Erlent

Varað við hamförum við Merapi

MYND/AP

Eldfjallið Merapi í Indónesíu spúði eldi og ösku í morgun á meðan þúsundir íbúa aðliggjandi svæða flúðu heimili sín. Í morgun gáfu stjórnvöld út viðvörun um yfirvofandi hamfarir og skipuðu þúsundum manna sem búa á svæðinu að hafa sig á brott.

Merapi hefur sent frá sér reykjarmökk og ösku undanfarnar vikur og í morgun mátti sjá eldglærur í keilu fjallsins. Rauðglóandi hraunið vellur nú upp úr gígnum. Sjö þúsund manns búa utan í fjallinu og stunda jarðrækt í gróskumiklum hlíðunum. Þegar eldfjallið lætur á sér kræla má líka hafa atvinnu af þjónustu við ferðamenn, sem nú eru ófáir á svæðinu, auk eldfjallasérfræðinga sem hver sem betur getur að komast nálægt jarðhræringunum. Yfirvöld hafa fyrirskipað brottflutning fólks en þrátt fyrir hættuna eru margir sem vilja vera um kyrrt. Búið er að koma upp þrjátíu flóttamannabúðum fyrir fólkið í hæfilegri fjarlægð. Árið 1930 létu um þrettán hundruð manns lífið í eldgosi í Merapi fjalli - og því leggja stjórnvöld talsverða áherslu á að íbúar láti segjast og komi sér burt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×