Innlent

Dýr valda deilum í Húnavatnshreppi

Héraðsdómur Norðurlands vestra hefur dæmt karlmann á fimmtugsaldri í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ráðist á karl og konu um sextugt vegna deilna þeirra um dauð lömb og hunda.

Atvikið átti sér stað í Húnavatnshreppi í júní fyrra en þá skaut eldri maðurinn tvo hunda til bana eftir að þeir höfðu drepið nokkur lömb hjá honum. Annar dýrbítanna var í eigu yngri mannsins sem bjó á nágrannabæ og kom hann að sækja hundinn eftir að hann hafði verið skotinn.

Var yngri manninum meðal annars gefið að sök að hafa þá dregið þann eldri niður tröppur og hafa þjarmað þar að honum og sömuleiðis að hafa ráðist á konu eldri mannsins þar sem þau voru öll að skoða hundana dauðu.

Maðurinn játaði á sig fyrra brotið en neitaði sök í því síðarnefnda. Hann var engu að síður sakfelldur fyrir það út frá framburði vitna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×