Fleiri fréttir

26 þúsund fermetra verlsunarhúsnæði í Reykjanesbæ

Smáratorg, sem rekur meðal annars Rúmfatalagerinn, hyggst reisa tuttugu og sex þúsund fermetra verslunarhúsnæði í Reykjanesbæ. Félagið hefur þegar fest kaup á lóð í bænum en áætlað er að framkvæmdir hefjist strax á næsta ári og að verslunarhúsnæðið verði tilbúið árið 2008.

Mikill áhugi á matreiðslu í Rimaskóla

Matreiðsluáhugi í Rimaskóla er með því mesta sem þekkist í grunnskólum landsins en árlega taka tugir nemenda þátt í kokkakeppni skólans. Kokkameistarakeppnin var haldin í þriðja skiptið í dag og óhætt er að segja að þar leynist margur meistarakokkurinn. Heimilisfræði er valfag í 9. og 10. bekk og er fagið vinsælasta valfag skólans en 89 nemendur eru í matreiðslu.

Bandóðir Búddamunkar

Lögreglan á Sri Lanka þurfti að loka götum til að hemja meira en hundrað æsta Búddamunka í mótmælagöngu að sendiráði Norðmanna í Colombo á Sri Lanka. Munkarnir kröfðust þess að Norðmenn drægju sig tafarlaust út úr friðarviðræðum í landinu.

Um 200 manns handteknir í Hvíta-Rússlandi

Lögregla í Hvíta-Rússlandi hefur handsamað yfir tvö hundruð manns síðan á sunnudag en fólkið tók þátt í að mótmæla forsetakosningunum sem fram fóru á sunnudag. Talið er að um 300 manns séu enn á Októbertorgi í miðborg Minsk, höfuðborgar landsins, þar sem fólkið mótmælir framkvæmd forsetakosninganna og úrslitum þeirra. Töluvert hefur þó fækkað í hópnum vegna mikilla kulda og snjókomu.

Eigum að berjast gegn stríðsvélinni

Stjórn Ungra vinstri grænna fagnar því að Bandaríkjaher skuli loksins vera á förum og krefst þess að stjórnvöld hugsi gáfulega og taki forystu sem friðelskandi þjóð. Í á´lyktun sem stjórnin sendi frá sér segir að þrátt fyrir að Ísland sé að losna við stríðstól úr landi þá sé ætlun Bandaríkjahers að nota þessi tól til að myrða fólk í öðrum löndum. Segir ennfremur að Ísland eigi að berjast gegn stríðsvélinni en ekki verahuglaust, sérhlífið og sjálfselskt.

Þjónusta fjölmennasta atvinnugreinin á Íslandi

Framlag þjónustu til landsframleiðslu eykst ár frá ári og þjónusta er fjölmennasta atvinnugreinin á Íslandi. Iðnaðar-og viðskiptaráðherra segir mikilvægt að efla ólíkar starfsgreinar til að auka sveigjanleika í efnahagslífinu.

Hvatti til að tollum yrði aflétt af íslenskum fiski

Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra heimsótti í dag fyrirtæki í sjávarútvegi á Humberside svæðinu í Bretlandi og hitti að máli bæði borgarstjórann í Hull og bæjarstjórann í Grimsby. Á fundi með hagsmunaaðilum í sjávarútvegi hvatti sjávarútvegsráðherra þá til að leggja Íslendingum lið í að þrýsta á Evrópusambandið að aflétta tollum sem eru á nokkrum íslenskum sjávarafurðum, sem fluttar eru út til sambandslandanna. Jafnframt því að aflétt yrði útflutningsálagi á ferskan fisk frá Íslandi.

Stjórnarliðar gengu út af fundi franska þingsins

Mikil dramatík ríkti á vikulegum fundi franska þingsins í dag en stjórnarliðar gengu út af honum þegar nýja vinnulöggjöfin var rædd. Reiði braust út þegar þingmaður sósíalistaflokksins sakaði forsætisráðherrann um sjálfselsku í þessu máli. Evrópsk málefni áttu upphaflega að vera umræða þingfundarins. Þingmenn stjórnarandstöðunnar vildu hins vegar halda áfram umræðunni um nýju vinnulöggjöfina.

Vöknum með AFA

Stofnfundur Aðstandendafélags aldraðra, AFA, verður haldinn í Félagsheimili eldri borgara í Hafnarfirði á sunnudaginn. Félagið verður opið öllum sem láta sig hagsmunamál aldraðra varða og er ætlað að vekja Íslendinga til umhugsunar um málefni aldraðra.

Hagkaup greiði starfsmanni bætur vegna slyss

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag Hagkaup til þess að greiða starfsmanni bætur vegna slyss sem hann varð fyrir á lager verslunarinnar í Kringlunni. Maðurinn féll til jarðar þegar álstigi sem hann notaði við tiltekt gaf sig með þeim afleiðingum af maðurinn handleggsbrotnaði og hlaut varanlegt heilsutjón.

Skýrsla Danske Bank er full af rangfærslum

Hlutabréf þriggja stærstu bankanna hríðféllu í dag eftir að skýrsla Danske Bank um íslensk efnahagsmál var birt. Ingólfur Bender, hagfræðingur, segir skýrsluna fulla af rangfærslum.

Vaktakerfi flugumferðarstjóra verður breytt

Flugmálastjórn segist vilja stytta vaktir í flugstjórnarmiðstöðinni í Reykjavík, en fimm ára samningaviðræður hafi ekki skilað árangri. Því komi til greina að breyta vaktakerfinu einhliða. Ágreiningurinn sé fyrir félagsdómi og reynt verði að fá félagsdóm til að útkljá öll deilumál aðila.

Hátt í 55 þúsund hafa skilað framtölum á Netinu

Frestur til að skila inn skattframtölum til ríkisskattstjóra rennur út á miðnætti í kvöld en klukkan sex höfðu 54.780 skilað inn framtali á Netinu samkvæmt upplýsingum á heimasíðu ríkisskattstjóra, rsk.is.

Kemur til greina að Nató taki við varnarhlutverki

Framkvæmdastjóri NATÓ telur koma til greina að sambandið taki við varnarhlutverki Bandaríkjamanna hér á landi. Í gær ræddi hann málefni Íslands við George Bush, forseta Bandaríkjanna, Condoleezzu Rice, utanríkisráðherra, og Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra.

Höfundur Draumalandsins stendur við ummælin

Höfundur Draumalandsins dregur ekkert í land, þótt Alcoa kalli hann ósannindamann. Alcoa sé umsvifamikill þáttakandi í hönnun og þróun á stríðsvélum, ekki aðeins venjulegur hráefnisframleiðandi. "Alcoa framleiðir til dæmis Tomahawk eldflaugarnar, Bradley skriðdreka sem eru svona allra ljótustu djöflarnir sem við sjáum í Íraksmyndunum. Við erum hluti af mjög stóru og grimmu samhengi," segir Andri Snær sem skrifaði bók sína til að stinga á kýlum í samfélaginu.

Fráleitt að Alfreð bjóði orku til álvers í Helguvík

Vinstri grænir í Reykjavík segja fráleitt að Alfreð Þorsteinsson, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, bjóði orku til álvers í Helguvík án samráðs við stjórn Orkuveitunnar eða borgarstjórn. Alfreð segir að nýtt álver sé langáhrifaríkasta aðferðin til að bæta atvinnuástandið á Suðurnesjum og það eina sem er fast í hendi.

Neitar að tjá sig um brottför hers í Írak

George Bush, Bandaríkjaforseti, vill ekkert segja til um hvenær herafli Bandaríkjanna verði farinn frá Írak. Bush var spurður um málið á blaðamannafundi í dag. Bush sagði það verða ákveðið af framtíðarforsetum og framtíðarstjórnum Íraks en Bush lætur af embætti árið 2009. Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna hefur sagt góð tíu ár taka að koma á friði í Írak og þangað til verði Bandaríkjaher í landinu.

Umhverfissvið Rvk óskar eftir umsóknum

Umhverfisráð Reykjavíkur hefur auglýst eftir tilnefningum til Umhverfisviðurkenningar Reykjavíkurborgar 2006. Til greina kemur fyrirtæki eða stofnun sem leitast við að haga rekstri sínum í samræmi við reglur um sjálfbæra þróun. Viðurkenningin kom í hlut Borgarholtsskóla árið 2005 og var það í níunda sinn sem hún var veitt.

Virðisaukalágmarkið hækki

Lágmark virðisaukaskattskyldrar sölu verður hækkað úr tvö hundruð og tuttugu þúsundum í fimm hundruð þúsund nái frumvarp fjármálaráðherra fram að ganga á Alþingi.

Tilboð í Héðinsfjarðargöng opnuð í dag

Tékkneska vertakafyrirtækið Metrostav a.s. og Háfell ehf. stóðu sameiginlega að lægsta tilboði í gerð Héðinsfjarðarganga en tilboð í göngin voru opnuð í dag. Tilboðið hljóðaði upp á rúma fimm komma sjö milljarða og sem er um áttatíu og níu prósent af áætluðum verkkostnaði. Fimm tilboð hafa borist í verkið og tvö frávikstilboð en göngin verða þrír komma sjö kílómetrar á lengd á milli Siglufjarðar og Héðinsfjarðar og um sex komma níu kílómetra löng milli Ólafsfjarðar og Héðinsfjarðar. Næst lægsta tilboðið hljóðaði uppá rúma fimm komma átta milljarða króna þannig að litlu munar á tilboðunum tveimur.

Varnarmál Íslands rædd á fundi í Frakklandi

Geir H. Haarde, utanríkisráðherra, ræddi varnarmál Íslands á fundi sínum með Philippe Douset-Blazy, utanríkisráðherra Frakklands í dag. Utanríkisráðherra er staddur í vinnuheimsókn í París í boði franska starfsbróður síns.

Tvær snjóbyssur að gjöf

Á aðalfundi Sparisjóðs Svarfdæla í gær var Skíðafélagi Dalvíkur fært að gjöf andvirði tveggja snjóbyssa til að stækka snjóframleiðslukerfi félagsins í Böggvisstaðafjalli.

Vilja að stuðlað verði að farsælum starfslokum

Framkvæmdarstjórn Starfsgreinasamband Íslands krefst þess að stjórnvöld hefjist strax handa við stefnumörkun um atvinnuuppbyggingu á Suðurnesjum. Í ályktun sem framkvæmdarstjórnin sendi frá sér segir að gera verði þá kröfu til íslenskra stjórnvalda og Bandaríkjahers sem atvinnurekanda að stuðlað verði að farsælum starfslokum allra starfsmanna og leita til leiða til að draga úr afleiðingum uppsagnanna með félagslegri aðstoð.

Diskó og pönk á Árbæjarsafninu

Pönktónleikar á Árbæjarsafninu hljómar kannski fáránlega, en gæti þó orðið staðreynd innan fárra vikna. Í júní verður opnuð sýning á safninu þar sem fjallað verður um menningu ungs fólks í Reykjavík á árunum 1975-85, og diskóið og pönkið verður haft í forgrunni.

Sök skipt til helminga

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Hagkaup að greiða karlmanni um þrítugt rúma milljón króna í bætur vegna vinnuslyss sem hann varð fyrir síðla árs 2002. Honum er þó gert að bera nokkra ábyrgð sjálfur og var því sök skipt til helminga.

Kynskiptiaðgerð ekki viðurkennd

Hæstiréttur í Kúvæt hefur staðfest dóm undirréttar þar í landi sem viðurkennir ekki breytt kyn manns sem gekkst undir kynskiptiaðgerð fyrir tæpum sex árum. Maðurinn lét þá breyta sér í konu.

Flugvöllur nefndur eftir George Best

Flugvellinum í Belfast á Norður Írlandi verður gefið nafnið George Best, eftir norður-írska knattspyrnukappanum sem lést í nóvember síðastliðnum.

10 handteknir eftir bílaeltingaleik

Ísraelska lögreglan hefur handtekið tíu menn sem grunur lék á að væru að skipuleggja sjálfsvígsárás. 5 kíló af sprengiefni fundust í bíl þeirra og belti sem notuð eru við sjálfsvígssprengjuárásir.

Fuglar bólusettir í Rússlandi

Yfirvöld í Rússlandi hafa byrjað að bólusetja fjölda fugla við fuglaflensu. Vonast er til að aðgerðirnar komi í veg fyrir að flensan breist frekar út í Rússlandi. Sjúkdómurinn hefur nú greinst í átta héruðum Rússlands.

Enn þungt haldinn

Maður sem slasaðist alvarlega í mótmælaaðgerðum vegna nýrrar vinnulöggjafar í Frakklandi um helgina liggur en meðvitundarlaus á sjúkrahúsi í París. Hann er sagður þungt haldinn.

Ólík afstaða Halldórs og Geirs varðandi uppsögn varnarsamningsins

Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir athyglisvert að formenn stjórnarflokkanna hafi ólíka afstöðu til möguleikanna á uppsögn varnarsamningsins við Bandaríkin. Þá segir hann utanríkisráðherra hafa sýnt ótrúlegt fyrirhyggjuleysi um öryggismál á hafi.

Bæjarstjóri fundaði með starfsmönnum

Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, fundaði í gær með íslenskum starfsmönnum varnarliðsins í Keflavík. Mikil ólga var meðal starfsmanna sem margir óttast atvinnuleysi í haust.

Fjölmargir mótmæla í Minsk

Fjölmargir mótmælendur hafa ákveðið að tjalda í nokkrar nætur í Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands, svo halda megi út sólarhringsmótmælum gegn niðurstöðu forsetakosninganna þar í landi á sunnudag. Eitthvað virðist þó vera að draga úr eldmóð andstæðinga forsetans. Þrír háttsettir stjórnarandstæðingar voru handteknir í gærkvöldi.

Grunaðir um stríðsglæpi

Tólf bandarískir landgönguliðar í Írak sæta nú rannsókn en þeir eru grunaðir um stríðsglæpi. Þeir eru sakaðir um að hafa myrt fimmtán óbreytta borgara, þar á meðal þriggja ára stúlku, í bænum Haditha í Vestur-Írak í nóvember í fyrra.

Urgur í starfsmönnum varnarliðsins

Urgur er í starfsmönnum varnarliðsins en tollgæslan hefur eflt eftirlit sitt á umferð um aðalhlið varnarstöðvarinnar og leitar nú ítarlega í mun fleiri bílum en áður.

Gagnrýna stjórnarformann OR

Stjórn Vinstri grænna í Reykjavík telur fráleitt að Alfreð Þorsteinsson, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, vilji að Orkuveitan hafi forgöngu um frekari skuldbindingar um orkusölu til álvers í Helguvík, án samráðs við stjórn Orkuveitunnar og borgarstjórn.

Kemur til greina að NATO taki við vörnum Íslands

Jaap de Hoop Schaffer, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins telur að til greina komi að Atlandshafsbandalagið taki yfir varnarhlutverkið sem Bandaríkjamenn hafa sinnt til þessa. Hann ræddi málefni Íslands við George Bush forseta og Condoleezzu Rice, utanríkisráðherra í gær.

UVG segja óþarfa að verja Ísland með hervaldi

Félag ungra vinstri grænna á Akureyri fagnar löngu tímabærri ákvörðun Bandaríkja Norður-Ameríku að hverfa af landi brott með herafla sinn. Í tilkynningu frá félagionu segir að ungir visntri grænir séu sammála því að óþarfi sé að verja Ísland með hervaldi og telja landið mun öruggara eftir brotthvarf Bandaríkjahers. Augljóst sé að varnarsamningur við Bandaríkin sé einnig óþarfur og ber að segja honum upp tafarlaust.

Ekkert eftirlit með kaupum á vinnuvélaolíu

Ekkert eftirlit er með því hverjir kaupa vinnuvélaolíu og í hvaða tilgangi en slík olía er rúmlega 43% ódýrari en dieseolían. Yfir 18 sölustaðir á höfuðborgarsvæðinu selja slíka olíu í sjálfsölum sínum.

Öflugar loftvarnir mikilvægar

Björn Bjarnason segir enn gríðarlega mikilvægt að á Íslandi séu öflugar loftvarnir og að ekki sé búið að útiloka að hér verði herþotur í framtíðinni. Þetta kom fram á málþingi félags stjórnmálafræðinga í Háskóla Íslands í gær.

Tekinn af lífi fyrir að hafna islam

Afganskur karlmaður verður líklega tekinn af lífi fyrir að hafa hafnað islam og snúið til kristninnar. Maðurinn var handtekinn í Afganistan í síðasta mánuði eftir að fjölskylda hans sagði til hans.

Draumalandið kynnt

Húsfyllir var í Borgarleikhúsinu í gærkvöld þar Andri Snær Magnason rithöfundur kynnti nýja bók sína, Draumalandið. Bókin, sem hefur undirtitilinn Sjálfshjálparbók handa hræddri þjóð, hefur þegar vakið töluvert umtal þrátt fyrir að hún hafi fyrst komið út í gær.

Sjá næstu 50 fréttir