Erlent

Húsleit á heimili fyrrum yfirmanns CIA

Við húsleit á heimili Foggo í dag.
Við húsleit á heimili Foggo í dag. MYND/AP

Bandaríska alríkislögreglan FBI gerði í dag húsleit á heimili Kyle "Dusty" Foggo fyrrverandi yfirmanns bandarísku leyniþjónustunnar CIA.

Foggo var þriðji æðsti yfirmaður leyniþjónustunnar um tíma en hann er talinn tengjast umsvifamiklu spillingarmáli þar sem meðal annars er um að ræða mútugreiðslur, fjárhættuspil og vændi samkvæmt fréttavef CNN.

Foggo sagði starfi sínu lausu í byrjun þessarar viku. Talsmaður bandarísku leyniþjónustunnar staðfesti í dag að rannsókn færi fram á störfum Foggo og sagði leyniþjónustuna sýna alríkislögreglunni fulla samvinnu í málinu. Talið er að Fogo tengjist máli Rebúblikanans Randy "Duke" Cunningham, sem játaði í nóvember síðastliðnum að hafa þegið mútugreiðslur frá verktaka sem sóttist eftir verkum á vegum bandarískra varnarmálayfirvalda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×