Innlent

Félagar í Herði riðu til kirkju í dag

Félagar í Hestamannafélaginu Herði í Mosfellsbæ tóku í dag upp gamlan sið þegar þeir riðu til kirkju í Mosfellsdalnum. Sú hefð varð til á sjöunda áratugnum að ríða til Mosfellskirkju einu sinni að vori en það lagðist af fyrir tólf árum. Í ár var ákveðið að endurvekja hefðina og var ung stúlka úr hestamannafélaginu, Saga Guðmundsdóttir, fermd í kirkjunni í leiðinni. Svo skemmtilega vill til að hún var einmitt skírð í síðustu kirkjureið. Um hundrað félagar úr Herði tóku þátt í reiðinni en eftir athöfnina reið fermingarbarnið á fermingjargjöfinni með hópnum í félagsheimili Harðar til veislu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×