Innlent

Áætlunarflug British Airways til Íslands er hafið.

Áætlunarflug British Airways til Íslands er hafið. Þota félagsins, af gerðinni Boeing 737-400, lenti á Keflavíkurflugvelli í morgun með 66 farþega og tók til baka með 78 manns til Gatwick-flugvallar í London. Breski sendiherrann á Íslandi, Alp Mehmet, opnaði þessa nýju flugleið félagsins formlega við landganginn út í vél. British Airways mun fljúga hingað til lands fimm sinnum í viku yfir sumarið en fjórum sinnum í viku yfir vetrarmánuðina. Búist

er við að farþegum um flugvöllinn fjölgi um 60 til 70 þúsund á ári í tengslum við flug breska félagsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×