Innlent

Krefjast dauðarefsingar yfir morðingja Turner

Fjölskylda Ashley Turner, flugliða Varnarliðsins sem myrt var í Keflavíkurstöðinni síðasta sumar, vill að herinn krefjist dauðarefsingar yfir meintum morðingja hennar. Fjölskyldan skoðaði vettvang glæpsins í vikunni en þá lauk dómsrannsókn yfir hinum grunaða.

Það var fjórtánda ágúst sem hin tvítuga stúlka, Ashley Turner fannst látin, liggjandi í blóði í setustofu í íbúðarbyggingu sinni á Varnarsvæðinu. Skömmu síðar var Calvin Hill, tvítugur hermaður handtekin grunaður um að hafa ráðið henni bana. Áður hafði Ashley kært manninn fyrir að stela hátt á þriðja þúsund dollurum af bankakorti sínu. Nú í vikunni lauk á Keflavíkurfdlugvelli yfirheryslum fyrir rannsóknarnenfd hersins og mun herinn innan tveggja þriggja vikna ákveða hvort ákæra gegn Calvin Hill verður tekin fyrir af almennum dómstólum eða hvort herréttur dæmir hann. Foreldrar og bróðir Ashley Turner voru viðstödd réttaryfirheyrslur í vikunni í Keflavík og skoðuðu meðal annars vettvang glæpsins sem enn er varðveittur. Samkvæmt blaðafregnum tók það á ættingja stúlkunnar að skoða blóði drifna setustofuna og heyra vitnisburð lækna sem úrskurðuðu að banamein hennar hefði verið þungt höfuðhögg og stungusár á hálsi. Fjölskyldan tjáir fjölmiðlum að hún óski þess að krafist verði dauðarefsingar yfir hinum tvítuga meinta morðingja Ashley Turner. Bæði hún og meintur morðingi hennar voru flugliðar hjá þyrlubjörgunarsveit hersins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×