Innlent

Tilkomumikil byssusýning í Digranesi

Byssur, rifflar, fallbyssur og fleiri vopn fylla nú kjallara íþróttahúss Digraness. Auk þekktra vopna, eins og Smith and Wesson, Luger og Clock, má sjá þar athyglisverð skotvopn úr seinni heimsstyrjöldinni og eitt stærsta byssusafn í einkaeigu.

Það er skotfélag Kópavogs sem stendur fyrir sýningu á byssum og öðrum vopnum í Digranesi.

Og það eru fleiri frægar byssur á sýningunni ein sog þessar Smith and Wesson byssur og þessar Luger byssur sem notaðar voru af þjóðverjum í síðari heimsstyrjöldinni.

Þá má sjá riffla sem aðallega eru notaðir við fílaveiðar, línubyssur, hnífa, fallbyssuskot og margt, margt fleira.

þar er líka að finna hluta af flug- og sögusetri Reykjanesbæjar sem hefur að geyma vopn og aðra muni frá síðari heimsstyrjöldinni.

Eins er á sýningunni stærsta byssusafn landsins í einkaeigu og eru sumar byssurnar það verðmætar og fágætar að þær eru aðeins til sýnis í lokuðum glerkössum.

Sýningin verður opin á morgun frá klukkan 10 til 18

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×