Innlent

Lóan er komin

Heiðlóa.
Heiðlóa. Mynd/Brynjúlfur

Lóan er komin til landsins að kveða burt snjóinn. Fréttavefurinn Horn greinir frá því að tvær heiðlóur hafi sést utan við Ósland á Höfn í Hornafirði um klukkan níu í morgun. Heiðlóurnar koma til landsins á svipuðum tíma í ár og undanfarin ár en síðustu átta ár hafa fyrstu fuglarnir sést á tímabilinu 20.-31. mars. Heiðlóan er hinn eini sanni vorboði og því ætti vorið að vera á næsta leiti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×