Innlent

Fjölmenni á stofnfundi AFA

Fjölmenni var á stofnfundi AFA, Aðstandendafélags aldraðra í Hafnarfirði í dag. Heilbrigðisráðherra segir vitundarvakningu hafa orðið í málefnum aldraðra. Aðstandendafélag aldraðra hvetur til þjóðarátaks í búsetu- og kjaramálum aldraðra en helstu markmið félagsins er meðal annars að auka skilning stjórnvalda og almennings á stöðu aldraðra í íslensku samfélagi.

Þá vill félagið efla samvinnu og samheldni aðstandenda á ýmsa vegu og taka upp samstarf við félög og stofnanir sem vinna að málefnum aldraðra. Reynir Engilbertsson er nýkjörinn formaður félagsins. Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðhera fagnar stofnun félagsins og segir vitundarvakningu hafa orðið í þjóðfélaginu á málefnum aldraðra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×