Innlent

Aldinn höfðingi allur

Hún hefur séð margt, hún Addwaitya.
Hún hefur séð margt, hún Addwaitya. MYND/AP

Ein elsta risaskjaldbaka í heimi lést í dýragarðinum í Kalkútta á Indlandi í gær. Skjaldbakan Addwaitya var gæludýr breska hershöfðingjans Roberts Clives sem bjó á Indlandi um miðja átjándu öldina og því óhætt að ætla að aldur hennar hafi verið um 250 ár.

Skjaldbökunnar verður sárt saknað enda hafði dýragarðurinn notið kyrrlátrar og blíðlyndrar návistar hennar í um 130 ár. Nafnið Addwaitya þýðir "hin eina sanna" á bengölsku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×