Innlent

Par handtekið í nótt á rölti með eins árs gamalt barn sitt í vagni

Lögreglan í Reykjavík handtók í nótt ölvað par á gangi með eins árs gamalt barn sitt í vagni, að sögn lögreglu var fólkið í mjög ölvað og verður það yfirheyrt þegar það verður búið að sofa úr sér. Barnaverndaryfirvöld tóku barnið að sér á meðan rannsókn á málinu stendur yfir.

Sjö manns voru handteknir eftir að lögregla gerði húsleit í heimahúsi í miðborg Reykjavíkur, töluvert af fíkniefni fundust og telur lögregla að sala hafi farið þar fram. Sjömenningarnir voru allir í mjög annarlegu ástandi, en verða yfirheyrð í dag, að sögn lögreglu var mikill erill í nótt og allar fangageymslur fullar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×