26.grein stjórnarskrárinnar þarf að endurskoða 25. mars 2006 18:19 Fræðimenn eru ekki sammála um hvort halda skuli synjunarvaldi forsetans til haga í endurskoðaðri stjórnarskrá. Þeir virðast þó vera á einu máli, um að ef synjunarvaldið verði áfram til staðar, þá verði að eyða óvissu um hvernig því skuli beitt. Þetta kom fram á málþingi í dag um forsetaembættið og stjórnarskrána í sögulegu ljósi. Málþingið var haldið af Sagnfræðifélagi Íslands í samvinnu við Stjórnarskrárnefnd. Mest áhersla var lögð á 26.grein stjórnarskrárinnar, sumsé á synjunarvaldi forseta Íslands. Eins og flestum er ofarlega minni þá beitti núverandi forseti því í fyrsta sinn í sögu lýðveldisins sumarið 2004 og kom þar með í veg fyrir setningu nýrra fjölmiðlalaga. Á þessu tímabili var mikill ágreiningur á meðal fræðimanna um það annars vegar hvort forsetinn nyti þessa réttar og hins vegar um framkvæmdina eftir að forsetinnn synjar lögum staðfestingu. Þórður Bogason lögfræðingur ýjaði að því erindi sínu að synjunarvaldið mætti afnema. Tók hann dæmi um hversu óeðlilegt það væri í lýðræði ef forseti með 25 prósent atkvæða að baki sér gæti stöðvað lagasetningu löggjafarvaldsins sem hefði meirihluta kjósenda að baki sér. Björg Thorarensen sem er einn sérfæðing í stjórnarskrárnefnd telur að synjunarvald forsetans eigi rétt á sér en líkt og Þórði finnst henni að skýra beri framkvæmd þess. Björg lagði þó mesta áherslu á að skýrar yrði kveðið á um verkaskiptingu ráðherra og forseta sem handhafa framkvæmdavaldsins til að endurspegla betur raunveruleika dagsins í dag. Svanur Kristjánsson prófessor fjallaði um forseta Íslands og utanríkismál og taldi þá Svein Björnsson og Ólaf Ragnar Grímsson hafa haft mikil áhrif á utanríkisstefnu Íslands. Þá fjallaði Guðni Th. Jóhannesson, sagnfræðingur um hlutverk forseta við stjórnarmyndun og benti á þann möguleika að fyrst gæti reynt á núverandi forseta í þessu sambandi eftir kosningar 2007 því þá kynni að koma upp stjórnarkreppa miðað við núverandi stöðu landsmála. Mest lesið Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Fleiri fréttir Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Sjá meira
Fræðimenn eru ekki sammála um hvort halda skuli synjunarvaldi forsetans til haga í endurskoðaðri stjórnarskrá. Þeir virðast þó vera á einu máli, um að ef synjunarvaldið verði áfram til staðar, þá verði að eyða óvissu um hvernig því skuli beitt. Þetta kom fram á málþingi í dag um forsetaembættið og stjórnarskrána í sögulegu ljósi. Málþingið var haldið af Sagnfræðifélagi Íslands í samvinnu við Stjórnarskrárnefnd. Mest áhersla var lögð á 26.grein stjórnarskrárinnar, sumsé á synjunarvaldi forseta Íslands. Eins og flestum er ofarlega minni þá beitti núverandi forseti því í fyrsta sinn í sögu lýðveldisins sumarið 2004 og kom þar með í veg fyrir setningu nýrra fjölmiðlalaga. Á þessu tímabili var mikill ágreiningur á meðal fræðimanna um það annars vegar hvort forsetinn nyti þessa réttar og hins vegar um framkvæmdina eftir að forsetinnn synjar lögum staðfestingu. Þórður Bogason lögfræðingur ýjaði að því erindi sínu að synjunarvaldið mætti afnema. Tók hann dæmi um hversu óeðlilegt það væri í lýðræði ef forseti með 25 prósent atkvæða að baki sér gæti stöðvað lagasetningu löggjafarvaldsins sem hefði meirihluta kjósenda að baki sér. Björg Thorarensen sem er einn sérfæðing í stjórnarskrárnefnd telur að synjunarvald forsetans eigi rétt á sér en líkt og Þórði finnst henni að skýra beri framkvæmd þess. Björg lagði þó mesta áherslu á að skýrar yrði kveðið á um verkaskiptingu ráðherra og forseta sem handhafa framkvæmdavaldsins til að endurspegla betur raunveruleika dagsins í dag. Svanur Kristjánsson prófessor fjallaði um forseta Íslands og utanríkismál og taldi þá Svein Björnsson og Ólaf Ragnar Grímsson hafa haft mikil áhrif á utanríkisstefnu Íslands. Þá fjallaði Guðni Th. Jóhannesson, sagnfræðingur um hlutverk forseta við stjórnarmyndun og benti á þann möguleika að fyrst gæti reynt á núverandi forseta í þessu sambandi eftir kosningar 2007 því þá kynni að koma upp stjórnarkreppa miðað við núverandi stöðu landsmála.
Mest lesið Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Fleiri fréttir Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Sjá meira