Innlent

Miðbær í myndum

Ljósmyndssýningin Miðbær í myndum verður opnuð á Listahátíð á morgun. Á sýningunni eru 70 myndir sem sýna miðborg Reykjavíkur eins og hún leit út fyrir um hundrað árum síðan.

Alls eru um 70 myndir á sýnigunni og verða þær til sýnis á Austurvelli, Lækjartorgi og í Fógetagarði. Myndirnar eru allar teknar í nágrenninu svo auðvelt er að átta sig á hvernig umhverfið hefur breyst síðan þær voru teknar. Einnig eru margar mannlífsmyndir á sýningunni svo vera má að einhver þekki fjarskyld ættmenni ef nánar er að gáð.

Kristín Halldórsdóttir, verkefnisstjóri hjá Ljósmyndasafni Reykjavíkur, segir það áhugavert að sjá hversu falleg borgin var og er enn.

Margar myndanna eru frá því um aldarmótin 1900 og en þá var við lýði að framkalla pósitíva myndir á húðaðar glerplötur. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og með nýjustu tækni eru myndirnar skannaðar í tölvu og þær síðan prentaðar út á örþunnar álplötur.

Sýningin verður verður á áðurnefndum stöðum fram í september.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×