Fleiri fréttir Sex í fangageymslum eftir hópslagsmál í Breiðholti Sex eru nú í haldi lögreglu vegna hópslagsmála í nótt sem leiddu til þess að maður höfuðkúpubrotnaði og gengst nú undir aðgerð á Landspítalanum. Átökin áttu sér stað í bakkahverfi í Breiðholti en um var að ræða karlmenn á fertugsaldri. 24.6.2007 13:27 Ungmenni á batavegi eftir bílslys á Geirsgötu Ungmennin þrjú sem slösuðust þegar bíll sem þau voru í skall á Hamborgarabúllunni á Geirsgötu eftir kappakstur eru á batavegi. Tvö þeirra þurftu að gangast undir aðgerð vegna áverkana sem þau hlutu í slysinu en þau hafa nú öll verið flutt af gjörgæslu og yfir á aðrar deildir Landspítalans. 24.6.2007 12:39 Brown ætlar að leyfa mótmæli við þinghúsið Gordon Brown, sem tekur við embætti forsætisráðherra Bretlands á miðvikudag, ætlar að leyfa mótmælaaðgerðir fyrir framan þinghúsið í London. Strangar reglur eru í gildi varðandi mótmælaðgerðir fyrir framan bygginguna en forsætisráðherran tilvonandi ætlar að fella þær úr gildi. 24.6.2007 12:11 228 létust í ofsaveðri í Pakistan Rúmlega 220 manns hafa látið lífið í höfuðborg Pakistans, Karachi í kjölfar ofsaveðurs í gær. Fjöldi manns lést úr raflosti þegar rafmagnslínur féllu, tré rifnuðu upp með rótum, veggur féll á hóp fólks og fjöldi lét lífið þegar þök á heimilum þeirra hrundu. Ofsarok og hellirigning var í borginni í gær og segja hjálparstarfsmenn á staðnum að mikil flóð hafi orsakað hrun húsa. 24.6.2007 10:50 Brown tekur við Verkamannaflokknum af Blair Gordon Brown tekur við leiðtogahlutverki Verkamannaflokksins í Bretlandi af Tony Blair í dag. Brown verður þó ekki forsætisráðherra fyrr en á miðvikudag. Leiðtogaskiptin fara fram á aukaflokksfundi í Manchester. Þá verður einnig tilkynnt niðurstaða í varaformannskjöri, en sex manns tóku þátt í því. 24.6.2007 09:59 Dottaði undir stýri Betur fór en á horfðist þegar kona dottaði undir stýri við Landvegarmót á Suðurlandi nú undir kvöld. Að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli ók konan bílnum á gagnstæðan vegarhelming og endaði á vegriði. Mæðgur voru í bílnum, kona um fertugt og ung telpa. Læknir skoðaði þær á staðnum og reyndust þær ómeiddar. 23.6.2007 20:15 Hjúkrunarfræðingar langþreyttir og kvíða sumrinu Hjúkrunarfræðingar sem starfa á Landspítala-háskólasjúkrahúsi eru langþreyttir á viðvarandi manneklu og kvíða sumrinu. Þetta segir aðaltrúnaðarmaður hjúkrunarfræðinga á spítalanum sem segir mikilvægt að bæta kjör og vinnuaðstæður hjúkrunarfræðinga til að fleiri fáist til starfa. 23.6.2007 19:44 Heimsins ljótasti hundur Tveggja ára kínverskur blendingur hlaut þann vafasama heiður í Kaliforníu í gær að vera kosinn heimsins ljótasti hundur. Eigandinn bjargaði honum frá svæfingu fyrir tveimur árum þegar ræktunaraðilinn hélt að enginn myndi vilja kaupa hann, af því hann væri svo ljótur. 23.6.2007 19:32 Fjölmenni á Esjunni Fjölmenni lagði leið sína á Esjuna í dag í blíðskaparveðri. Þar var í dag haldin fjölskylduhátíð SPRON og Ferðafélags Íslands. Í kvöld verður svo sérstök dagskrá á toppi fjallsins þar sem kveikt verður í brennu ef verður leyfir. 23.6.2007 19:25 Slökkvistarf gengur ágætlega Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins gengur ágætlega að ná tökum á eldinum á Miðdalsheiði. Þó er óvíst hversu langur tími er eftir af slökkvistarfi, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði. 23.6.2007 18:59 Hagrænir þættir ráði ekki eingöngu Karl Matthíason, varaformaður sjávarútvegsnefndar segir ekki ganga að hagrænir þættir ráði ávallt ákvarðanatöku í sjávarútvegi. Horfa þurfi á mannlegra þætti og byggðasjónarmið. Hann fagnar opinni gagrnýnni umræðu um fræðilegt starf Hafrannsóknarstofnunar og kvótakerfið og telur hana nauðsynlega í ljósi bágrar stöðu fiskistofnanna. 23.6.2007 18:52 Íslenskir krakkar sigursælir í júdó Krakkar frá Akureyri og Reykjavík voru sigursælir í júdó á Alþjóðaleikum ungmenna, sem haldnir eru í Laugardal nú um helgina. Alls unnu íslensku krakkarnir til níu verðlauna. 23.6.2007 16:52 Minningarathöfn um Dhoon Í dag var haldin minningarathöfn í tilefni þess að 60 ár eru liðin frá strandi Dhoon við Látrabjarg. Athöfnin hófst kl. 10 við minnisvarða við Geldingsskorardal á Látrabjargi. Síðan var gengið að Setnagjá. 23.6.2007 16:40 Sinubruni á Miðdalsheiði Slökkvilið var kallað út fyrir skömmu vegna sinubruna á Miðdalsheiði. Samkvæmt heimildum Vísis brennur all stórt svæði og mikinn reyk leggur frá svæðinu. Búist er við að slökkvistarf geti tekið langan tíma. Það er langt í vatn og erfiðar aðstæður enda skíðlogar í mosa og öðrum skrjáfþurrum gróðri. Slökkviliðsmenn á vettvangi telja ekki útilokað að eldurinn hafi kviknað út frá einnota grilli sem hafði verið skilið eftir á víðavangi. 23.6.2007 15:36 Meðlimir trúarlögreglu dregnir fyrir rétt Meðlimir í trúarlögreglu Sádí Arabíu verða dregnir fyrir rétt vegna dauða tveggja manna sem voru í vörslu þeirra. Þetta er í fyrsta sinn sem réttað er yfir trúarlögreglunni í landinu. Dauði mannanna tveggja fyrir nokkrum vikum hafa vakið hörð viðbrögð og mikið fjölmiðlafár fylgdi í kjölfarið. 23.6.2007 15:00 Fjörutíu og fimm staðir mögulega á UNESCO listann Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna er nú á fundi á Nýja Sjálandi til að ákveða hvaða byggingar, eða svæði, eigi að bætast á söguminjalista Unesco. Um fjörutíu og fimm staðir keppa um að komast á listann. 23.6.2007 14:53 Mikið moldviðri á Suðurlandi Mikill uppblástur er á sunnanverðu landinu núna í töluverðri norðaustan átt. Hún kemur yfir uppsveitir Suðurlands, Biskupstungur, Hrunamannahrepp og Gnúpverjahrepp. Veður hefur verið þurrt á þessum slóðum undanfarið og ekki hefur náð að rigna vel til að binda jarðveginn. Því hefur myndast mikið ryk og moldarský sest á bíla og hús og gróður. Þetta sést vel í þessu veðri sem er núna. 23.6.2007 14:49 Blair hitti Benedikt páfa Tony Blair forsætisráðherra Breta hitti Benedikt páfa í Vatikaninu í dag. Fundurinn ýtir undir sögusagnir þess efnis að forsætisráðherrann fyrirhugi að gerast Kaþólikki. 23.6.2007 14:43 Fagnar 70 ára starfsafmæli á tónleikum við Djúpið Erling Blöndal Bengtsson sellóleikari fagnar 70 ára starfsafmæli sínu á tónleikum við Djúpið á Ísafirði í kvöld. Tónleikarnir eru hápunktur tónlistarhátíðar sem staðið hefur í bænum í vikunni. 23.6.2007 13:54 Riðið til messu Á sunnudagskvöld, 25. júní, verður riðið til messu úr frá bæjum Kálfholtssóknar í Rangárvallaprófastsdæmi. Messan hefst kl. 21.00 og er liður í vísitasíu biskups Íslands í prófastsdæmið. 23.6.2007 13:30 Opin umræða á stjórnarheimilinu Skoðanir Össurar Skarpéðinssonar, iðnaðarráðherra um Hafrannsóknarstofnun og fiskifræðina er jákvætt innlegg í umræðuna segir Karl V. Matthíasson, varaformaður Sjávarútvegsnefndar. Því fari fjarri að alvarlegur ágreiningur sé á stjórnarheimilinu og menn verða að venjast nýbreytni opinnar umræðu. 23.6.2007 12:21 Bandaríkjamenn íhuga að loka Guantanamo Bandaríkjamenn vinna nú að byggingu fangelsis í Afghanistan í samvinnu við yfirvöld þar. Fangelsið mun taka við föngum frá Guantanamo en Bandaríkjamenn segja fangelsið ekki koma í stað fangabúðanna á Kúbu. Hvíta húsið hefur hug á að loka Guantanamo og flytja grunaða hryðjuverkamenn annað. 23.6.2007 12:14 Segir ferðaskrifstofur lengur að lækka verð en hækka Formaður Neytendasamtakanna gagnrýnir hversu illa og seint hækkun á gengi íslensku krónunnar skilar sér í lægra verði ferðaskrifstofa. Þrátt fyrir töluverða hækkun á gengi krónunnar undanfarið hafa ferðaskrifstofur ekki lækkað verð. 23.6.2007 12:13 Íslenska landsliðið í skylmingum á leið á Norðurlandamót Íslenska landsliðið í skylmingum hélt sína síðustu æfingu í gærkvöldi áður en það heldur á Norðurlandamótið . Æfingin fór fram í íþróttahúsi í Víðistaðaskóla. 23.6.2007 12:09 Enn á gjörgæslu Tvö ungmennanna sem lentu í bílslysi við Geirsgötu í fyrrakvöld eru enn alvarlega slösuð. Þau hafa bæði gengist undir aðgerð og liggja nú á gjörgæsludeild Landsspítala - Háskólasjúkrahúsi, að sögn vakthafandi læknis. Annað þeirra var sett í öndunarvél strax eftir slysið en er nú laus úr henni. Sá þriðji úr hópnum hefur verið færður af gjörgæslu á almenna deild. 23.6.2007 11:29 Breytt bílnúmerakerfi Bílnúmerakerfið er að taka breytingum um þessar mundir og munu breytingarnar taka gildi í næstu viku. Með breyttu fyrirkomulagi sé hægt að gefa út fastanúmer næstu 50 árin. 23.6.2007 11:03 Fimmtán ára piltur dæmdur fyrir innbrot Fimmtán ára piltur var í gær dæmdur í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Suðurlands fyrir innbrot, þjófnað og vörslur fíkniefna. 23.6.2007 10:35 90 hafa látist í Afghanistan síðustu daga Meira en 90 manns hafa látist í aðgerðum Nató og Bandaríkjamanna í Afghanistan síðustu tíu daga. Forseti landsins fordæmir árásirnar og hvetur til samráðs svo koma megi í veg fyrir að aðgerðirnar kosti almenna borgara lífið.Um 60 talibanskir hermenn létust auk um 30 almennra borgarara í stærstu aðgerðum gegn talíbönum í Pakistan síðustu sex mánuði. 23.6.2007 10:05 Forseti Afghanistan fordæmir árásir Nató og Bandaríkjamanna Meira en 90 óbreyttir borgarar hafa látist í Afghanistan í aðgerðum Nató og Bandaríkjamanna síðustu daga. Forseti landsins fordæmir aðferðir þeirra og segir þá stuðla að dauða almennings. Fleiri óbreyttir borgarar hafa látist í Afghanistan á þessu ári af völdum bandalagsins, en af völdum uppeisnarmanna. 23.6.2007 10:01 Leiðtogar ESB ánægðir með stjórnarsáttmála Leiðtogar Evrópusambandsins náðu samkomulagi undir morgun um stjórnarsáttmála fyrir aðildarlöndin 27. Málamiðlun var gerð um að fresta breytingu á kosningavægi landanna miðað við höfðatölu til ársins 2014. Breytingin mun draga töluvert úr vægi Pólverja og það voru þeir afar ósáttir við. 23.6.2007 09:55 Vilja loka Guantanamo Bandarísk stjórnvöld leita nú leiða til að loka Guantanamo-fangelsinu. Mikill þrýstingur er á stjórnvöld í Washington að loka því en það þykir vera ljótur blettur á mannréttindamálum í Bandaríkjunum. 22.6.2007 23:25 Þung umferð á þjóðveginum Mjög þung umferð var á Vesturlandsvegi upp úr miðjum degi en fór að draga úr henni um tíu. Umferðin gekk vel fyrir sig og var án óhappa að sögn Lögreglunnar í Borgarnesi. 22.6.2007 23:10 Pressa sett á Pólverja Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur hótað því að sniðganga Pólland í viðræðum um nýjan ESB-sáttmála. Pólverjar hafa lýst andstöðu sinni við þau drög sem liggja að sáttmálanum en hann á að koma í staðinn fyrir stjórnarskrá sambandsins. 22.6.2007 21:21 Fyrrverandi starfsfólk Eiffel turnsins sektað Fimmtán fyrrverandi starfsmenn Eiffel turnsins í París hafa verið sektaðir eftir að hafa dregið að sér fé af miðasölu. Tólf konur og þrír karlar drógu að sér hundruð þúsundir evra á árunum 1996 til 2002 eftir að þeir komust að veikleika í tölvukerfi miðasölunnar. Þeim er gert að greiða allt frá 2,000 og upp í 10.000 evrur í sektir. 22.6.2007 21:10 Atlantis lent í Kaliforníu Geimferjan Atlantis er nú lent heilu á höldnu á Edwards Air Force Base í Kaleforníu. Hún lenti klukkan 15:49 að staðartíma. Hætt var við lendingu í Flórída í dag vegna slæmra veðurskilyrða. Geimferjan hefur verið á ferð um sporbaug jarðar síðan áttunda júní og var með nægar eldsneytisbirgðar fram á sunnudag. 22.6.2007 20:19 Bílvelta í Þrengslunum Bílvelta varð í Þrengslunum um klukkan sex í kvöld þar sem jeppi fór útaf og valt nokkrar veltur. Tveir menn voru í bílnum en komust af með skrámur. Mikilar tafir eru við hringtorgið inn í Hveragerði og hringtorgið inn á Selfoss og er umferð nær samfelld þar á milli. 22.6.2007 20:07 Tutti Frutti í uppáhaldi hjá kvennalandsliðinu Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta vann glæstan sigur á Serbíu í gærkvöldi þegar stelpurnar okkar sögðust í fyrsta sinn hafa fundið íslensku þjóðina á bakvið sig. Íslenska liðið er í tuttugasta og fyrsta sæti á heimslista, en í gær var lagið Tutti frutti ein aðal vítamínsprauta stelpnanna fyrir leikinn. 22.6.2007 19:17 Mikil umferð út úr bænum Mikil umferð er nú út úr bænum. Frá frá Sandskeiði og langleiðina á Selfoss er bíll við bíl. 22.6.2007 19:07 Hæpin aðferðafræði Óútskýrður launamunur kynjanna er tíu til tólf prósent samkvæmt einhverri viðamestu launakönnun sem gerð hefur verið hér landi. Það er um þriðjungi minni launamunur en síðasta stóra könnun sýndi. Dósent í kynjafræði dregur aðferðafræðina í efa. 22.6.2007 19:03 50 dagar frá hvarfi Madeleine Það eru fimmtíu dagar frá því Madeleine McCann var rænt úr íbúð í Praia da Luz í Portúgal. Í tilefni af því var grænum og gulum blöðrum sleppt í fimmtíu löndum til að vekja athygli á leitinni að stúlkunni. Og Íslendingar létu ekki sitt eftir liggja. 22.6.2007 18:53 Rekstur Akureyrarbæjar á flugvellinum verður skoðaður Samgönguráðherra segir að flugbrautin á Akureyrarflugvelli verði lengd við fyrsta tækifæri og skoðað verði hvort Akureyrarbær taki yfir rekstur flugvallarins óski bærinn eftir því. Kostnaður Flugstoða við reksturinn er áætlaður um tvö hundruð milljónir króna á þessu ári. 22.6.2007 18:46 Stjórnarþingmenn ósammála um Hafró Ágreiningur er innan stjórnarliðsins um Hafrannsóknarstofnun. Össur Skarphéðinsson, iðnaðaráðherra, vill færa stofnunina undan sjávarútvegsráðuneyti en Arnbjörg Sveinsdóttir, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokks er algerlega ósammála. Samflokksmaður hennar, Einar Oddur Kristjánsson er svipaðra skoðana og Össur og segir Hafró hafa beitt fasískum vinnubrögðum. 22.6.2007 18:36 Icelandair ósammála niðurstöðu áfrýjunarnefndar samkeppnismála Icelandair er ósammála niðurstöðu áfrýjunarnefndar samkeppnismála í dag en telur áfangasigur að sekt Samkeppniseftirlitsins frá 30. mars var lækkuð um 30%, í 130 milljónir króna. Úrskurður áfrýjunarnefndar byggir á öðrum forsendum en Samkeppniseftirlitið notaði, sem Icelandair telur alvarlegan áfellisdóm um ákvörðun Samkeppniseftirlitsins, segir í tilkynningu frá félaginu. 22.6.2007 18:17 Icelandair misnotaði markaðsráðandi stöðu sína Icelandair þarf að greiða 130 milljónir króna í stjórnvaldssekt til ríkissjóðs, fyrir að hafa misnotað markaðsráðandi stöðu sína árið 2004 og brotið gegn samkeppnislögum. 22.6.2007 17:29 Óheppilegur dauði 25 óbreyttra borgara í Afghanistan „Dauði 25 óbreyttra borgara í Afghanistan var óheppilegur og bandalagið er að rannsaka málið," segir Jaap De Hoop Scheffer, framkvæmdastjóri NATO. Hann kennir Talíbönum um hvernig fór, þar sem þeir hafi notað fólkið sem mannlegan skjöld. 22.6.2007 15:56 Sjá næstu 50 fréttir
Sex í fangageymslum eftir hópslagsmál í Breiðholti Sex eru nú í haldi lögreglu vegna hópslagsmála í nótt sem leiddu til þess að maður höfuðkúpubrotnaði og gengst nú undir aðgerð á Landspítalanum. Átökin áttu sér stað í bakkahverfi í Breiðholti en um var að ræða karlmenn á fertugsaldri. 24.6.2007 13:27
Ungmenni á batavegi eftir bílslys á Geirsgötu Ungmennin þrjú sem slösuðust þegar bíll sem þau voru í skall á Hamborgarabúllunni á Geirsgötu eftir kappakstur eru á batavegi. Tvö þeirra þurftu að gangast undir aðgerð vegna áverkana sem þau hlutu í slysinu en þau hafa nú öll verið flutt af gjörgæslu og yfir á aðrar deildir Landspítalans. 24.6.2007 12:39
Brown ætlar að leyfa mótmæli við þinghúsið Gordon Brown, sem tekur við embætti forsætisráðherra Bretlands á miðvikudag, ætlar að leyfa mótmælaaðgerðir fyrir framan þinghúsið í London. Strangar reglur eru í gildi varðandi mótmælaðgerðir fyrir framan bygginguna en forsætisráðherran tilvonandi ætlar að fella þær úr gildi. 24.6.2007 12:11
228 létust í ofsaveðri í Pakistan Rúmlega 220 manns hafa látið lífið í höfuðborg Pakistans, Karachi í kjölfar ofsaveðurs í gær. Fjöldi manns lést úr raflosti þegar rafmagnslínur féllu, tré rifnuðu upp með rótum, veggur féll á hóp fólks og fjöldi lét lífið þegar þök á heimilum þeirra hrundu. Ofsarok og hellirigning var í borginni í gær og segja hjálparstarfsmenn á staðnum að mikil flóð hafi orsakað hrun húsa. 24.6.2007 10:50
Brown tekur við Verkamannaflokknum af Blair Gordon Brown tekur við leiðtogahlutverki Verkamannaflokksins í Bretlandi af Tony Blair í dag. Brown verður þó ekki forsætisráðherra fyrr en á miðvikudag. Leiðtogaskiptin fara fram á aukaflokksfundi í Manchester. Þá verður einnig tilkynnt niðurstaða í varaformannskjöri, en sex manns tóku þátt í því. 24.6.2007 09:59
Dottaði undir stýri Betur fór en á horfðist þegar kona dottaði undir stýri við Landvegarmót á Suðurlandi nú undir kvöld. Að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli ók konan bílnum á gagnstæðan vegarhelming og endaði á vegriði. Mæðgur voru í bílnum, kona um fertugt og ung telpa. Læknir skoðaði þær á staðnum og reyndust þær ómeiddar. 23.6.2007 20:15
Hjúkrunarfræðingar langþreyttir og kvíða sumrinu Hjúkrunarfræðingar sem starfa á Landspítala-háskólasjúkrahúsi eru langþreyttir á viðvarandi manneklu og kvíða sumrinu. Þetta segir aðaltrúnaðarmaður hjúkrunarfræðinga á spítalanum sem segir mikilvægt að bæta kjör og vinnuaðstæður hjúkrunarfræðinga til að fleiri fáist til starfa. 23.6.2007 19:44
Heimsins ljótasti hundur Tveggja ára kínverskur blendingur hlaut þann vafasama heiður í Kaliforníu í gær að vera kosinn heimsins ljótasti hundur. Eigandinn bjargaði honum frá svæfingu fyrir tveimur árum þegar ræktunaraðilinn hélt að enginn myndi vilja kaupa hann, af því hann væri svo ljótur. 23.6.2007 19:32
Fjölmenni á Esjunni Fjölmenni lagði leið sína á Esjuna í dag í blíðskaparveðri. Þar var í dag haldin fjölskylduhátíð SPRON og Ferðafélags Íslands. Í kvöld verður svo sérstök dagskrá á toppi fjallsins þar sem kveikt verður í brennu ef verður leyfir. 23.6.2007 19:25
Slökkvistarf gengur ágætlega Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins gengur ágætlega að ná tökum á eldinum á Miðdalsheiði. Þó er óvíst hversu langur tími er eftir af slökkvistarfi, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði. 23.6.2007 18:59
Hagrænir þættir ráði ekki eingöngu Karl Matthíason, varaformaður sjávarútvegsnefndar segir ekki ganga að hagrænir þættir ráði ávallt ákvarðanatöku í sjávarútvegi. Horfa þurfi á mannlegra þætti og byggðasjónarmið. Hann fagnar opinni gagrnýnni umræðu um fræðilegt starf Hafrannsóknarstofnunar og kvótakerfið og telur hana nauðsynlega í ljósi bágrar stöðu fiskistofnanna. 23.6.2007 18:52
Íslenskir krakkar sigursælir í júdó Krakkar frá Akureyri og Reykjavík voru sigursælir í júdó á Alþjóðaleikum ungmenna, sem haldnir eru í Laugardal nú um helgina. Alls unnu íslensku krakkarnir til níu verðlauna. 23.6.2007 16:52
Minningarathöfn um Dhoon Í dag var haldin minningarathöfn í tilefni þess að 60 ár eru liðin frá strandi Dhoon við Látrabjarg. Athöfnin hófst kl. 10 við minnisvarða við Geldingsskorardal á Látrabjargi. Síðan var gengið að Setnagjá. 23.6.2007 16:40
Sinubruni á Miðdalsheiði Slökkvilið var kallað út fyrir skömmu vegna sinubruna á Miðdalsheiði. Samkvæmt heimildum Vísis brennur all stórt svæði og mikinn reyk leggur frá svæðinu. Búist er við að slökkvistarf geti tekið langan tíma. Það er langt í vatn og erfiðar aðstæður enda skíðlogar í mosa og öðrum skrjáfþurrum gróðri. Slökkviliðsmenn á vettvangi telja ekki útilokað að eldurinn hafi kviknað út frá einnota grilli sem hafði verið skilið eftir á víðavangi. 23.6.2007 15:36
Meðlimir trúarlögreglu dregnir fyrir rétt Meðlimir í trúarlögreglu Sádí Arabíu verða dregnir fyrir rétt vegna dauða tveggja manna sem voru í vörslu þeirra. Þetta er í fyrsta sinn sem réttað er yfir trúarlögreglunni í landinu. Dauði mannanna tveggja fyrir nokkrum vikum hafa vakið hörð viðbrögð og mikið fjölmiðlafár fylgdi í kjölfarið. 23.6.2007 15:00
Fjörutíu og fimm staðir mögulega á UNESCO listann Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna er nú á fundi á Nýja Sjálandi til að ákveða hvaða byggingar, eða svæði, eigi að bætast á söguminjalista Unesco. Um fjörutíu og fimm staðir keppa um að komast á listann. 23.6.2007 14:53
Mikið moldviðri á Suðurlandi Mikill uppblástur er á sunnanverðu landinu núna í töluverðri norðaustan átt. Hún kemur yfir uppsveitir Suðurlands, Biskupstungur, Hrunamannahrepp og Gnúpverjahrepp. Veður hefur verið þurrt á þessum slóðum undanfarið og ekki hefur náð að rigna vel til að binda jarðveginn. Því hefur myndast mikið ryk og moldarský sest á bíla og hús og gróður. Þetta sést vel í þessu veðri sem er núna. 23.6.2007 14:49
Blair hitti Benedikt páfa Tony Blair forsætisráðherra Breta hitti Benedikt páfa í Vatikaninu í dag. Fundurinn ýtir undir sögusagnir þess efnis að forsætisráðherrann fyrirhugi að gerast Kaþólikki. 23.6.2007 14:43
Fagnar 70 ára starfsafmæli á tónleikum við Djúpið Erling Blöndal Bengtsson sellóleikari fagnar 70 ára starfsafmæli sínu á tónleikum við Djúpið á Ísafirði í kvöld. Tónleikarnir eru hápunktur tónlistarhátíðar sem staðið hefur í bænum í vikunni. 23.6.2007 13:54
Riðið til messu Á sunnudagskvöld, 25. júní, verður riðið til messu úr frá bæjum Kálfholtssóknar í Rangárvallaprófastsdæmi. Messan hefst kl. 21.00 og er liður í vísitasíu biskups Íslands í prófastsdæmið. 23.6.2007 13:30
Opin umræða á stjórnarheimilinu Skoðanir Össurar Skarpéðinssonar, iðnaðarráðherra um Hafrannsóknarstofnun og fiskifræðina er jákvætt innlegg í umræðuna segir Karl V. Matthíasson, varaformaður Sjávarútvegsnefndar. Því fari fjarri að alvarlegur ágreiningur sé á stjórnarheimilinu og menn verða að venjast nýbreytni opinnar umræðu. 23.6.2007 12:21
Bandaríkjamenn íhuga að loka Guantanamo Bandaríkjamenn vinna nú að byggingu fangelsis í Afghanistan í samvinnu við yfirvöld þar. Fangelsið mun taka við föngum frá Guantanamo en Bandaríkjamenn segja fangelsið ekki koma í stað fangabúðanna á Kúbu. Hvíta húsið hefur hug á að loka Guantanamo og flytja grunaða hryðjuverkamenn annað. 23.6.2007 12:14
Segir ferðaskrifstofur lengur að lækka verð en hækka Formaður Neytendasamtakanna gagnrýnir hversu illa og seint hækkun á gengi íslensku krónunnar skilar sér í lægra verði ferðaskrifstofa. Þrátt fyrir töluverða hækkun á gengi krónunnar undanfarið hafa ferðaskrifstofur ekki lækkað verð. 23.6.2007 12:13
Íslenska landsliðið í skylmingum á leið á Norðurlandamót Íslenska landsliðið í skylmingum hélt sína síðustu æfingu í gærkvöldi áður en það heldur á Norðurlandamótið . Æfingin fór fram í íþróttahúsi í Víðistaðaskóla. 23.6.2007 12:09
Enn á gjörgæslu Tvö ungmennanna sem lentu í bílslysi við Geirsgötu í fyrrakvöld eru enn alvarlega slösuð. Þau hafa bæði gengist undir aðgerð og liggja nú á gjörgæsludeild Landsspítala - Háskólasjúkrahúsi, að sögn vakthafandi læknis. Annað þeirra var sett í öndunarvél strax eftir slysið en er nú laus úr henni. Sá þriðji úr hópnum hefur verið færður af gjörgæslu á almenna deild. 23.6.2007 11:29
Breytt bílnúmerakerfi Bílnúmerakerfið er að taka breytingum um þessar mundir og munu breytingarnar taka gildi í næstu viku. Með breyttu fyrirkomulagi sé hægt að gefa út fastanúmer næstu 50 árin. 23.6.2007 11:03
Fimmtán ára piltur dæmdur fyrir innbrot Fimmtán ára piltur var í gær dæmdur í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Suðurlands fyrir innbrot, þjófnað og vörslur fíkniefna. 23.6.2007 10:35
90 hafa látist í Afghanistan síðustu daga Meira en 90 manns hafa látist í aðgerðum Nató og Bandaríkjamanna í Afghanistan síðustu tíu daga. Forseti landsins fordæmir árásirnar og hvetur til samráðs svo koma megi í veg fyrir að aðgerðirnar kosti almenna borgara lífið.Um 60 talibanskir hermenn létust auk um 30 almennra borgarara í stærstu aðgerðum gegn talíbönum í Pakistan síðustu sex mánuði. 23.6.2007 10:05
Forseti Afghanistan fordæmir árásir Nató og Bandaríkjamanna Meira en 90 óbreyttir borgarar hafa látist í Afghanistan í aðgerðum Nató og Bandaríkjamanna síðustu daga. Forseti landsins fordæmir aðferðir þeirra og segir þá stuðla að dauða almennings. Fleiri óbreyttir borgarar hafa látist í Afghanistan á þessu ári af völdum bandalagsins, en af völdum uppeisnarmanna. 23.6.2007 10:01
Leiðtogar ESB ánægðir með stjórnarsáttmála Leiðtogar Evrópusambandsins náðu samkomulagi undir morgun um stjórnarsáttmála fyrir aðildarlöndin 27. Málamiðlun var gerð um að fresta breytingu á kosningavægi landanna miðað við höfðatölu til ársins 2014. Breytingin mun draga töluvert úr vægi Pólverja og það voru þeir afar ósáttir við. 23.6.2007 09:55
Vilja loka Guantanamo Bandarísk stjórnvöld leita nú leiða til að loka Guantanamo-fangelsinu. Mikill þrýstingur er á stjórnvöld í Washington að loka því en það þykir vera ljótur blettur á mannréttindamálum í Bandaríkjunum. 22.6.2007 23:25
Þung umferð á þjóðveginum Mjög þung umferð var á Vesturlandsvegi upp úr miðjum degi en fór að draga úr henni um tíu. Umferðin gekk vel fyrir sig og var án óhappa að sögn Lögreglunnar í Borgarnesi. 22.6.2007 23:10
Pressa sett á Pólverja Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur hótað því að sniðganga Pólland í viðræðum um nýjan ESB-sáttmála. Pólverjar hafa lýst andstöðu sinni við þau drög sem liggja að sáttmálanum en hann á að koma í staðinn fyrir stjórnarskrá sambandsins. 22.6.2007 21:21
Fyrrverandi starfsfólk Eiffel turnsins sektað Fimmtán fyrrverandi starfsmenn Eiffel turnsins í París hafa verið sektaðir eftir að hafa dregið að sér fé af miðasölu. Tólf konur og þrír karlar drógu að sér hundruð þúsundir evra á árunum 1996 til 2002 eftir að þeir komust að veikleika í tölvukerfi miðasölunnar. Þeim er gert að greiða allt frá 2,000 og upp í 10.000 evrur í sektir. 22.6.2007 21:10
Atlantis lent í Kaliforníu Geimferjan Atlantis er nú lent heilu á höldnu á Edwards Air Force Base í Kaleforníu. Hún lenti klukkan 15:49 að staðartíma. Hætt var við lendingu í Flórída í dag vegna slæmra veðurskilyrða. Geimferjan hefur verið á ferð um sporbaug jarðar síðan áttunda júní og var með nægar eldsneytisbirgðar fram á sunnudag. 22.6.2007 20:19
Bílvelta í Þrengslunum Bílvelta varð í Þrengslunum um klukkan sex í kvöld þar sem jeppi fór útaf og valt nokkrar veltur. Tveir menn voru í bílnum en komust af með skrámur. Mikilar tafir eru við hringtorgið inn í Hveragerði og hringtorgið inn á Selfoss og er umferð nær samfelld þar á milli. 22.6.2007 20:07
Tutti Frutti í uppáhaldi hjá kvennalandsliðinu Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta vann glæstan sigur á Serbíu í gærkvöldi þegar stelpurnar okkar sögðust í fyrsta sinn hafa fundið íslensku þjóðina á bakvið sig. Íslenska liðið er í tuttugasta og fyrsta sæti á heimslista, en í gær var lagið Tutti frutti ein aðal vítamínsprauta stelpnanna fyrir leikinn. 22.6.2007 19:17
Mikil umferð út úr bænum Mikil umferð er nú út úr bænum. Frá frá Sandskeiði og langleiðina á Selfoss er bíll við bíl. 22.6.2007 19:07
Hæpin aðferðafræði Óútskýrður launamunur kynjanna er tíu til tólf prósent samkvæmt einhverri viðamestu launakönnun sem gerð hefur verið hér landi. Það er um þriðjungi minni launamunur en síðasta stóra könnun sýndi. Dósent í kynjafræði dregur aðferðafræðina í efa. 22.6.2007 19:03
50 dagar frá hvarfi Madeleine Það eru fimmtíu dagar frá því Madeleine McCann var rænt úr íbúð í Praia da Luz í Portúgal. Í tilefni af því var grænum og gulum blöðrum sleppt í fimmtíu löndum til að vekja athygli á leitinni að stúlkunni. Og Íslendingar létu ekki sitt eftir liggja. 22.6.2007 18:53
Rekstur Akureyrarbæjar á flugvellinum verður skoðaður Samgönguráðherra segir að flugbrautin á Akureyrarflugvelli verði lengd við fyrsta tækifæri og skoðað verði hvort Akureyrarbær taki yfir rekstur flugvallarins óski bærinn eftir því. Kostnaður Flugstoða við reksturinn er áætlaður um tvö hundruð milljónir króna á þessu ári. 22.6.2007 18:46
Stjórnarþingmenn ósammála um Hafró Ágreiningur er innan stjórnarliðsins um Hafrannsóknarstofnun. Össur Skarphéðinsson, iðnaðaráðherra, vill færa stofnunina undan sjávarútvegsráðuneyti en Arnbjörg Sveinsdóttir, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokks er algerlega ósammála. Samflokksmaður hennar, Einar Oddur Kristjánsson er svipaðra skoðana og Össur og segir Hafró hafa beitt fasískum vinnubrögðum. 22.6.2007 18:36
Icelandair ósammála niðurstöðu áfrýjunarnefndar samkeppnismála Icelandair er ósammála niðurstöðu áfrýjunarnefndar samkeppnismála í dag en telur áfangasigur að sekt Samkeppniseftirlitsins frá 30. mars var lækkuð um 30%, í 130 milljónir króna. Úrskurður áfrýjunarnefndar byggir á öðrum forsendum en Samkeppniseftirlitið notaði, sem Icelandair telur alvarlegan áfellisdóm um ákvörðun Samkeppniseftirlitsins, segir í tilkynningu frá félaginu. 22.6.2007 18:17
Icelandair misnotaði markaðsráðandi stöðu sína Icelandair þarf að greiða 130 milljónir króna í stjórnvaldssekt til ríkissjóðs, fyrir að hafa misnotað markaðsráðandi stöðu sína árið 2004 og brotið gegn samkeppnislögum. 22.6.2007 17:29
Óheppilegur dauði 25 óbreyttra borgara í Afghanistan „Dauði 25 óbreyttra borgara í Afghanistan var óheppilegur og bandalagið er að rannsaka málið," segir Jaap De Hoop Scheffer, framkvæmdastjóri NATO. Hann kennir Talíbönum um hvernig fór, þar sem þeir hafi notað fólkið sem mannlegan skjöld. 22.6.2007 15:56