í samkeppni við BBC og CNN Íranar ætla sér að setja á fót fréttastöð til þess að keppast við BBC og CNN. Markmið hennar verður að hjálpa umheiminum að komast undan ægishjálmi vestrænna fjölmiðla. Stöðin mun heita PressTV og fer í loftið þann 2. júlí næstkomandi. Þetta kemur fram á íranska fréttavefnum FARS. 25.6.2007 10:37
Biskupakirkjan kýs gegn hjónabandi samkynhneigðra Biskupakirkjan í Kanada hefur kosið gegn því að samkynhneigðir fái að gifta sig innan kirkjunnar. Hjónaband samkynhneigðra er þó löglegt í Kanada. Þeir sem voru á móti sögðu að kirkjan ætti ekki að aðhyllast samkynhneigð. 25.6.2007 10:32
Missti bílaleigubíl út í árfarveg í Ísafirði Bílaleigubíll skemmdist mikið þegar erlendur ferðamaður misst hann út af veginum og niður í árfarveg við Laugaból í Ísafirði í gær. Eftir því sem fram kemur í dagbók lögreglunnar á Vestfjörðum slasaðist ökumaðurinn lítið. 25.6.2007 10:19
Lífstíðarfangelsi fyrir njósnir Egypskur kjarneðlisfræðingur hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir njósnir. Maðurinn, Mohamed Sayed Saber Ali, var dæmdur fyrir að afhenda Ísraelum skjöl sem hann rændi úr egypskri kjarnorkustöð þar sem hann vann. Hann fékk rúmar milljón krónur fyrir vikið. Ali neitaði sakargiftum. 25.6.2007 10:11
Rúmlega 200 fá ríkisborgararétt frá Alþingi á fimm árum Rúmlega 200 manns af þeim 3675 sem fengu íslenskt ríkisfang á árabilinu 2002-2006 fengu það í gegnum Alþingi samkvæmt tölum sem birtar eru í vefriti dómsmálaráðuneytisins. 25.6.2007 09:51
Johnston með sprengjubelti um sig miðjan Ismail Haniya, leiðtogi Hamas, segir að mannræningjarnir sem halda breska blaðamanninum Alan Johnston hafi gert nýtt myndband þar sem Johnston sést íklæddur belti sem er hlaðið sprengiefnum. Myndbandið hefur enn ekki verið gert opinbert. 24.6.2007 20:27
Varnarmálaráðherra Spánar segir árásina hafa verið skipulagða Fimm friðargæsluliðar biðu bana í dag þegar sprengja sprakk við bíl þeirra í suðurhluta Líbanons í dag. Þrír hinna látnu voru frá Kólombíu en tveir frá Spáni. Þrír spánverjar slösuðust í sprengingunni. Enginn hefur lýst ábyrgð árásarinnar á hendur sér en varnarmálaráðherra Spánar segir að um skipulagða árás hafi verið að ræða. 24.6.2007 20:14
Að rofa til á Vesturlandsvegi en mjög þung umferð á Suðurlandsvegi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að aðeins sé að rofa til í umferðinni á leið til borgarinnar, sérstaklega á Vesturlandsvegi. Enn er þó mjög þung umferð á Suðurlandsvegi og gengur hún hægt. 24.6.2007 19:57
Ók á ljósastaur við Straumsvík Umferðarslysið sem átti sér stað við álverið í Straumsvík varð með þeim hætti að ökumaður ók bíl sínum á ljósastaur. Fyrstu fregnir hermdu að um árekstur tveggja bíla hefði verið að ræða en það reyndist ekki á rökum reist. Farþegi í bílnum slasaðist á höfði og voru hann og ökumaðurinn fluttir á slysadeild til aðhlynningar. 24.6.2007 19:45
Skógardagurinn mikli í Hallormsstaðarskógi Fjölmennt var í Hallormsstaðarskógi í gær þegar Skógardagurinn mikli var haldinn hátíðlegur. 24.6.2007 19:25
Bláa lónið grænt Bláa lónið stendur ekki lengur undir nafni þar sem það hefur skipt um lit og er orðið fagurgrænt. Gott veður undanfarið er ástæða litaskiptanna. 24.6.2007 19:15
Kríuvarp í hættu - sílastofn víða lélegur Hætta virðist á því að kríuvarp misfarist víða á suð-vesturhorninu þriðja árið í röð. Það hefur orðið brestur í sílastofninum en fræðimemenn hafa ekki haldbærar skýringar á því af hverju þetta gerist. Síli ásamt loðnu eru kjöræti í vistkerfinu, bæði fugla og fiska. 24.6.2007 18:53
Miðdalsheiði áratugi að jafna sig eftir sinubruna Búast má við að það taki svæðið sem brann á Miðdalsheiði á Hengilsvæðinu í gær áratugi að jafna sig. Hátt í áttatíu manns börðust við sinueldana fram á nótt. 24.6.2007 18:46
Lík í matargeymslum Heilbrigðiseftirlit borgarinnar hefur fengið kvartanir yfir því að lík séu geymd í matarkælum flutningafyrirtækis á meðan beðið er flutninga. Ekki verður séð að slík líkgeymsla innan um matvæli stangist á við reglugerðir eða lög. 24.6.2007 18:45
Árekstur við Straumsvík Árekstur varð á Reykjanesbraut við álverið í Straumsvík fyrir stundu. Litlar upplýsingar liggja fyrir sem stendur en vaktstjóri hjá lögreglunni segir að einn sé slasaður. 24.6.2007 18:36
Gríðarleg umferð - göngunum lokað Hvalfjarðargöngum hefur verið lokað tímabundið vegna mikillar umferðar. Gríðarlegar raðir hafa myndast á leið til borgarinnar og er nánast bíll við bíl á Suðurlandsvegi frá Þrengslaafleggjara. Sömu sögu er að segja af Vesturlandsvegi og hefur verið gripið til þess ráðs að loka Hvalfjarðargöngum tímabundið til þess að losa um stífluna. 24.6.2007 18:28
Sex Litháar í haldi lögreglu grunaðir um árás á samlanda sinn Litháískur karlmaður á fertugsaldri liggur á gjörgæsludeild eftir átök á heimili hans í Bökkunum í Breiðholti í nótt. Hann höfuðkúpubrotnaði þegar hann var sleginn með barefli. Sex litháískir karlmenn eru í haldi lögreglunnar vegna málsins. 24.6.2007 18:03
Mótorhjól og fjórhjól rákust saman Mótorhjól og fjórhjól rákust saman norðan við Flúðir um eftirmiðdaginn. Ökumaður fjórhljólsins slasaðist en áverkar voru minniháttar. Þá varð mjög harður árekstur um fimmleytið á Biskupstungnabraut þegar jeppi og fólksbifreið skullu saman. Ökumaður fólksbílsins var fluttur á sjúkrahús. Bílarnir eru báðir mjög illa farnir og þurfti dráttarbíl til þess að koma þeim af slysstað. 24.6.2007 17:43
Ráðherrar ánægðir með árangur í baráttu við sjóræningja Aðalefni fundar sjávarútvegsráðherra Norður – Atlantshafsins sem haldinn var á Grænlandi var að ræða aðgerðir gegn ólöglegum og óábyrgum fiskveiðum. Á fundinum lýstu ráðherrarnir sérstakri ánægju með þann árangur sem náðst hefur í baráttunni gegn ólöglegum fiskveiðum í Norður-Atlantshafi síðustu misseri. 24.6.2007 17:13
Brown lofar breytingum á Bretlandi Gordon Brown tók við embætti leiðtoga Verkamannaflokksins á fundi í Manchester í dag. Hann lofar breytingum í Bretlandi, bættu heilbrigðiskerfi og ætlar að berjast gegn fátækt. Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra var á fundinum og sagði spennuna hafa verið gífurlega áður en tilkynnt var að Harriet Harmann dómsmálaráðherra yrði næsti varaformaður. 24.6.2007 16:56