Innlent

Allir í verkfall

MYND/AP

Enginn árangur varð af fundi Dominiques de Villepins, forsætisráðherra Frakka með verkalýðsleiðtogum, ráðherrann neitar enn staðfastlega að draga lögin til baka og því stefnir allt í allsherjarverkföll í Frakklandi í næstu viku. Verkalýðsfélögin hafa lýst því yfir að ekki verði hætt við verkföllin nema að uppfylltu því skilyrði að lögin taki ekki gildi.

Líklegt er að samgöngur muni lamast í verkfalli ef ekki næst samkomulag fyrir þriðjudaginn. Villepin segir fundinn í dag þó aðeins fyrsta skrefið og býst við frekari samnngaviðræðum í næstu viku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×