Erlent

Dæmdir í lífstíðarfangelsi fyrir sprengjuárásir

Tíu félagar í herskáum samtökum í Bangladess hafa verið dæmdir í lífstíðarfangelsi fyrir aðild að sprengjuárásum í landinu í ágúst síðastliðnum. Þrír til viðbótar fengu 20 ára fangelsi fyrir að standa að árásunum en þær áttu sér stað í bænum Joypurhat. Allir eru mennirnir félagar í samtökunum Jamaat-ul-Mujahideen sem berst fyrir því að íslömsk lög verði tekin upp í Bangladess. Alls létust 28 manns í árásunum, þar af fjórir sjálfsmorðsárásarmenn. Forystumenn samtakann voru handteknir í mars en eftir er að rétta yfir þeim.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×