Innlent

Hnífsstunga í Hafnarfirði

Unglingur var stunginn með hnífi nú undir morgun í Hafnarfirði og var hann fluttur á slysadeild og lagður inn í kjölfarið á Barnaspítala Hringsins.  Að sögn lögreglunnar eru ekki öll kurl komin til grafar í málinu og verst hún allra frétta. Heimildir fréttastofu herma að unglingurinn hafi verið að gangi þegar farþegi í bíl sem átti  leið hjá hafi stokkið út úr bílnum og stungið hann og lítur út fyrir að sá hafi verið meðlimur í einni unglingaklíku bæjarins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×