Innlent

Flugslysaæfing á Höfn í Hornafirði í dag

Flugslysaæfing verður haldin á Höfn í Hornafirði í dag. Þar verður sett á svið flugslys þar sem stór farþegaflugvél brotlendir við flugvöllinn á Höfn. Um 30 sjálfboðaliðar taka þátt í æfingunni sem lemstraðir sjúklingar en ríflega þrjátíu manns koma að björgunarstörfum og samhæfingu á staðnum. Fjölmargir aðilar kom að æfingunni þar sem reynt er á samhæfingu á stað sem er langt frá allri meiri háttar aðstoð. Næsta sjúkrahús í vestri er á Selfossi en í austri á Neskaupstað. Þetta er í 17 sinn sem Flugmálastjórn setur upp æfingu af þessu tagi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×