Erlent

Fellibylur veldur usla á Filippseyjum

Veðurtunglamynd af Tsjantsjú.
Veðurtunglamynd af Tsjantsjú. MYND/AP

Fellibylurinn Tsjantsjú olli mikilli eyðileggingu um miðbik Filippseyja í nótt og leiddi til dauða að minnsta kosti 23 manna.

Skip sukku, flóðbylgjur fóru yfir mannabústaði og aurskriður eyðilögðu vegi víða um miðbik Filippseyja í nótt og í morgun. Verið var að draga þessa ferju til hafnar í gær þegar öldurnar gengu yfir hana með þeim afleiðingum að sjórinn gleypti hana. Öllum tókst að koma sér frá borði og engan sakaði. Suður af höfuðborginni Manilu köstuðu hafbylgjurnar annarri ferju á land með sjö hundruð manns innanborðs. Annars staðar þurftu um átta þúsund ferjufarþegar að bíða af sér storminn. Vatn og aur fór yfir vegi þannig að íbúar fjölda þorpa komust hvorki lönd´né strönd. Margir óðu um götur með vatnið upp á mitti. Stormurinn færist nú með um fimmtán kílómetra hraða á klukkustund út á Suðurkínahaf. Hviðurnar fara upp í 33 metra á sekúndu - sem á íslensku kallast fárviðri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×