Innlent

Segja ummæli Dags um Sundabraut óásættanleg

B-listinn í Reykjavík gagnrýnir harðlega yfirlýsingu Dags. B. Eggertssonar um að betra væri að leggja Sundabraut alla í einum áfanga en hafa hana einfalda og segja óásættanlegt að formaður skipulagsráðs skuli leggja slíkt til.

Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík og formaður skpulagsnefndar sagði á opnum borgarafundi á Kjalarnesi að betra væri að leggja Sundabrautina alla í einu og hafa hana þá einfalda í stað þess að leggja hana tvöfalda upp í Grafarvog í fyrsta áfanga og svo alla leið í öðrum.

Framsóknarmenn í Reykjavík eru ósáttir við ummæli Dags og segja þau koma á óvart. Óskar Bergsson, sem skipar annað sæti lista Framsóknar segir það óásættanlegt að formaður skipulagsráðs Reykjavíkru skuli leggja slíkt til. Einföld Sundabraut væri til þess fallin að auka enn frekar á umferðavandann og að slysahætta mynda aukast verulega. hann segir Framsóknarmenn vilja flýta lagningu Sundabrautar og að það verði gert í einum áfanga en brautin höfð tvödöld eins og alltaf hefur staðið til.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×