Innlent

Þjónusta við börn og aldraða í hávegi höfð

MYND/Hörður

Þjónustu við aldraða hefur hrakað mikið á síðustu sextán árunum segir oddviti Vinstri-grænna í Kópavogi. Flokkurinn kynnti stefnuskrá sína í dag og er þjónusta við aldraða og börn í hávegi höfð í stefnuskránni.

Frambjóðendur flokksins kynntu helstu stefnumál á opnum fundi í Gullsmáranum í dag. Ólafur Þór Gunnarsson skipar efsta sætið á lista Vinstri-grænna í Kópavogi og kynnti hann stefnuskrána fyrir fundargestum. Á meðal helstu stefnumála flokksins eru ókeypis leikskóli fyrir alla, ókeypis máltíðir í leik- og grunnskólum og að bærinn marki heildstæða stefnu í öldurnarmálum í bænum.

Hugmyndir flokksins ganga fyrst og fremst út á aukna þjónusta af hendi bæjarins. Ólafur telur að bærinn hafi vel efni á þeim. Rekstrarafgangur Kópavogsbæjar hafi verið 2,3 milljarðar á síðasta ári og er áætlaður 2,7 milljarðar á þessu ári. Ólafur vill að þessir peningar verði notaðir í aukna þjónustu.

Flokkurinn vill banna nektardanstaði í bænum. Hann leggur einnig áherslu á að draga úr þenslu bæjarins með það í huga að geta veitt þeim sem búa í bænum meiri þjónustu.

Vinstri grænir eiga engan bæjarfulltrúa í Kópavogi nú en aðeins vantaði 1% í síðustu kosningum til að þeir næðu manni inn. Ólafur er þess fullviss að stuðningur við framboðið hafi aukist síðan þá. Hann segir ljóst að á síðustu sextán árum hafi þjónustu við aldraða hrakað mikið og það sé þróun sem verið að snúa við hið fyrsta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×