Fleiri fréttir

Skilinn eftir í blóði sínu í Heiðmörk

Ungur maður fannst liggjandi í blóði sínu í Heiðmörk í gærkvöldi. Maðurinn vildi ekki tjá sig um málsatvik við lögreglu en heimildamenn fréttastofu segja að hann hafi verið barinn af þekktum misyndismönnum. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að maðurinn hafi verið staddur í heimahúsi í Garðabæ um klukkan tíu í gærkvöld þegar menn sem þekktir eru í undirheimum bæjarins bönkuðu upp á og báðu hann að koma út í bíl og tala við sig.

Félagar í Herði riðu til kirkju í dag

Félagar í Hestamannafélaginu Herði í Mosfellsbæ tóku í dag upp gamlan sið þegar þeir riðu til kirkju í Mosfellsdalnum. Sú hefð varð til á sjöunda áratugnum að ríða til Mosfellskirkju einu sinni að vori en það lagðist af fyrir tólf árum.

Eyþór Arnalds handtekinn fyrir ölvunarakstur

Eyþór Arnalds, oddviti á lista sjálfstæðismanna í Árborg, var handtekinn ásamt unnustu sinni í nótt, en þau eru grunuð um að ekið ölvuð á ljósastaur og flúið af vettvangi. Eyþór gisti fangageymslur í nótt en var sleppt í dag eftir að játning lá fyrir.

Ætla ekki að hætta við að auðga úran

Forseti Írans hafnaði í dag öllum tilboðum frá Evrópusambandinu sem fela í sér að Íranir hætti að auðga úran. Forsetinn, Mahmud Ahmadinejad, sagði í viðtali við íranska sjónvarpið að ekkert þýddi að bjóða Írönum sérkjör af nokkru tagi gegn tilslökunum í þróun kjarnorkuiðnaðar.

Leitað að manni í nágrenni Grímsstaða á fjöllum

Björgunarsveitir frá Húsavík og nágrenni leita nú ungs manns sem saknað hefur verið síðan í nótt. Síðast sást til mannsins í teiti á Grímsstöðum á fjöllum í nótt en síðan hefur ekkert til hans spurst. Að sögn lögreglunnar á Húsavík fóru þrjár björgunarsveitir ásamt hundasveit á staðinn og ættu að ná þangað næsta klukkutímann.

Dæmdir í lífstíðarfangelsi fyrir sprengjuárásir

Tíu félagar í herskáum samtökum í Bangladess hafa verið dæmdir í lífstíðarfangelsi fyrir aðild að sprengjuárásum í landinu í ágúst síðastliðnum. Þrír til viðbótar fengu 20 ára fangelsi fyrir að standa að árásunum en þær áttu sér stað í bænum Joypurhat.

Samningar vegna sambýla nást væntanlega í kvöld

Reikna má með að samningar takist í kjaraviðræðum SFR, stéttarfélags í almannaþjónustu, og forsvarsmanna svæðiskrifstofa um málefni fatlaðra í kvöld. Samningsaðilar hafa fundað um helgina með góðum árangri, en um er að ræað launahækkanir fyrir starfsmenn á sambýlum og öðrum starfsstöðvum fyrir fatlaða innan svæðisskrifstofanna, á Skálatúni og hjá Styrktarfélagi vangefinna.

Samfylkingin bætir við sig fylgi í Hafnarfirði

Samfylkingin bætir við sig sjöunda manni í bæjarstjórn Hafnarfjarðar samkvæmt nýrri könnun Gallups á fylgi flokka í bæjarfélaginu. Greint var frá niðurstöðum könnunarinnar í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins.

Íranar hætta að auðga úran

Forseti Írans hafnaði í dag öllum tilboðum frá Evrópusambandinu sem fela í sér að Íranir hætti að auðga úran. Forsetinn, Mahmud Ahmadinejad, sagði í viðtali við íranska sjónvarpið að ekkert þýddi að bjóða Írönum sérkjör af nokkru tagi gegn tilslökunum í þróun kjarnorkuiðnaðar.

Ók niður ljósastaur og flýði af vettvangi

Lögreglan í Reykjavík hafði í nótt upp á ökumanni sem ekið hafði á ljósastaur á Kleppsvegi og stungið af. Maðurinn ók jeppa á staurinn með þeim afleiðingum að hann lagðist á hliðina og flýði svo af vettvangi á bílnum. Hann náðist hin svegar í Ártúnsbrekkunni og var færður á lögreglustöð ásamt farþega þar sem þeir gistu fangageymslur.

Veltikarl í miðborg Reykjavíkur í gær

Skringilegur veltikarl vakti óskipta athygli í miðborg Reykjavíkur í gær. Hér var á ferðinni einn af gestum Listahátíðar, franskur götulistamaður, Culbuto að nafni. Hann er lifandi leikfang sem veltir sér um strætin og vekur upp hlátur enda stöðugt við það að skella með höfuðið í götuna en tekst jafnan að bjarga sér.

Bílveltur á Mýrum og Hrútafjarðarhálsi

Tvennt var flutt á slysadeild á Akranesi eftir að bíll valt á Snæfellsnesvegi á Mýrum skammt frá bænum Álftá í morgun. Alls voru þrír bílnum og er talið að ökumaður hafi misst stjórn á honum með þeim afleiðingum að hann fór tvær eða þrjár veltur. Fólkið mun ekki vera mikið slasað. Þá valt bíll við þjóðveg eitt á Hrútafjarðarhálsi í nótt eftir að ökumaður hafði ekið honum út af.

Lagðist til sunds við Gróttu í nótt

Slökkviliði þurfti ekki aðeins að sinna fjölmörgum brunaútköllum í gærkvöld og nótt því um eittleytið barst tilkynning um mann sem lagst hafði til sunds úti við Gróttu á Seltjarnarnesi. Bátur var sendur á vettvang og það var kafari á vegum slökkviliðsins sem náði manninum úr sjónum.

Þrír handteknir vegna hnífsstungu í Hafnarfirði

Unglingur var stunginn með hnífi nú undir morgun í Hafnarfirði og var hann fluttur á slysadeild en hann liggur nú á Barnaspítala Hringsins. Að sögn lögreglunnar er rannsókn málsins á viðkvæmu stigi en þrír hafa verið handteknir í tenglsum við verknaðinn.

Mannskæðar árásir í Írak í morgun

Fjöldi sprengjuárása var gerður í Írak í morgun, bæði gegn guðshúsum og hernaðarmannvirkjum, með þeim afleiðingum að 26 að minnsta kosti létu lífið og sextíu eru sárir.

Rússnesk stríðstól á leið út úr Georgíu

Tugir tonna af rússneskum stríðstólum eru nú á lestarvögnum út úr Georgíu. Rússar hafa verið með bækistöðvar í Georgíu síðan landið fékk sjálfstæði frá Sovétríkjunum fyrir tæpum fimmtán árum.

Krefjast dauðarefsingar yfir morðingja Turner

Fjölskylda Ashley Turner, flugliða Varnarliðsins sem myrt var í Keflavíkurstöðinni síðasta sumar, vill að herinn krefjist dauðarefsingar yfir meintum morðingja hennar. Fjölskyldan skoðaði vettvang glæpsins í vikunni en þá lauk dómsrannsókn yfir hinum grunaða.

Þjóðminjasafnið hlaut viðurkenningu

Þjóðminjasafn Íslands var meðal safna sem hlutu viðurkenningu í samkeppni Evrópuráðs safna um safn Evrópu árið 2006! Listasafn í Barcelona hlaut verðlaunin en auk þess hlutu þrjú söfn sérstakar viðurkenningar fyrir framúrskarandi árangur; Þjóðminjasafn Íslands, Listasafn í Árósum og Náttúrsafn í Austurríki. Safn í Svíþjóð hlaut Micheletti-verðlaunin.

Þrír fluttir á slysadeild eftir bruna á Rauðarárstíg

Þrír voru fluttir á sjúkrahús með reykeitrun eftir bruna í þriggja hæða húsi við Rauðarárstíg í Reykjavík og er íbúðin þar sem eldurinn kom upp talin ónýt. Mikill erill hefur verið hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins síðastliðinn hálfan sólarhring.

Hópslagsmál í Keflavík

Lögreglan í Keflavík handtók í nótt fimm menn á skemmtistað í bænum vegna slagsmála við dyraverði staðarins. Þrír dyraverðir slösuðust í slagsmálunum og þurftu tveir þeirra að leita læknis. Að sögn lögreglunnar kinnbeinsbrotnuðu þeir báðir en annar þeirra var líka nefbrotinn og fékk skurð í andlit sem í þurfti að sauma nokkur spor.

Hnífsstunga í Hafnarfirði

Unglingur var stunginn með hnífi nú undir morgun í Hafnarfirði og var hann fluttur á slysadeild og lagður inn í kjölfarið á Barnaspítala Hringsins. Að sögn lögreglunnar eru ekki öll kurl komin til grafar í málinu og verst hún allra frétta. Heimildir fréttastofu herma að unglingurinn hafi verið að gangi þegar farþegi í bíl sem átti leið hjá hafi stokkið út úr bílnum og stungið hann og lítur út fyrir að sá hafi verið meðlimur í einni unglingaklíku bæjarins.

Verðmæti húsa undir skuldum

Verðmæti fasteignar, sem keypt var með níutíu prósent láni síðasta haust, verður eftir ár orðið mun minna en lánin sem hvíla á eigninni - gangi eftir spár um verðbólgu og verðlækkun á fasteignamarkaði. Misgengið getur skipt milljónum króna ´z stærri eignum.

Efasemdir um "hátæknisjúkrahús"

Oddvitar Sjálfstæðisflokks og vinstri grænna í borginni hafa efasemdir um byggingu svokallaðs "hátæknisjúkrahúss" við Hringbraut, en leiðtogi Samfylkingar telur staðsetninguna enn góðan kost. Áætlaður kostnaður við framkæmdina er 36 milljarðar króna.

Tilkomumikil byssusýning í Digranesi

Byssur, rifflar, fallbyssur og fleiri vopn fylla nú kjallara íþróttahúss Digraness. Auk þekktra vopna, eins og Smith and Wesson, Luger og Clock, má sjá þar athyglisverð skotvopn úr seinni heimsstyrjöldinni og eitt stærsta byssusafn í einkaeigu.

Fjarskiptum ábótavant

Fjarskipti gengu ekki sem skildi á flugslysaæfingu á Höfn í Hornafirði í dag. Augljóst er að fjarlægðin milli flugvallarins og Hafnar hefur sitt að segja þegar bjarga þarf mannslífum.

Ísland fjölmeningarlegt land en ekki ríki

Ísland er fjölmenningarlegt land en ekki fjölmenningarlegt ríki þar sem stjórnvöld hafa ekki markað sér eiginlega fjölmenningarstefnu, segir dósent í mannfræði við Háskóla Íslands. Jafnframt sé mikilvægt að auka fé til íslenskukennslu þar sem tungumálið sé helsta hindrunin í aðlögun innflytjenda hér á landi.

Gripinn eftir hraðakstur gegnum borgina og upp í Hvalfjörð

Lögreglan í Reykjavík handtók í dag ökumann bíls eftir eftirför sem hófst á Miklubrautinni en endaði uppi í Hvalfirði. Lögregla mældi bílinn á 140 kílómetra hraða á leið austur Miklubraut um hádegi í dag en þar sem lögregla þurfti að snúa sínum bíl við missti hún sjónar af bílnum.

Framsókn tapar miklu fylgi í Kópavogi

Framsóknarflokkurinn hefur tapað ríflega tveimur þriðju af fylgi sínu í Kópavogi ef marka má könnun Gallup sem greint var frá í fréttum Ríkisútvarpsins. Framsókn mælist nú með átta prósenta fylgi en var með 28 prósent í síðustu kosningum árið 2002.

Verður Þjóðminjasafnið safn Evrópu í ár?

Það ræðst í kvöld hvort Þjóðminjasafnið verður valið safn Evrópu árið 2006. Þjóðminjasafnið er í hópi 20 safna sem komin eru í úrslit í samkeppni Evrópuráðs safna en niðurstöður hennar verðar kynntar á aðalfundi ráðsins í Lissabon í kvöld.

Síamstvíburar aðskildir í Bandaríkjunum

Tvær fimm mánaða gamlar stúlkur í Bandaríkjunum sofa nú í sitthvoru rúminu í fyrsta sinn á sinni stuttu æfi eftir að skurðlæknar aðskildu þær í gærkvöldi. Stúlkurnar voru samvaxnar á brjóstkassa og maga.

Samningar takast líklega um helgina

Líklegt má telja að samningar takist um helgina í kjaraviðræðum SFR, stéttarfélags í almannaþjónustu, og forsvarsmanna svæðiskrifstofa um málefni fatlaðra. Viðræðurnar snúast um launahækkanir til handa starfsmönnum á sambýlum og öðrum starfsstöðvum fyrir fatlaða innan svæðisskrifstofanna, á Skálatúni og hjá Styrktarfélagi vangefinna.

Flugslysaæfing á Höfn í Hornafirði í dag

Flugslysaæfing verður haldin á Höfn í Hornafirði í dag. Þar verður sett á svið flugslys þar sem stór farþegaflugvél brotlendir við flugvöllinn á Höfn. Um 30 sjálfboðaliðar taka þátt í æfingunni sem lemstraðir sjúklingar en ríflega þrjátíu manns koma að björgunarstörfum og samhæfingu á staðnum.

Réðust inn á heimili fyrrverandi yfirmanns CIA

Bandaríska alríkislögreglan réðst í gær til inngöngu á heimili manns sem nýlega lét af störfum sem þriðji æðsti yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar, CIA. Fimm alríkisstofnanir tóku þátt í húsleitinni, sem var gerð samkvæmt leynilegum dómsúrskurði. Talsmenn þeirra vildu ekki segja hverju væri verið að leita að, en maðurinn - Kyle Foggo - er grunaður um spillingu í tengslum við verktakasamninga.

Á 191 kílómetra hraða á Reykjanesbraut

Lögreglan í Keflavík veitt bíl eftirför í nótt sem mældist á 191 kílómetra hraða á klukkustund á leið vestur Reykjanesbraut. Ökumaður sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu og reyndi að komast undan með því að slökkva öll ljós á bílnum.

Leituðu aðstoðar vegna hundsbits

Fjögur ungmenni þurftu að leita á slysadeild á Akureyri eftir að hundur hafði bitið þau í nótt. Ungmennin voru að fagna próflokum í Kjarnaskógi þegar einn af góðkunningjum lögreglunnar fyrir norðan kom á staðinn með hund sinn. Hundurinn var svo skilinn eftir í vörslu annars fólks sem á endanum leiddi til þess að hann beit fjóra.

Eldur í gámi og brettum við Grandagarð í nótt

Töluverðan reyk lagði yfir Reykjavíkurhöfn þegar eldur kom upp í gámi við Grandagarð 16-18 um klukkan eitt í nótt. Slökkvilið kom á vettvang og þá hafði eldurinn læst sig í nærliggjandi trébretti og var farinn að teygja sig í upp í glugga í nærliggjandi húsi og að tunnum með þynni. Kæla þurfti tunnurnar og lauk slökkvistarfi um tvöleytið. Eldsupptök eru ókunn en rannsókn stendur yfir.

Varað við hamförum við Merapi

Eldfjallið Merapi í Indónesíu spúði eldi og ösku í morgun á meðan þúsundir íbúa aðliggjandi svæða flúðu heimili sín. Í morgun gáfu stjórnvöld út viðvörun um yfirvofandi hamfarir og skipuðu þúsundum manna sem búa á svæðinu að hafa sig á brott.

Á þriðja þúsund manns í framboði

Einn af hverjum áttatíu landsmönnum á kosningaaldri getur kosið sjálfan sig í sveitarstjórnarkosningunum sem fara fram undir lok mánaðarins. Svo margir eru frambjóðendurnir. Heildarfjöldi þeira jafngildir því að nær allir Grindvíkingar væru í framboði.

Miðbær í myndum

Ljósmyndssýningin Miðbær í myndum verður opnuð á Listahátíð á morgun. Á sýningunni eru 70 myndir sem sýna miðborg Reykjavíkur eins og hún leit út fyrir um hundrað árum síðan.

Þjónusta við börn og aldraða í hávegi höfð

Þjónustu við aldraða hefur hrakað mikið á síðustu sextán árunum segir oddviti Vinstri-grænna í Kópavogi. Flokkurinn kynnti stefnuskrá sína í dag og er þjónusta við aldraða og börn í hávegi höfð í stefnuskránni.

Sjá næstu 50 fréttir