Innlent

Bílvelta og árekstur við Smáralind

Sendiferðabíll valt út af Reykjanesbraut, til móts við Smáralind, rétt upp úr fimm í dag. Bíllinn fór út af veginum, valt og rúllaði svo aftur á veginn þar sem ökumaður fólksbíls náði ekki að stöðva bifreið sína og keyrði á sendferðabílinn. Ekki urðu slys á fólki en sendiferðabíllinn var dreginn í burtu.

Bíllinn var á leið norður Reykjanesbrautina þegar óhappið átti sér stað. Slökkviliðið var kallað út til að hreinsa upp olíu sem lak úr sendiferðabílnum.

Ökumaður sendiferðabílsins missti stjórn á bílnum við heiftarlegt hóstakast og segist hann hafa verið nærri því að missa meðvitund. Grunur leikur á að maðurinn hafi ekki verið alveg allsgáður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×