Erlent

Íranar hætta að auðga úran

Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans.
Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans. MYND/AP

Forseti Írans hafnaði í dag öllum tilboðum frá Evrópusambandinu sem fela í sér að Íranir hætti að auðga úran. Forsetinn, Mahmud Ahmadinejad, sagði í viðtali við íranska sjónvarpið að ekkert þýddi að bjóða Írönum sérkjör af nokkru tagi gegn tilslökunum í þróun kjarnorkuiðnaðar. Ahmadinejad var að koma af fundi átta leiðtoga íslamskra ríkja í Indónesíu. Þar fékk hann stuðning leiðtoganna, sem samþykktu að ríki ætti að eiga rétt á að þróa kjarnorku í friðsamlegum tilgangi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×