Innlent

Æfingu lokið

Bergrisanum 2006 lauk kl. 15.30 í dag. Markmið æfingarinnar náðust en þau voru að:

• Æfa alla þætti viðbragðsáætlunarinnar og gera viðbragðsaðila og stjórnendur neyðaraðgerða hæfari til að takast á við þau verkefni, sem þeim eru ætluð í áætluninni.

• Gera íbúa áhrifasvæðisins meðvitaða um sem réttust viðbrögð vegna eldsumbrota undir Mýrdalsjökli og jökulhlaupa og öskufalls því tengdu.

Æfingin staðfestir mikilvægi æfinga fyrir stjórnendur, viðbragðsaðila og íbúa áfallasvæða með því m.a. að starf Samhæfingarstöðvarinnar, sem æfði báða dagana, gekk betur í dag en í gær.

Á milli 1400 og 1500 manns; íbúar, stjórnendur og viðbragðsaðilar tóku þátt í æfingunni um helgina.

Á næstunni munu viðbragðaðilar og stjórnendur rýna æfinguna og nýta niðurstöður þeirra vinnu til endurbóta á neyðarskipulagi vegna eldgosa í Mýrdalsjökli.

Almannavarnadeild ríkislögreglustjórans þakkar öllum þeim sem tóku þátt fyrir framlag þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×