Innlent

Leitað að manni í nágrenni Grímsstaða á fjöllum

Björgunarsveitir frá Húsavík og nágrenni leita nú ungs manns sem saknað hefur verið síðan í nótt. Síðast sást til mannsins í teiti á Grímsstöðum á fjöllum í nótt en síðan hefur ekkert til hans spurst. Að sögn lögreglunnar á Húsavík fóru þrjár björgunarsveitir ásamt hundasveit á staðinn og ættu að ná þangað næsta klukkutímann. Þá verður mannsins leitað úr lofti með aðstoð flugvélar. Ekki hefur verið óskað eftir aðstoð þyrlu en báðar þyrlur Landhelgisgæslunnar eru bilaðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×