Erlent

Réðust inn á heimili fyrrverandi yfirmanns CIA

MYND/AP

Bandaríska alríkislögreglan réðst í gær til inngöngu á heimili manns sem nýlega lét af störfum sem þriðji æðsti yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar, CIA. Fimm alríkisstofnanir tóku þátt í húsleitinni, sem var gerð samkvæmt leynilegum dómsúrskurði. Talsmenn þeirra vildu ekki segja hverju væri verið að leita að, en maðurinn - Kyle Foggo - er grunaður um spillingu í tengslum við verktakasamninga. Hann lét af störfum í vikunni, þremur dögum eftir að yfirmaður leyniþjónustunnar tilkynnti um afsögn sína.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×